Færslur: 2018 Mars
31.03.2018 19:07
1487. Máni EA 307. TFYL.
Ásbjörg ST 9
1 júlí sl. afhenti Skipasmíðastöðin Skipavík h.f. í
Stykkishólmi nýtt 47 rúmlesta eikarfiskiskip, sem er nýsmíði nr. 15 hjá
stöðinni, og hlaut skipið nafnið Ásbjörg ST 9. Skip þetta er byggt eftir sömu
teikningu og nýsmíði nr. 14, Kristbjörg ÞH 44 (8. tbl. Ægis '75), hjá umræddri
stöð. Eigendur skipsins eru Benedikt Guðjónsson, sem jafnframt er skipstjóri,
Daði Guðjónsson og Guðlaugur Traustason, Hólmavík. Fremst í skipinu, undir
þilfari, er lúkar en þar fyrir aftan fiskilest, þá vélarúm, káeta og stýrisvélarrúm
aftast.
Fremst í fiskilest er ferskvatnsgeymir og keðjukassi, en brennsluolíugeymar eru
í síðum vélarúms. Vélarreisn og þilfarshús, aftan til á þilfari, eru úr áli.
Aðalvél skipsins er Caterpillar, gerð D 343 TA, sex strokka fjórgengisvél með
forþjöppu og eftirkælingu, sem skilar 365 hö við 1800 sn/mín. Vélin tengist
skiptiskrúfubúnaði með niðurfærslugír (4.6:1) frá Fernholt og Giertsen af
gerðinni PB 1-43. Skrúfa er 3ja blaða, þvermál 1400 mm.
Ægir. 15 tbl. 1 september 1977.
30.03.2018 21:32
Norðfjarðartogararnir Egill rauði og Goðanes við bryggju í Neskaupstað.
Nýsköpunartogarar Norðfirðinga, Egill rauði og Goðanes við innri bæjarbryggjuna í Neskaupstað á vordögum árið 1952. (C) Guðni Þórðarson.
Norðfjarðartogararnir
nýkomnir af Grænlandsmiðum
Neskaupstað. Frá fréttaritara Þjóðviljans.
Norðfjarðartogararnir hafa nú báðir landað hér á Norðfirði saltfiski er þeir
veiddu á Grænlandsmiðum. Goðanes 334 tonnum og Egill rauði 379 tonnum.
Goðanes kom til Norðfjarðar í gærmorgun frá Færeyjum, en þangað flutti það
færeyska sjómenn sem verið höfðu á skipinu. Nauðsynlegar lagfæringar verða nú
framkvæmdar á togurunum og fara þeir í slipp, en að því loknu fara þeir báðir á
veiðar, en þó sennilega ekki fyrr en um mánaðamót.
B.v. Egill rauði NK 104. TFKC. (C) Róbert Ingi Guðmundsson. (Ringi)
B.v. Goðanes NK 105. TFUD. (C) Róbert Ingi Guðmundsson. (Ringi)
Atvinnutæki
nýsköpunaráranna
undirstaða góðrar afkomu fólksins
Þar skildum við síðast við Neskaupstað að hátíðisdögum 25
ára afmælisins var lokið og framundan önn virkra daga. Sú fregn hafði borizt að
Egill rauði væri væntanlegur næstu daga með 300 lestir af fiski. Og ekki þarf
að dveljast lengi á Norðfirði til að finna hvernig nýsköpunartogararnir tveir,
Egill rauði og Goðanes, móta atvinnulíf bæjarins og veita beint og óbeint
hundruðum bæjarbúa lífsuppeldi. Í hátiðaræðu Bjarna Þórðarsonar bæjarstjóra var
vikið að atvinnumálum og horfum í Neskaupstað. Ég bað hann að segja lesendum
Nýja tímans nokkru nánar frá bæjarmálunum, og koma hér spurningar mínar og svör
hans. :
Hver er þáttur bæjarins í atvinnulífinu? Hvað snertir þátttöku í
framleiðslunni, má heita, að rekstur togaranna og fiskverkun við þann rekstur
sé eina beina þátttaka bæjarins í framleiðslustörfunum. Bærinn á og rekur tvo
togara, Egil rauða og Goðanes. Þessi rekstur er það umfangsmikill, að bærinn er
stærsti atvinnurekandinn á staðnum. Hvert er gildi togaranna fyrir atvinnulíf
bæjarbúa? Með sanni má segja, að á síðustu árum hafi afkoma bæjarbúa að
