Blog records: 2016 N/A Blog|Month_1
31.01.2016 11:34
Loftskeytaklefinn úr togaranum Geir RE 241.
30.01.2016 11:11
975. Bjartur NK 121. TFGT.
Hinn 14. þ. m. kom skipið Bjartur NK 121, hið síðara skip, sem Síldarvinnslan hf. keypti í Austur-Þýzkalandi, til Neskaupstaðar. Þegar Barði, fyrra skipið, kom, var ég veikur og gat ekki skoðað hann, en var hressari þegar hið síðara skip kom og brá ég mér þá um borð. Ég fór fyrst inn í stjórnklefann (stýrishúsið). Þar stóð Jóhann Sigurðsson, tollþjónn, vakt og ruddi hann mér strax braut inn í skipstjóraklefann. Þar voru fyrir fjórir menn og var mér þar vel tekið. Skipstjóri, Filip Höskuldsson, bauð mér strax sæti. Hinir aðrir, er þar voru, Guðgeir Jónsson, bílstjóri, Kristinn Sigurðsson, forstjóri og Högni Jónasson, bílstjóri, báðu mig umi að gera vísu í tilefni af komu skipsins, en það kom enginn andi yfir mig þá og því varð engin vísa. En til þess að gera þeim einhverja úrlausn bið ég Austurland fyrir vísur, sem komu í hug mér þegar heim kom og sendi ég þeim þær hér með:
Bjartur kom í heimahöfn
hlaðinn beztu kostum,
allvel fær í úfna dröfn,
illviðrum og frostum.
Semsagt fær í flestan sjó
farkostur hinn bezti.
Honum gifta gefist nóg
og gæfa í veganesti.
Líkt er það með Barða og Bjart,
báðir í nýjum flíkum,
útlitið er ekki svart
með útgerðina á slíkum.
Valdimar Eyjólfsson.
29.01.2016 09:34
Reykjavíkurhöfn 2 júní 2014.
28.01.2016 11:24
Reykjavíkurhöfn um 1930.
27.01.2016 20:25
934. Þráinn NK 70. TFBR.
Telja má fullvíst, að v. b. Þráinn NK 70 hafi farist
fyrir sunnan land á þriðjudaginn með allri áhörn 10 mönnum. Var báturinn á leið
til Vestmannaeyja af síldarmiðunum og heyrðist síðast til hans snemma á
þriðjudagsmorgun. Þegar báturinn lét svo ekkert til sín heyra næst þegar hann
átti að láta af sér vita, var hafin leit. Fundizt hefur ýmislegt lauslegt, sem
tilheyrði bátnum. Eigandi Þráins var Ölver Guðmundsson, útgerðarmaður í
Neskaupstað. Bátinn hafði hann leigt til Vestmannaeyja í hátt á annað ár.
Þráinn var smíðaður í Svíþjóð árið 1943, en endurbyggður og stækkaður á
Akureyri fyrir fáum árum. Hann var 85 1. að stærð.
Með Þráni NK 70 fórust þessir menn:
- Grétar
Skaftason skipstjóri f. 26.10.1926
- Helgi
Kristinsson stýrimaður f. 12.11.1945
- Guðmundur
Gíslason vélstjóri f. 2.11. 1942
- Gunnlaugur
Björnsson vélstjóri f. 13. 01.19941
- Einar
Þorfinnur Magnússon matsveinn f. 27.07.1928
- Marvin
Einar Ólason háseti f. 2.05.1944
- Gunnar
Björgvinsson háseti f. 5.9.1950
- Tryggvi
Gunnarssonháseti f. 3.07.1949
- Hannes
Andresson háseti f. 29.11.1946
26.01.2016 19:53
Flak togarans Egils rauða NK 104 undir Grænuhlíð.
