Blog records: 2016 N/A Blog|Month_6
30.06.2016 10:50
Reykjavíkin. Tvísiglt skip með skonnortulagi.
29.06.2016 10:28
4 m. Sk. Haukur. NTBH.
28.06.2016 07:21
Drangey EA 563. TFGB.
Drangey EA 563 var smíðuð í Peterhead í Skotlandi árið 1914. 83 brl. 180 ha. 2 þjöppu gufuvél. Hét áður Golden Ray. Eigendur voru Jón Björnsson, Þorbjörn Kasparíusson, Júlíus Hafliðason, Brynjólfur Eiríksson og Gísli Jóhannesson á Akureyri. (Útgerðarfélag póstbátsins). Þeir keyptu skipið árið 1932 og létu breyta því í farþega og flutningaskip. Drangey var í póstferðum við Norðurland milli Sauðárkróks og Þórshafnar á árunum 1933 til 1937 og flutti póst vörur og farþega. Skipið var leigt til síldveiða sumarið 1937. Drangey sökk út af Melrakkasléttu 27 ágúst 1937. Áhöfnin, 18 menn, komust í nótabátanna og réru á þeim til Raufarhafnar.
Drangey sekkur.
Við vorum komnir inn á flóann inn undir Raufarhöfn, þegar vélstjórinn kallar að nú sé eins og skipið opnist og sjór flæði inn. Víð héldum samt áfram um stund. Ég sagði mannskapnum að fara í bátana og var nú einn í brúnni. Þegar skipið var orðið svo sigið að sjór var að renna niður í lúkarinn, þá flautaði ég niður til Jóhanns vélstjóra og sagði honum að forða sér upp. Taflið væri sennilega tapað. Við hlupum aftur eftir skipinu og í bátana og slepptum. Við biðum þarna stutta stund, en þá sökk Drangey, stakkst niður á framendann. Þarna sökk skipið sem við ætluðum að kaupa, og sennilega hefur það orðið mér og fleirum til lífs. Hitinn frá gufukatlinum var búinn að þurrka burðarstoðir og byrðinginn að innan þannig að hann bókstaflega sprakk.
Þetta hefði án efa gerst síðar og þá undir öðrum og verri kringumstæðum.
Við rérum nú inn til Raufarhafnar. Koman að landi var heldur önnur en ég hafði hugsað mér, með fullt skip af góðri síld. En mannskapurinn komst allur heilu og höldnu í land. Nokkru eftir að þetta gerðist birtist nafnlaus grein í blaðinu Verkamanninum á Akureyri. Þar sagði að Drangey hefði sokkið vegna ofhleðslu. Mér var legið á hálsi fyrir að hafa ekki sést fyrir og það væri orsök óhappsins. Mér þótti hart að liggja undir svona rógi og kærði blaðið fyrir meiðyrði. Endirinn varð sá, að ábyrgðarmaður Verkamannsins var dæmdur í sekt, en ummælin dauð og ómerk.
Úr bókinni, Brotsjór rís, lífssigling Einars Bjarnasonar skipstjóra. Sveinn Sæmundsson. 1991. Einar var skipstjóri á Drangey þegar skipið sökk. Hann og nokkrir aðrir höfðu tekið skipið á leigu sumarið 1937 til síldveiða.
Hér fyrir neðan er greinin úr Verkamanninum sem Einar skipstjóri vitnar til í bók sinni,;
Drangey sökk vegna ofhleðslu.