langmestu leyti byggzt á togaraútgerðinni. Vegna margra ára aflabrests á
fiskimiðum Austfirðinga hefur bátaflotans gætt miklu minna í atvinnulífinu en
eðlilegt getur talizt. Til að viðhalda atvinnu í bænum hefur verið lögð á það
áherzla, að togararnir legðu hér upp afla sinn, en vegna fjarlægðar staðarins
frá helztu fiskimiðum togaranna hefur heimalöndun í þetta stórum stíl oft verið
útgerðinni fremur óhagstæð. Á togurunum hafa margir sjómenn atvinnu sína og á vegum
togaranna beinlínis starfar fjöldi verkafólks, sem hefur þaðan meginhluta tekna
sinna. Sú vinna er fyrst og fremst við afgreiðslu skipanna, skreiðarverkun,
saltfiskverkun, pökkun á saltíiski og skreið o. s. frv. Skreiðarverkun
togaranna er allmikil og fylgir henni mikil vinna. Sama er að segja um
saltfiskverkunina. Á síðasta ári höfðu mörg heimili góðar tekjur af að taka
saltfisk til verkunar (sólþurrkunar) í ákvæðisvinnu. Auk þess er svo geysimikil
vinna, sem ekki er beinlínis á vegum togaranna, en er þó að þakka rekstri
þeirra. Er þar einkum átt við hráefnisöflun þeirra fyrir frystihúsin, en að
undanförnu hafa þau einkum unnið úr togarafiski. Einnig hafa þurrkhúsin fyrst
og fremst haft togarafisk til verkunar. Erfitt er að sjá, hvernig menn hefðu
getað lifað hér á síðustu árum, ef togaranna hefði ekki notið við.
Hvernig eru atvinnuhorfur og afkomuhorfur manna yfirleitt? Þeirri spurningu er
erfitt að svara svo að á verði byggt. Bær, sem byggir alla afkomu sína á
fiskveiðum eins og Neskaupstaður gerir, býr alltaf við mikið öryggisleysi í
þessum efnum. En þess má geta, að nú um mörg ár hafa heildartekjur bæjarbúa
vaxið jafnt og þétt ár frá ári og hafa án efa aldrei verið eins háar og,
síðasta ár, þó að tölur þar að lútandi liggi ekki fyrir enn. Það sem af er
þessu ári má telja, að atvinna hafi verið góð, þótt eyður séu þar í, og tekjur
verkafólks góðar. Um framtíðarhorfur vil ég sem mlnnst segja vegna óvissunnar
sem alltaf fylgir fiskveiðunum. En þó má geta þess, að ef unnt verður að reka
togarana, má fullyrða, að bæjarbúar muni fyllilega halda í horfinu hvað afkomu
snertir. En neyðist bærinn til að stöðva
rekstur togaranna um lengri tíma, má telja víst, að afkoma manna versni
stórum, nema að svo vel vildi til, að afli glæddist aftur á Austfjarðamiðum.
Hvað vantar helzt til framhaldandi vaxtar bæjarins? Það er sitt af hverju, sem
okkur vantar. Af atvinnutækjum held ég að við höfum mesta þörf fyrir hæfilega
stóra síldarbræðslu, svo okkur megi takast að notfæra okkur síldveiðarnar við
Austurland. Bærinn hefur gert talsverðar uppfyllingar, en við getum ekki orðið
samkeppnisfærir fyrr en bræðslan er fengin. Í vor verður haldið áfram að gera
uppfyllingu og við það batnar enn aðstaðan til söltunar. Ég tel rétt, að
hlutafélag framleiðenda reisi bræðsluna, gjarnan með þátttöku hafnarsjóðs og
bæjarsjóðs. En ef á allt er lítið, verður að telja, að Norðfirðingar séu vel
settir með framleiðslutæki. Þau eru að vísu einhæf, eingöngu, eða svo til,
miðuð við fiskveiðar og hagnýtingu sjávarafla, en þau eru góð og afkastamikil.
Nýi Tíminn. 17 júní 1954.
