19.06.2023 08:02

Japanstogararnir. / 1276. Drangey SK 1 TFIN.

Skuttogarinn Drangey SK 1 var smíðaður hjá Narasaki Zosen K.K. í Muroran á Hokkaido eyju í Japan árið 1973 fyrir Útgerðarfélag Skagfirðinga h.f. á Sauðárkróki. 462 brl. 2.000 ha. Niigata vél, 1.471 Kw. 47,10 x 9,52 x 5,50 m. Smíðanúmer 808. Kom til heimahafnar sinnar, Sauðárkróks hinn 8 maí árið 1973. Fyrsti skipstjóri var Guðmundur Árnason og 1 vélstjóri Páll Pálsson.
 

Drangey SK 1 við komuna til landsins 1973.                     (C) St. Pedersen.

 

                     Drangey SK 1


8. maí s. l. kom skuttogarinn Drangey SK 1 til Sauðárkróks. Drangey SK 1 er áttunda systurskipið, sem Japanir smíða fyrir íslendinga í þessari lotu, og jafnframt er Drangey SK 1 fjórða skipið, sem Narasaki skipasmíðastöðin afhendir íslendingum. Eigandi skipsins er Útgerðarfélag Skagfirðinga h.f. Vestmannaey VE 54, sem var fyrsti skuttogarinn, sem Japanir smíðuðu fyrir íslendinga, var lýst í 4. tbl. Ægis og á sú lýsing einnig við Drangey SK 1 að flestu leyti. Helztu frávik frá þeirri lýsingu eru eftirfarandi: Vinnuþilfar Drangeyjar er eins og lýst var í 6. t.bl. Ægis (Páll Pálsson ÍS) að því undanteknu, að hvorki eru lifrargeymar né ísvél um borð. Þó er gert ráð fyrir að setja ísvél í skipið. Af tækjum í brú, til viðbótar þeim, sem lýst er í 4. tbl., eru togmælar frá Tokyo Keiki. Ekkert asdik tæki er um borð, en við uppsetningu tækja var gert ráð fyrir að það kæmi seinna. Skipstjóri á Drangey SK 1 er Guðmundur Árnason og 1. vélstjóri er Páll Pálsson, en framkvæmdastjóri útgerðarinnar er Stefán Guðmundsson. Ægir óskar eigendum og áhöfn til hamingju með þetta glæsilega skip.

Ægir. 13 tbl. 1 ágúst 1973.

Flettingar í dag: 1595
Gestir í dag: 81
Flettingar í gær: 544
Gestir í gær: 34
Samtals flettingar: 731420
Samtals gestir: 54258
Tölur uppfærðar: 30.4.2024 13:25:34