Mönnum hefir sem von er orðið tíðrætt um þann atburð þegar e. s. »Drangey« sökk skyndilega í besta veðri. Fer hér á eftir orðrétt skýrsla skipstjórans á >Drangey« fyrir sjórétti Akureyrar 30. f. m.: »Föstudaginn 27. ágúst var sildveiðaskipið Drangey E. A. 563 statt ca. 5 sjómilur N.V. af Þórshöfn á Langanesi. Kl. 9 síðdegis var búið að háfa úr nót skipsins og ganga frá öllu til landferðar, en til Siglufjarðar var ferðinni heitið til affermingar. Í skipinu var ca. 800 mál sildar og var skipið nokkuð lestað með þann afla, en skipið gat tekið, að minnsta kosti 900 mál, með þeirri lestun, sem tíðkast á síldveiðiskipum. Snurpunótinni hafði verið komið fyrir á bátadekki, eins og venja var til, en bátarnir settir aftan i skipið. Rétt um kl. 9 var lagt af stað, til Siglufjarðar, og virtist þá allt í besta lagi. Veður var gott, logn en aðeins N.V.-bára. Kl. um 11,30 varð vart við lítilsháttar leka á skipinu og þá snúið af leið og inn til Raufarhafnar, til þess að fá affermingu þar. Eftir ca. 10 mínútur hafði lekinn ágerst svo mikið, að dælur skipsins höfðu hvergi nærri við að lensa skipið og stóðu vélamennirnir í hné á fýrplássinu. Var þá sýnt að hætta var á ferðum og var því allur mannskapur kvaddur í bátana og vantaði klukkuna 10 minútur í 12 á miðnætti er bátunum var róið frá skipinu. Hættan var svo yfirvofandi, að enginn af skipverjum náði nokkru með sér og enginn hafði úr á sér er lagt var frá skipinu og er því ekki hægt að segja nákvæmlega hvað kl. var, er skipið var sokkið, en tíminn var mjög stuttur. Skipið sökk ca. 5 mílur austur af Raufarhafnarvitanum. Þegar lekinn fór að ágerast í byrjun, var gengið að því að undirbúa að létta skipið og var byrjað á verkinu, en mönnum skipað að hætta, er sýnilegt var að ekki hafðist við að dæla skipið. Um kl. 2,30 var komið til Raufarhafnar að bryggju þar. Skipverjar allir voru ómeiddir og liðan góð eftir atvikum. Eins og áður er sagt, fór allt í sjóinn með skipinu, að mönnum og bátum undanskildu. Náðust því hvorki leiðarbók skipsins eða vélardagbók. Yfirlögregluþjónn Jón Renediktsson hefir látið blaðinu í té eftirfarandi upplýsingar um e. s. »Drangey«: Skipið er byggt 1914 í Skotlandi úr eik og furu, og var keypt hingað til Akureyar 1931 og var eign Útgerðarfélags póstbátsins. Nú í sumar var »Drangey« leigð fjórum mönnum á Siglufirði til sildveiða. Á s. l. ári var sett ný innsíða i allt skipið og sáust þá hvergi merki fúa eða annara ellimarka.
Samkv. ofanskráðu þá virðist það sýnilegt að ofhleðsla hafi verið orsök þess að »Drangey« sökk. Mun það ekkert nýnæmi að síldarskip eru oft hlaðin svo að það er komið undir »guði og lukkunni« hvort þau fljóta til áfangastaðarins. Virðist vera full þörf á að setja einhver takmörk fyrir þvi hvað
hlaða má síldveiðiskip, eins og takmörk eru sett fyrir hleðslu annarra skipa.
Verkamaðurinn. 1 september 1937.
27.06.2016 09:42
Hrímfaxi GK 2. TFPB.
E/S HRÍMFAXI TFPB-GK 2 Stálskip með 700 ha. gufuvél. Stærð:
641 brúttórúml. og 313 nettórúml. Aðalmál: Lengd: 52,44 m. Breidd: 9,17 m. Dýpt:
4,68 m. Smíðað i Middlesbourough í Englandi árið 1918 fyrír brezka sjóherinn
sem eyðingarskip þýzkra kafbáta. Var skipið smíðað stefnislaga að aftan til þess
að villa kafbátsmönnum sýn um á hvaða leið það væri. Þá var það vel búið vélum
og gat gengið 16 sjómilur. Skip þetta kom fyrst hingað til Íslands sem leiguskip
og hét þá Ourem frá Portúgal. Í ofsaveðri þann 27. febrúar 1941 sleit Ourem upp
hér á Reykjavíkurhöfn og rak á land í Rauðarárvikinni ásamt danska flutningaskipinu
Sonju Mærsk. Að ári liðnu var skipinu náð út og gert við það í Grimsby í Englandi,
og hlaut það þá nafnið Hrímfaxi. Eigendur þess urðu hf. Sviði í Hafnarfirði og
Hf. Hrímfaxi í Reykjavík. Hrímfaxi hóf siðan og siglingar til Bretlands með
ísaðan fisk undir stjórn Kristjáns Kristjánssonar skipstjóra. Flutti skipið um
7500 kit í ferð. Árið 1943 var Hrímfaxi leigður Skipaútgerð ríkisins til
strandferða og var í Þeim næstu fimm árin. Siðla árs 1950 var skipið tekið í
notkun á ný eftir tveggja ára legu inni á Sundum og hét þá Auðhumla. Auðhumla
fór síðan nokkrar ferðir til Bretlands og meginlandshafna, unz það var selt
Indverjum og afhent í Bretlandi árið 1951. Myndin af Hrímfaxa er tekin í
Vestmannaeyjum 1943. Skipið er málað grárri stríðsmálningu, eins og öll
íslensku flutningaskipin, sem voru í millilandasiglingum á þeim tíma.
