25.01.2016 21:55

Sjö Kveldúlfstogarar.

h/f Kveldúlfur var stofnað 22 mars árið 1912 í Reykjavík. Stofnandi þess var Thor Jensen og synir hans, Thorsararnir eins og þeir voru nefndir, en þeir voru einhverjir umsvifamestu athafna og stjórnmálamenn á Íslandi á fyrri hluta 20 aldar. Tilgangur félagsins var að stunda útgerð og flytja út fiskafurðir. Fyrsta árið átti Kveldúlfur einn togara en keypti og verkaði fisk frá öðrum skipum og flutti út til Kaupmannahafnar. Fyrirtækið rak saltfiskverkun í Reykjavík og nágrenni. Kveldúlfur stækkaði og keypti fleiri togara og byggði höfuðstöðvar við Skúlagötu árið 1914. Þar voru geymslur fyrir útgerðina, þvottahús og þurrkhús fyrir fisk og geymslupláss fyrir verkaðan fisk. Skrifstofur Kveldúlfs voru á neðri hæð. Kveldúlfur var eftir 1920 stærsti atvinnurekandi á Íslandi. Talið er að skipverjar á skipum félagsins hafi á tímabili verið 250-350 en landverkafólk sem starfaði við síldarsöltun og saltfiskvinnslu var miklu fleira. Bræðurnir Richard og Ólafur báru mesta ábyrgð á rekstri Kveldúlfs á þessum tíma, Richard stjórnaði fjármálum og erlendum samskiptum en Ólafur var andlit fyrirtækisins og málsvari.
Kveldúlfur var stærsta útgerðarfélag á Íslandi fram að seinni heimstyrjöld og gerði út sjö togara þegar mest var. Eftir styrjöldina dró úr umsvifum þess og fór svo að lokum að aðeins einn togari var eftir í rekstri og var hann að lokum seldur árið 1971. h/f Kveldúlfur var formlega afskráð árið 1977.

Sjö kveldúlfstogarar við bryggju. Næstur okkur er Arinbjörn hersir RE 1 og utan á honum er Egill Skallagrímsson RE 165. fleiri þekkjast nú ekki.                                                              Ljósm: óþekktur. 
Flettingar í dag: 646
Gestir í dag: 51
Flettingar í gær: 681
Gestir í gær: 32
Samtals flettingar: 723992
Samtals gestir: 53724
Tölur uppfærðar: 25.4.2024 16:57:18