Símun Elías Christiansen háseti Þórshöfn. 2.Sigurd Hentze
háseti Skopun. 3.Jallgrim Nielsen háseti Þórshöfn. 4.Adrian Hentze háseti
Skopun. 5.Karl Tausen háseti Rúnavík. 6.Hildebjart Olsen háseti Skálavík. 7.Berg
Nielsen háseti Þórshöfn. 8.Símun Joensen háseti Gjógv. 9.Hilmar Larsen háseti
Dal.
Miðjuröð frá vinstri:
1.Axel Óskarsson loftskeytamaður Neskaupstað. 2.Vittus Zachariasen háseti Sandi.
3.Olavur Joensen háseti Skopun. 4.Marteinn Hjelm háseti Neskaupstað. 5.Johannes
Jacobsen háseti Rúnavík. 6.Leivur Clementsen háseti Skopun. 7.Johan Peter
Petersen háseti Skálavík. 8.Tórálvur Mohr Olsen háseti Sandi. 8.Vilmundur
Guðbrandsson bræðslumaður Neskaupstað.
Fremst frá vinstri:
1.Evald Viderö háseti Sandi. 2.Helgi Jóhannsson matsveinn Neskaupstað. 3.Guðjón
Marteinsson 1 stýrimaður Neskaupstað. 4.Guðmundur Ísleifur Gíslason skipstjóri
Neskaupstað. 5.Pétur Hafsteinn Sigurðsson 2 stýrimaður Neskaupstað. 6.Sófus
Gjöveraa háseti Neskaupstað. 7.Egin Örvarodd háseti Sandi. 8.Olrik Christiansen
háseti Þórshöfn. 9.Einar Hólm 2 vélstjóri Eskifirði. Á myndina vantar Guðmund I
Bjarnason 1 vélstjóra og Guðmund Arason bátsmann Reykjavík.Þeir sem fórust hétu:
Stefán Einarsson 3 vélstjóri Neskaupstað.
Atli Stefánsson Kyndari Neskaupstað
Hjörleifur Helgason kyndari Neskaupstað.
Magnús Guðmundsson háseti Fáskrúðsfirði.
Sófus Skoralíð háseti Dal í Færeyjum.
Strandstaður Egils rauða. Ég tók þessa mynd í ferð þangað 25 júní árið 2005.
Togarinn Egill rauði NK 104. Ljósm: Guðbjartur Finnbjörnsson.
Það má geta þess að í óveðri þessu fórust einnig tveir breskir togarar um 90 sjómílur norður af Horni, það voru togararnir Lorella H 455 og Roderigo H 135 frá Hull. Það hefur ávallt verið talað um mannskaðaveðrið mikla, 26 janúar 1955, enda orð að sönnu því þennan dag fórust 45 sjómenn, og flestir þeirra á besta aldri. Hér fyrir neðan læt ég fylgja með myndir af bresku togurunum sem fórust.
Togarinn Roderigo H 135. (C) Mynd: James Cullen.
Togarinn Lorella H 455. (C) Mynd: James Cullen.
26.01.2016 09:24
Breski togarinn Kingston Peridot H 591 ferst 26 janúar 1968.
Í Bretlandi var mjög mikið skrifað um hvarf togaranna
og ekkjur sjómannanna sem fórust með þeim ákváðu að senda Harold Wilson
forsætisráðherra áskorun um að rannsókn færi fram og að stjórnvöld beittu sér
fyrir því að öryggi togarasjómanna yrði bætt. Var ákveðið að sjómannskonur og
fulltrúar frá verkalýðsfélagi færu til Lundúna og afhentu þar áskorun til
Wilsons. En áður en lagt var í hann bárust válegar fréttir frá Íslandi. Svo hörmulegar og ógnþrungnar að út yfir tók. Fólk hlustaði agndofa á fréttirnar og enn á ný höfðu embættismenn konunglegu nefndarinnar ærinn starfa. Vonir þeirra um að það illa væri yfirstaðið þegar þeir höfðu tilkynnt aðstandendum áhafnanna á Kingston Peridot og St Romanus að þær væru taldar af rættust ekki. Enn urðu þeir að ganga hús úr húsi og flytja váleg tíðindi.
