16.06.2023 08:23

Japanstogararnir. / 1274. Páll Pálsson ÍS 102 TFKR.

Skuttogarinn Páll Pálsson ÍS 102 var smíðaður hjá Narasaki Zosen KK í Muroran á Hokkaido eyju í Japan árið 1972 fyrir Miðfell h/f í Hnífsdal. 462 brl. 2.000 ha. Niigata vél, 1.471 Kw. 47,10 x 9,52 x 5,50 m. Smíðanúmer 806. Togarinn kom til heimahafnar sinnar, Hnífsdals hinn 21 febrúar árið 1973. Fyrsti skipstjóri var Guðjón Arnar Kristjánsson og 1 vélstjóri var Kristján Pálsson.

1274. Páll Pálsson ÍS 102 á leið inn til Ísafjarðar.          Ljósmyndari óþekktur.



                    Páll Pálsson ÍS 102


21. febrúar s.l. kom skuttogarinn Páll Pálsson ÍS 102 til heimahafnar sinnar Hnífsdals. Skip þetta er númer tvö af tíu systurskipum, sem samið hefur verið um smíði á í Japan fyrir íslenzka útgerðarmenn. Fyrsta skipinu Vestmannaey VE 54 var lýst í 4. tbl. Ægis (síðu 78 og 79) og á sú lýsing við þetta skip að nær öllu leyti. Á vinnuþilfari hafa orðið þær breytingar að framan við fiskmóttöku er blóðgunarborð. Eftir að fiskurinn hefur verið blóðgaður er hann settur í kassa, sem gerðir eru úr gataplötum. Kassar þessir eru í sérstökum kerum, en í þessum kerum er sírennandi vatn. Með sérstökum lyftibúnaði er kössunum lyft upp úr kerunum og síðan fer fiskurinn á aðgerðarborðin. Að öðru leyti er fyrirkomulag á vinnuþilfari það sama og í Vestmannaey. Lestin í Páli Pálssyni er öll gerð fyrir kassa. Þetta mun vera sá eini af þessum 10 Japanstogurum, sem ekki hefur stíur í a. m. k. einum þriðja hluta lestarinnar. Einnig eru kæliskápar á þiljum, í báðum endum lestarinnar, til viðbótar spírölum í lofti lestarinnar, sem eru í Vestmannaey. Skipstjóri á Páli Pálssyni ÍS 102 er Guðjón Kristjánsson og fyrsti vélstjóri Kristján Pálsson. Eigandi er Miðfell hf. en framkvæmdastjóri útgerðarinnar er Jóakim Pálsson. Ægir óskar eigendum og skipshöfn til hamingju með hið glæsilega skip.

Ægir. 6 tbl. 1 apríl 1973

Flettingar í dag: 1828
Gestir í dag: 86
Flettingar í gær: 544
Gestir í gær: 34
Samtals flettingar: 731653
Samtals gestir: 54263
Tölur uppfærðar: 30.4.2024 20:34:41