Færslur: 2016 Apríl
30.04.2016 08:42
1327. Arnarborg ÍS 260. TFOH. Síðasti spölurinn undir Íslensku flaggi...
29.04.2016 09:00
Forseti RE 10. TFGD.
28.04.2016 08:18
Vorkvöld við höfnina.
27.04.2016 10:56
E.s. Edda l. TFCB.
26.04.2016 10:58
Snorri goði RE 141. LBMG / TFYC.
25.04.2016 06:46
E.s. Suðurland. NDJS / LCGT / TFCA.
Suðurland var smíðað hjá Helsingör Jernskibs & Maskinbyggeri í Helsingör í Danmörku árið 1891 fyrir A/S. Östbornholmske Dampskibsselskab í Nexö á Borgundarhólmi. Skipið hét M. Davidsen. 287 brl. 350 ha. 2 þjöppu gufuvél. 38,40 x 6,21 x 4,86 m. Smíðanúmer 33. Skipið strandaði við Hamarinn á norður odda Borgundarhólms, 24 maí 1901. Áhöfn og farþegar komust heil á land. Skipið var þá í áætlunarferðum með farþega og vörur á milli Borgundarhólms og Kaupmannahafnar. Skipið náðist út og það dregið til Helsingör þar sem það var tekið í slipp. Ekki vildi betur til en svo að skipið fór á hliðina og sökk þegar verið var að taka það upp. Skipið náðist upp og var endurbyggt. Skipið var selt 22 janúar 1920, Eimskipafélagi Suðurlands h/f í Reykjavík. Skipið hét Suðurland. Skipið var endurmælt, mældist þá 217 brl. Skipið var selt 16 janúar 1932, Hlutafélaginu Skallagrími í Borgarnesi. Skipið var talið ónýtt og því siglt til Reykjarfjarðar á Ströndum árið 1935 og því lagt upp í fjöru í Djúpavík og notað sem vistarverur fyrir starfsfólk sem vann í síldarbræðslunni sem reist var þar á árunum 1934-35.
24.04.2016 09:43
E.s. Hekla. MDSQ / TFAB.
Kristján Bjarnason, 1. stýrimaður
Jón H. Kristjánsson, 2. stýrimaður
Jón Erlingsson, 2. vélstjóri
Ásbjörn Ragnar Ásbjörnsson
Sveinbjörn Ársælsson, loftskeytamaður
Hafliði Ólafsson, háseti
Bjarni Þorvarðarson, háseti
Sigurður Þórarinsson, háseti
Viggó Þorgilsson, háseti
Haraldur Sveinsson, háseti,
Karl. Þ. Guðmundsson
Matthías Rögnvaldsson
Sverrir Símonarson, kyndari
23.04.2016 08:42
19. Askur RE 33. TFND.
22.04.2016 10:35
E.s. Villemoes. NSMP / LCFM / TFEB.
Villemoes var smíðað hjá Porsgrund Mekaniks Verksted í Porsgrund í Noregi árið 1914 fyrir A/S D/S Jyden ( J
Villemoes ) í Esbjerg í Danmörku og fékk nafnið Villemoes. Smíðanr: 72. 775
brl. 550 ha. gufuvél. Ríkissjóður Íslands keypti skipið í maí 1917 og var nafni
skipsins haldið óbreyttu. Eimskipafélagi Íslands var falinn rekstur skipsins og
var það haft í millilandasiglingum, en hafði einnig viðkomu í innanlandshöfnum.
Auk þess var það um tíma í leigusiglingum vestan hafs. Eftir að
flutningar á olíu hófust með tankskipum hér við land árið 1928 hafði
ríkissjóður ekki lengur þörf fyrir Villemoes, en hann hafði annast flutninga á
olíu í tunnum til innanlandshafna. H/f Eimskipafélag Íslands keypti þá skipið
og fékk það nafnið Selfoss l. Selfoss var í förum milli Íslands og Evrópulanda,
en hóf Ameríkusiglingar á árum seinni heimstyrjaldarinnar. Selfoss var í
tveggja mánaða leigu hjá Bandaríkjamönnum árið 1943 og þá í siglingum við
vesturströnd Grænlands. Í stríðslok hóf skipið aftur Evrópusiglingar. Hinn 19.
desember 1950 lenti Selfoss í árekstri við danska skipið Skjold, sem var í eigu
DFDS, á Schelde-fljóti þegar skipið var nýlagt af stað frá Antwerpen til
Íslands. Talsverðar skemmdir urðu á skipinu sem snéri aftur inn til Antwerpen
þar sem viðgerð fór fram á því. Árið 1956 var Selfoss seldur til niðurrifs í
Belgíu og afhentur þar 9. febrúar sama ár. Selfoss var síðasta kolakynta
gufuskipið í eigu Eimskipafélagsins.
E.s. Villemoes. Mynd: Handels & Söfartsmuseets.dk
21.04.2016 07:53
1160. Freyja RE 38. TFAS.
20.04.2016 10:42
Togarar Kveldúlfs við bryggju á Hjalteyri um 1917.
19.04.2016 11:54
Nýsköpunartogarar á frímerkjum ll.
18.04.2016 10:07
Gufuvélin og vélarúmið í togaranum Ver GK 3 frá Hafnarfirði.
17.04.2016 09:45
B.v. Haukanes GK 3 slitnar upp í óveðri í Hafnarfjarðarhöfn 18 febrúar 1973.
Togarinn
Haukanes lagðist við aðalgötuna.
Í gær tókst að ná Haukanesinu á flot, en mótorbáturinn
Hringur dró togarann á háflóðinu rétt fyrir kl. 9 um morguninn. Botn togarans
var nokkuð dældaður og var smávegis leki, er skipið var dregið af dráttarbátnum
Magna til Reykjavikur. Togarinn Haukanes slitnaði frá bryggju á sunnudagsmorgun
rétt yfir kl. 7 í miklum veðurofsa að vestan, og rak togarann upp í fjöru fyrir
framan Fjarðargötuna. Haukanesið verður tekið upp í slipp í Reykjavik.
Þjóðviljinn 20 febrúar 1973.
16.04.2016 08:40
E.s. Skálholt. NJLV.
- 1
- 2