30.03.2018 06:38
B. v. Úranus RE 343. TFUG.
Ýmsar breytingar voru gerðar á teikningu togarans, s.s. settur á skipið pólkompás sem staðsettur var framan á brúnni, pokabómur festar upp undir salningu. Þær vísuðu þá lárétt út þegar pokinn var hífður út og náði lengra en venjulegar bómur sem vísuðu skáhallt upp og voru festar neðarlega á mastrið. Úranus var jafnframt fyrsti togarinn sem smíðaður var með hærri lunningar sem náðu aftur að svelgnum. Áður höfðu togarar Tryggva, Neptúnus og Marz fengið hækkaðar lunningar en þær náðu aðeins aftur fyrir vantinn.
Ég hef fengið í hendurnar mikið safn mynda sem Atli Michelsen fyrrum skipverji á Úranusi tók þar um borð af skipsfélögum sínum og mörgu öðru. Eru þetta ómetanlegar heimildir um sögu Nýsköpunartogaranna. Ég mun birta þær hér á síðunni á næstunni. Þakka ég Atla kærlega fyrir afnot myndanna.
Úranusi
hleypt af stokkunum
Í gær var hleypt af stokkunum í skipasmíðastöð Alexander
Hall í Aberdeen, nýsköpunartogaranum Úranus RE 343. "Úranus" er af minstu
gerð nýsköpunartogaranna, 175 fet á lengd. Eigandi hans er h.f. Júpíter hjer í
Reykjavík, en framkvæmdastjóri fjelagsins er Tryggvi Ófeigsson. Var hann
viðstaddur athöfnina, ásamt dóttur sinni, Herdísi, er Skýrði skipið.
Morgunblaðið. 6 október 1948.
B.v. Úranus RE 343 í smíðum hjá Alexander Hall í Aberdeen veturinn 1949.
Mynd úr safni Hafliða Óskarssonar.
B.v. Úranus RE 343 nýsmíðaður hjá Alexander Hall í Aberdeen. Ljósmyndari óþekktur.
Úranus kemur
í dag
Í dag kemur nýsköpunartogarinn Úranus hingað til lands. Er
þetta næst síðasti togarinn, sem samið var um smíði á. Úranus er eign h.f.
Júpíters hér í Reykjavík. Skipstjóri er hinn kunni aflamaður Bjarni
Ingimarsson. Einn togari, utan tveggja dieseltogara, er enn í smíðum í Englandi
og er það Svalbakur, sem bojarútgerð Akureyrar á.
Vísir. 5 apríl 1949.
B.v. Úranus RE 343 að landa afla sínum í Hull. (C) Hull Daily Mail.
Úranus seldi
í gær í fyrsta sinn
Nýjasti eimtogari Íslendinga, Úranus, seldi afla sinn í
fyrsta sinn í Englandi gær. Afli togarans var 4.715 kit eftir 15 daga veiðiför
hér við Iand og seldist fyrir 15.241 sterlingspund. Skipstjóri á Úranusi er
Bjarni Ingimarsson, einn fengsælasti skipstjóri togaraflotans. Markaður í
Englandi er lélegur um þessar mundir á karfa og ufsa, en góður á öðrum
fisktegundum. Í þvi sambandi má geta þess, að í byrjun desember á s.l. ári féll
fiskverðið í Englandi og Þýzkalandi um 2/6 sh. Þýðir það nálægt 600 punda lægri
sölu á sama magni og Úranus seldi að þessu sinni. Lætur nærri, að ef togararnir
ganga allt árið, þýði þessi lækkun um 200 þúsund króna lægri sölur.
Vísir. 30 apríl 1949.
Landað úr togaranum Úranusi RE á sjötta áratugnum. Hluti aflans er verið að spyrða á bryggjunni.
B.v. Úranus RE 343 með trollið á síðunni. Á myndinni sést hvað pokabóman var staðsett hátt í mastrinu. (C) Sigurgeir B Jónasson.
Óttast
er um "Úranus" á Nýfundnalandsmiðum
Síðast heyrðist til hans á sunnudagskvöld
Ofsaveður
hamlar leit skipa og flugvéla
Tekið er að óttast um
Reykjavíkurtogarann Úranus, sem að undanförnu hefur verið að veiðum á
Nýfundnalandsmiðum, en þangað fór hann 28. desember. Á Úranusi er 28 manna
áhöfn, skipstjóri er Helgi Kjartansson , en eigandi togarans er Júpiter h.f.
