12.06.2023 06:57

1463. Háborg NK 77.

Vélbáturinn Háborg NK 77 var smíðaður hjá Trésmiðju Austurlands h.f. á Fáskrúðsfirði árið 1976. 16,84 brl. 188 ha. Dormann vél. 13,94 x 3,74 x 1,61 m. Smíðanúmer 36. Eigendur voru Gunnar Vilmundarsson og Þórarinn Guðbjartsson í Neskaupstað. Frá árinu 1978 er báturinn í eigu Gylfa Gunnarssonar í Neskaupstað. 4 september 1980 er hann kominn í eigu Fiskveiðasjóðs Íslands. Ný vél (1980) 200 ha. Gummins vél, 147 Kw. Síðan 1980 hefur báturinn borið nöfnin;
Sæunn ÍS 25, Útg. Sæunn h.f á Ísafirði 1980.
Sæunn BA 46, Útg. Rækjuver h.f. á Bíldudal 1984.
Sæunn BA 13, Útg. Rækjuver h.f. á Bíldudal 1985.
Gnýfari SH 8, Útg. Þorvaldur Elbergsson í Grundarfirði 1987.
Sigurberg GK 222, Útg. Ásþór h.f. í Sandgerði 1989.
Sigurberg EA 322, Útg. Rækjuver h.f. á Bíldudal 1991.
Manni á Stað GK 44, Útg. Stakkavík h.f. í Grindavík 1995.
Manni á stað NK 44, Sólheim ehf í Neskaupstað 1996.
Manni á Stað SU 100, Útg. Kross ehf á Stöðvarfirði 1999.
Eiður EA 13, Útg. Manni ehf á Akureyri 2001.
Haffari EA 133, Útg. Haffari ehf á Akureyri 2006.
Báturinn hefur verið í eigu Special Tours ehf í Reykjavík frá árinu 2016 sem skemmti og vinnubátur.
Haffari er nú á geymslusvæði á Hólmaslóð á Grandanum í Reykjavík og búinn að vera þar í nokkur ár.
 

Háborg NK 77 á Norðfirði.                            (C) Guðmundur Sveinsson.
 
Skemmti og vinnubáturinn Haffari EA 133.   (C) Haukur Sigtryggur Valdimarsson.
 
1463. Haffari á geymslusvæði á Hólmaslóð á Grandanum í Reykjavík. 
 
1463. Haffari.
 
Hann lítur ekki vel út báturinn, spurning hvort hann sé ónýtur. (C) Þórhallur S Gjöveraa 10 júní 2023.

                        Háborg NK 77


Í ágúst sl. afhenti Trésmiðja Austurlands h.f. Fáskrúðsfirði 17 rúmlesta frambyggt eikarfiskiskip, nýsmíði nr. 36 hjá stöðinni, sem hlaut nafnið Háborg NK 77. Eigendur skipsins eru Gunnar Vilmundarson, sem jafnframt er skipstjóri, og Þórarinn Guðbjartsson, Neskaupstað. Fremst í skipinu, undir þilfari, er lúkar með f jórum hvílum og eldunaraðstöðu, en þar fyrir aftan vélarúm, fiskilest og aftast skuthylki. Vélarreisn og stýrishús er framantil á skipinu. Aftast í stýrishúsi er salernisklefi. Ferskvatnsgeymir er undir lúkar en brennsluolíugeymar í skuthylki. Aðalvél skipsins er Dorman, gerð 6 LETM, 200 hö við 1800 sn/mín, sem tengist Self Changing niðurfærslugír (3:1) og skrúfubúnaði. Skrúfa er 3ja blaða með fastri stigningu, þvermál 1050 mm. Framan á aðalvél er tvöföld vökvaþrýstidæla fyrir vindur af gerðinni Denison TDC 20—17. Rafall á aðalvél er frá Alternator h.f. 7.0 KW, 24 V. Rafkerfi skipsins er 24 V jafnstraumur. Stýrisvél er frá Tenfjord, gerð JR 1/50. Vindur eru vökvaknúnar (háþrýstikerfi) frá Vélaverkstæði Sig. Sveinbjörnssonar h.f. og er um að ræða togvindu, línuvindu og bómuvindu. Togvinda er af gerðinni HD 340 búin tveimur togtromlum (180 mm" x 600 mm" x 400 mm) og tveimur koppum. Togátak vindu á miðja tromlu (390 mm") er 1.5 t og tilsvarandi vírahraði 60 m/mín. Togtromlur eru gefnar upp fyrir 500 faðma af 1%" vír. Línuvinda er af gerðinni HN 200, 2 t, og bómuvinda af gerðinni HB 50, 0.5 t. Færavindur eru vökvaknúnar af gerðinni Elektra-Hydro og eru 6 talsins. Helztu tæki í stýrishúsi eru:
Ratsjá: Furuno FRS 24, 48 sml.
Sjálfstýring: Sharp Skipper.
Dýptarmælir: Simrad EX með 10x20 cm botnspegli.
Fisksjá: Simrad CI.
Talstöð: Sailor T 121/R 104, 140 W SSB.
Örbylgjustöð: Intech, V156.
Rúmlestatala 17 brl.
Mesta lengd 13.94 m
Lengd milli lóðlína 12.20 m
Breidd (mótuð) 3.64 m
Dýpt (mótuð) 1.70 m
Brennsluolíugeymar 2.1 m 3
Ferskvatnsgeymir 0.3 m3

Ægir. 20 tbl. 15 nóvember 1976.

Flettingar í dag: 1561
Gestir í dag: 80
Flettingar í gær: 544
Gestir í gær: 34
Samtals flettingar: 731386
Samtals gestir: 54257
Tölur uppfærðar: 30.4.2024 12:16:31