Heimildir: Þrautgóðir á raunastund. XVll bindi.
Bæjarins besta. febrúar árið 2008.
25.01.2016 21:55
Sjö Kveldúlfstogarar.
24.01.2016 12:17
Síldveiðiskip Hans Lindahl Falcks Konsúls við Ísland um og eftir 1900.
Reknetaveiðar Falcks konsúls hér við land. Hr. Falck konsúll í Stavangri, sem tvö síðustu árin hefir gert út gufuskip og seglskip meðfram til reknetaveiða hér við land, hefir bæði árin ritað hr. stórkaupmanni Thor E. Tulinius skýrslu um þetta fyrirtæki. Skýrslan um reknetaveiðarnar 1900 mun hafa verið prentuð í »ísafold«. Nú hefir »Norðurlandi« verið send skýrslan 1901, og er hún dagsett 12. okt. síðastl. í fyrra fekk hr. Falck 536 tunnur af síld í reknet. Síldin var góð, en meðferðinni á henni nokkuð ábótavant. Allgóð vara varð úr henni. Eftir þá reynslu, sem Falck konsúll hafði fengið fyrsta árið, bjó hann skip sín betur úr garði í ár, tvö gufuskip, »Albatros« og »Bremnæs« og tvær seglskútur, »Solo« og »Duo«. Öll þessi skip voru að fiskiveiðum hér við land og seldu fiskinn á Seyðisfirði og ísafirði. Svo var fyrir þau lagt, að þegar dimmt væri á nóttum, skyldu þau fást við síldarveiði í reknet, og seglskúturnar áttu að stunda þær veiðar, þegar tilefni væri til þess, bæði til þess að afla sér beitu og til söltunar. »Albatros« kom með 517 tunnur til Noregs, »Bremnæs« með 309 tunnur. »Solo« og »Duo« komu hvort um sig með 45 tunnur, auk þess, sem þau notuðu til beitu. Þetta verða alls 916 tunnur. Veður var ekki hagstætt og við það bættist það, að síldin kom fyr en hún var vön að koma, og þegar skipin komu á fiskistöðvarnar, var sfldin í allsmáum torfum. Eina nótt lágu »Bremnæs« og »Albatros« rétt hvort hjá öðru; þá nótt fekk »Bremnæs 100 tunnur, en »Albatros« ekki nema eina. Síldin, sem veiddist, var stórsíld, og við aðgreining á henni og söltun reyndust fara um 300 síldir í fulltroðna tunnu (90 kg.) Hún var fyrirtaks-góð, og »því engin furða, þó að eg fengi hátt verð fyrir hana,« segir konsúllinn. »Eftir þessar tilraunir er það ljóst, sem eg gerði mér í hugarlund þegar í fyrra, að við ísland og umhverfis það er fyrirtaks-góð síld, en landsmenn hafa hennar ekki not, af því að þeir eru sér ekki ( útvegum um áhöld til að veiða hana. Reyndar hefir mér veizt sú ánægja, að fleiri hafa nú gert dálitlar tilraunir til að fara sömu leiðina, og ýmsum íslendingum hefi eg veitt aðstoð með kaup á netjum og frætt þá um það, sem þeir hafa æskt eftir, um veiðina og meðferðina á síldinni. Svo mikla athygli hafa tilraunir mínar vakið á íslandi, að eg efast ekki um, að á næsta ári muni margir fleiri útvega sér net.. Þessar veiðar má reka á slúffum, skútum og gufuskipum, í stuttu máli, á hvers konar skipum, sem vera skal. En netin verða' þá að vera löguð eftir því, sem við á. Mér virðist svo, sem þessar veiðar ætti að stunda til muna á íslandi, og að íslendingar ættu að gera það, því að varan hefir þessi tvö ár, og einkum í ár, reynst svo góð, að jafnvel þótt markaðurinn sé offyltur, má búast við að fá gott verð fyrir hana. Norðurland 1 árg. 1901-1902. 6 tbl. 5.11.1901.