Heimild: Æskan. 2 tbl. 1 feb 1972. / Íslensk skip. Guðmundur
Sæmundsson.
26.06.2016 09:06
Reykjanes RE 94. TFDG.
25.06.2016 10:07
Flink EA 11. Hákarlaskip.
24.06.2016 08:15
Sæfinnur NK 76. TFNK.
23.06.2016 11:49
1090. Hekla. TFCA.
22.06.2016 03:34
B.v. Ethel RE 237.
Ethel RE 237 var smíðaður hjá Goole Shipbuilding & Repairing Co Ltd í Goole á Englandi árið 1907. Smíðanúmer 267. 278 brl. 3 þjöppu gufuvél smíðuð af W.V.V. Lidgerwood Coatbridge. Hét áður Ethel FD 173 og var fyrst í eigu Louis Cohen í Fleetwood. Seldur 24 júní 1912, The Active Fishing Co Ltd í Fleetwood. Var í þjónustu breska flotans frá júní 1915 þar til honum var skilað til eigenda sinna 12 mars 1919. Seldur í desember 1919, h/f Atlanta í Reykjavík (Elías Stefánsson), fær nafnið Ethel RE 237. Seldur í desember 1923, J.Marr & Son Ltd í Fleetwood, hét Irvana FD 430. Seldur árið 1925, Comissariado Gereal dos Abastecimentos í Lissabon, Portúgal, hét Apolo. Seldur í janúar 1927, Sociedade Comercial Maritima Ltda í Lissabon, hét Cabo Juby. Togarinn var seldur í brotajárn árið 1958.
21.06.2016 08:49
Kútter Bergþóra RE 54. LBPM.
Mánudaginn 5. September árið 1904 varð hrapallegt slys
vestur á Patreksfirði. Þar var nýkomin inn á skipaleguna fiskiskútan Bergþóra
frá Nýjabæ á Seltjarnarnesi, eign Guðmundar bónda Ólafssonar. Skipstjórinn,
Sigurður Guðmundsson, fór í land og ætlaði að festa kaup á ís til beitugeymslu.
Gekk það vel og fékk hann vilyrði um ísinn. Fór síðan um borð aftur til að
sækja meiri mannafla, og kvaddi til ferðar með sér stýrimann og 8 háseta. Þegar
kænan var að leggja af stað frá skipinu, báðu þrír af skipverjum þeim, sem
eftir voru, um leyfi til að fara yfir í aðra fiskiskútu, Gunnvöru, er lagzt
hafði örskammt í burtu. Var þeim veitt leyfið og stigu þeir út í skipsbátinn,
sem þó var fullhlaðinn áður. Tók þegar að renna inn í hann sjór að afta, og sáu
allir, að fyllast myndi. Ruddust þá einhverjir fram í ofboði, en við það
stakkst kænan á endann og sökk með alla mennina, þrettán saman. Kom hún ekki
upp fyrr en löngu síðar, né heldur mennirnnir. Skipstjóri á Gunnvöru lét þegar
höggva bátinn þar úr tenglsum og hleypa niður. Jafnframt var kastað út köðlum
og bjarghringum, því að slysið vildi til rétt hjá, og sáu Gunnvarar-menn það
margir. En allt kom fyrir ekki. Mönnunum sást ekki skjóta upp, fyrr en eftir
langan tíma, og voru þá allir drukknaðir.
Veður var hvasst nokkuð á norðan, en sjólaust þó inni á höfninni.
Líkin fundust öll nema eitt. Voru þau flutt til Reykjavíkur og jarðsungin þar,
tólf saman.
Heimild: Skútuöldin lll bindi bls. 304-305.
20.06.2016 10:12
Steffano EK 1601. ESKS.
17.06.2016 04:52
Guðrún. LBMN.
16.06.2016 09:43
Kútter Ása GK 16. LBCQ.
15.06.2016 09:06
Skonnortan Sigurborg.
14.06.2016 08:27
Kútter Hvanney BA 9. LBTM.
- 1
- 2