Ekki hefur heyrzt til togarans síðan á sunnudagskvöld . Hafði togarinn Þormóður
goði samband við Úranus síðast klukkan 10. Engir aðrir íslenzkir togarar voru
þá á Nýfundnalandsmiðum, en togararnir Pétur Halldórsson og Þorsteinn
Ingólfsson sigldu fyrir nokkru áleiðis þangað vestur, en sneru við er þeir áttu
200 mílur ófarnar á miðin vegna slæmrar veðurspár og frosta. Þeir Úranus og
Þormóður goði héldu heimleiðis af miðunum á laugardagskvöld. Þormóður var í gær
rúmlega hálfnaður heim, því kl. 2 í gær barst Bæjarútgerð Reykjavíkur skeyti
frá honum þar sem sagði, að skipið væri þá komið 664 mílur áleiðis, en því
miðaði hægt vegna veðurs.
Kanadiski flugherinn var beðinn aðstoðar og er hann þess albúinn að hefja leit
að Úranusi. Bandaríska strandgæzlan hefur líka sent skip á vettvang. Þá hefur
Upplýsingaþjónusta Bandaríkjanna hér greint frá, að allar herflugvélar
Bandaríkjamanna á leið milli Keflavíkur og Bandaríkjanna muni hlusta vel í
loftskeytatæki sín og þær, sem verði yfir leitarsvæðinu í björtu muni svipast
um eftir togaranum. Í gærkveldi símaði fréttaritari Mbl. í St. Johns á
Nýfundnalandi, eftirfarandi: Bandaríska strandgæzluskipið "Half Moon" er
að nálgast aðalleitarsvæðið, um 70 mílur undan norðausturströnd Nýfundnalands,
eða 100 mílur fyrir norðan Gander. Aðeins eitt annað skip er á þessum slóðum,
eftirlitsskipið "Charlie", einnig frá strandgæzlunni. Enn er beðið veðurs
svo að leit geti hafizt úr lofti, því veðrið á leitarsvæðinu er enn slæmt.
Vindhraðinn í dag var þar 65 mílur á klst. og sagður stórsjór. Í dag voru öll
skip á nálægum slóðum látin vita af leitinni og flugvélar úr björgunardeild
kanadíska flughersins stóðu til taks í herstöðvunum Argentia og Torbay á
Nýfundnalandi og Goose Bay á Labrador.
Talið er að síðast hafi heyrst frá Úranusi sunnudaginn 10. janúar kl. 4,50,
(Nýfundnalandstími), en þá sagði hann að veðrið væri mjög slæmt.
Morgunblaðið. 13 janúar 1960.
B.v. Úranus RE 343 á toginu. (C) Sigurgeir B Jónasson.
Úranus
fundinn og skipshöfn hans heil á húfi
Senditæki togarans voru biluð
Úranus er fundinn. Ég var að hlusta á samtal
björgunarflugvélarinnar við Þormóð goða núna á stundinni. Það er allt í lagi
hjá þeim á Úranusi nema talstöðin. Þeir eru á leiðinni heim. Þannig frétti Mbl.
hin miklu gleðitíðindi kl. rúmlega 5 í gær. Togari, sem ekkert hafði heyrzt til
síðan á sunnudagskvöld var kominn fram og var á heimleið með skipshöfn sína
heila á húfi. Það var Karl Sigurðsson, aðstoðarbryti á Gullfossi, sem hringdi
fréttina til blaðsins. Hann hafði setið við útvarpstæki sitt og reynt að fylgjast
með fréttum af leitinni af Úranusi.
Rétt á eftir bárust blaðinu fregnir af samtölum milli skipverja á Þormóði goða
og vandamanna heima í Reykjavík. Þormóður goði: Þeir eru búnir að finna hann.
Kona í Reykjavík: Eru þeir búnir að finna hann, guði sé Iof. Þormóður goði: Já,
hann er tæpum 200 mílum á eftir okkur. Konan: Ó, hvað það er dásamlegt.
Þormóður goði: Það voru eitthvað biluð hjá honum senditækin og hann getur ekki
látið til sín heyra, en það virðist allt vera í lagi hjá honum. Konan: Almáttugur
guð, hvað maður er búinn að vera hræddur.