Árið 1899 byrjaði norskt fyrirtæki, sem hét Havfiskecompaniet, reknetaveiðar fyrir Norðurlandi, undir stjórn Hans L. Falks. Tilraunir þessar gáfust vel og einnig voru þær reyndar af öðrum við Austurland og í Faxaflóa. Næstu árin á eftir var þetta algeng veiðiaðferð, sem gaf miklar vonir um góðan árangur.
Sumarið 1904 komu um 100 norsk skip til Siglufjarðar. Á meðal þeirra voru nokkrir "stórir barkar", sem áttu að vera fljótandi stöðvar, til að salta og geyma síldina í. Þetta ár markar tímamót í síldveiðum við Ísland, vegna nýrrar veiðitækni. Tvö norsk gufuskip, Atlas og Albatros, komu með snurpinót, öðru nafni herpinót, á Íslandsmið og veiddu mjög vel. Þetta nýja veiðarfæri er upphaflega bandarískt. Talið er að sjómenn á Rhode Island hafi fundið herpinótina upp árið 1826 og notað hana til smáfiskaveiða. Norðmenn kynntust nótinni 1876 og munu hafa verið fyrstir Evrópuþjóða til þess að reyna þessa aðferð við síldveiðar. Tilraunir þeirra og Svía um 1880 heppnuðust vel. Það var Hans L. Falk konsúll í Stavanger, sem fyrr er nefndur, sem taldi möguleika á því að nota slíka nót við síldveiðar eins og við aðrar smáfiskaveiðar og sendi því skipin á Íslandsmið. Þann 26. júlí 1904 var fyrstu tvö hundruð tunnunum af herpinótasíld landað á Siglufirði. Þessi tvö skip veiddu mjög vel um sumarið, en reknetaskipunum gekk frekar illa og þau veiddu lítið. Varð þetta til þess að gjörbreyta veiðivenjum og þessi nýja aðferð ruddi sér til rúms. Með þessu hófst nýtt tímabil mikilla umsvifa á Siglufirði. Litla þorpið, sem áður var að mestu óþekkt utanlands og jafnvel innanlands, varð nú frægt fyrir hinar miklu síldveiðar, sem skip frá ýmsum þjóðum stunduðu þaðan. Í annað sinn höfðu norskir menn hafið landnám á Siglufirði, og þannig fetað í spor Þormóðs hins ramma Haraldssonar, þó með allt öðrum hætti væri.
Morgunblaðið 21 des 1997. / Siglfirskir söguþættir Ragnar Jónasson.
23.01.2016 22:16
33. Dettifoss ll. TFDA. Líkan.
22.01.2016 22:20
1585. Sigurfari ll SH 105. TFGH.
21.01.2016 21:47
Draugagangur eða hvað....?
Þessi mynd er ein af mjög fáum sem náðst hefur af íslenskum
Móra en það sést móta fyrir honum lengst til hægri á myndinni. Saga þessarar
myndar er með þeim hætti að Móri fylgdi öðrum manninum sem sést á myndinni
(ekki ljóst hvorum). Sá vildi aldrei láta taka mynd af sér og var þessi mynd
tekin í hans óþökk. Aðeins tveir menn voru þarna (auk myndatökumanns), þegar
myndin var tekin, en þegar hún var framkölluð sást móta fyrir Móra. Mynd þessi
vakti talsverða athygli á sínum tíma og var filman m.a. send í rannsókn en
ekkert fannst athugvert við hana. Mynd úr Laugdæling, uppsveitablað júní 2005.
Mér dettur í hug að myndin sé tekin út í Breiðafjarðareyjum, fjallgarðurinn til vinstri gæti verið Klofningurinn og Skarðsströndin. Þá væri myndin tekin í einhverjum inneyjanna, s.s. Rauðseyjar, Rúfeyjar eða Sviðnur. Þetta er nú bara hugdetta hjá mér, en landslagið er ekki ósvipað.
20.01.2016 09:46
Bátalíkön ll.
19.01.2016 14:18
147. Maí GK 346. TFKZ.
Í fegursta veðri sigldi hinn glæsilegi togari
Bæjarútgerðar Hafnarfjarðar, Maí, hingað inn á höfnina í gærdag, fánum
skrýddur. Mannfjöldi mikill var á bryggjunni til að fagna honum, og við það
tækifæri lék Lúðrasveit Hafnarfjarðar og Karlakórinn Þrestir söng nokkur lög.
Þegar landfestar höfðu verið bundnar, tóku til máls af stjórnpalli Adolf
Björnsson, formaður útgerðarráðs og Stefán Gunnlaugsson bæjarstjóri, sem buðu
togara og áhöfn velkomin. Fer hér á eftir lýsing á togaranum í stórum dráttum:
16,2 mílur í reynsluferð. Maí er 1000 tonn og hinn stærsti togari, sem
Islendingar hafa eignazt til þessa. Lengd er 210 fet. Breidd 34 fet. Dýpt 17
fet. Allar vélar og hjálparvélar í skipinu eru MAN-vélar frá Þýzkalandi.
Aðalaflvél er 2280 hestöfl. Maí er fyrsti íslenzki togarinn með fullkomna
skiptiskrúfu, þannig að vélin er alltaf látin ganga áfram, hvort sem skipið er
keyrt áfram eða afturábak. Með skurði á skrúfunni má ákveða hvort skipið er
keyrt áfram eða afturábak, og má því nota hagkvæmasta snúningshraða vélar
hverju sinni, og skiptir það sérstaklega miklu máli, ef um krítiskan
snúningshraða er að ræða. Ljósavélar eru þrjár, tvær 135 hestöfl hvor og ein 40
hestöfl, til notkunar þegar skipið liggur við landfestar. MAN-vélar hafa þann
kost að nota má ódýrari olíur en á venju legar dieselvélar. Togvindumótor er
227 kw. 1 Maí er Sal-log hraðamælir af nýrri gerð og með tæki er honum fylgir
má kanna fiskmagn í vörpunni hverju sinni. Tveir Decca radarar eru í skipinu,
annar með sendiorku 45 kw., en hinn 20 kw., en draga hvor 48 mílur. Ný gerð er
af Sperry-lóran. 1 stað þess að eftir eldri gerð lóran þurfti margvíslega
útreikninga við staðarákvörðun, reiknast staðarákvörðun út sjálfkrafa eftir
hinni nýju gerð. Loftskeytatæki eru frá Telefunken í Þýzkalandi og m. a. er
stuttbylgjustöð, sem gerir fært að tala megi frá Nýfundnalandi til Þýzkalands.
Kallkerfi er komið fyrir í tólf stöðum í skipinu af svonefndri Intercon-gerð
frá Marconi. Gíróáttaviti og sjálfstýring er í 'skipinu. í Maí eru taeki til
þess að dæla 70-80 gráða heitum sjó frá fjórum stöðum í skipinu, ef um ísingu
er að ræða. Þá er algjör nýung, að í framsiglu er komið fyrir rafmagnshitun, er
nota má ef ísing sezt á siglutréð, og getur hún brætt allan klaka af á
örstuttum tíma. Fiskleitartæki eru af Kelvin Hughes gerð. Perulag er á stefni,
sem á að auka ganghraða og draga úr veltingi miðað við fyrri gerð stefna.
Lestar eru 27 þúsund kúbíkfet, almuníumklæddar, og eiga að rúma 500-550 tonn af
fiski. Séfstakur góðfiskklefi er ofanþilfars, sem rúmar 5-10 tonn.