Slík voru fyrstu viðbrögð fólksins í landi við gleðitíðindunum. Heit
fagnaðarbylgja fór um alla Reykjavík, þegar fregnin barst út um bæinn. Í hinum
gamla sjómannabæ ríkti síðara hluta dags í gær djúp og þakklát gleði meðal
almennings. Á heimilum sjómannanna á Úranusi snérist nagandi kvíði og óvissa
upp í einlægan fögnuð og tilhlökkun til heimkomu ástvina, frænda og vina. Það
var flugvél frá varnarliðinu, sem fann skipið kl. 16.45 í gær, en með henni
voru tveir menn frá Landhelgisgæzlunni, Guðmundur Kærnested og-Guðjón Jónsson.
Var skipið þá um 195 mílum á eftir Þormóði goða, statt á 57,58 gr. norður
breiddar og 33,45 gr. vestur lengdar. Voru loftskeytatæki skipsins í ólagi, en
skipverjar gáfu merki um að allt væri í lagi, og óskuðu ekki aðstoðar. Úranus
var síðdegis í gær, er hann fannst, í norðurjaðri storm svæðisins á þessum
slóðum, en þaðan og heim var hæg austanátt. Mun skipið hafa verið ca. 490 mílur
frá Reykjanesi og kemur væntanlega heim á föstudag eða laugardag. Er skipið
fannst, hafði ekki náðst samband við það í hátt á þriðja sólarhring. Kl. 22.30
á sunnudagskvöld hafði Þormóður goði samband við Úranus, en þá voru bæði skipin
komin á heimleið af Nýfundnalandsmiðum. Veður fór þá vaxandi, komin 10 -11
vindstig.
Er Þormóður goði náði ekki sambandi við Úranus á mánudag, var
loftskeytastöðinni tilkynnt um það og bandaríska strandgæzlan og kanadíski
flugherinn beðinn um aðstoð. Hófu strandgæzluskip og síðan flugvélar leitina,
en leitarskyggni fyrir flugvélar var slæmt. Var leitað miklu vestar en togarinn
reyndist vera, þar eð fyrst og fremst var svipazt um eftir honum þar sem síðast
hafði til hans heyrzt. Hafði Úranus lagt að baki meira en helming leiðarinnar
heim síðdegis í gær. Flugvélar á leið yfir hafið höfðu einnig hlustað í
loftskeytatæki sín, og Hekla, flugvél Loftleiða var búin að búa sig undir að
leggja lykkju á leið sína og svipast um eftir Úranusi í gær. Skipshöfnin á
Úranusi í þessari veiðiferð voru:
Helgi Kjartansson, skipstjóri, Holtsgötu 22.
Jóhannes Sigurbjörnsson, 1. stýrimaður, Víðimel 23.
Ægir Egilsson, 2. stýrimaður, Stangarholti 16.
Viggó E. Gíslason, 1. vélstjóri, Mávahlíð 24.
Sveinbjörn Helgason, 2. vélstj., Mánagötu 19.
Hlöðver Magnússon, 3. vélstj., Knoxbúðum E-22.
Þórður Jónasson, loftskeytamaður, Nökkvavogi 3.
Hálfdán Ólafsson, 1. matsv., Bergstaðastræti 45.
Ægir Gíslason, 2. matsveinn, Skúlagötu 64.
Einar Sigurðsson, kyndari, Múlabúðum 20.
Þorbjörn Friðriksson, kyndari, Vesturgötu 26.
Kristinn Guðmundsson, bátsmaður, Ásgarði 53.
Birgir Egilsson, netamaður, Stangarholti 16, bróðir Ægis, 2. stýrimanns.
Haraldur Ragnarsson, netamaður, Snorrabraut 40.
Joachim Kaehler, þýzkur maður til heimilis í Þjóðminjasafnsbyggingunni.
Hreiðar Einarsson, háseti, Barmahlíð 37.
Ólafur Jónsson, háseti, Stykkishólmi.
Pétur Hraunfjörð, háseti, Heimahvammi, Blesugróf.
Sigurður Jóhannsson, háseti, Bakkag. 2.
Halldór Magnússon, háseti, Mel, Breiðholtsvegi.
Hörður ívarsson, háseti, Vesturgötu 26A.
Ágúst Guðjónsson, háseti, Akurgerði 3.
Bræðurnir Guðmundur og Ívar Steindórssynir, Teigi, Seltjarnarnesi.
Jurgen Scheffer, háseti, Laugavegi 68.
Uwe Eggert, háseti, Selás 6.
Konrad Braun, til heimilis í Aachcen, V-Þýzkalandi.
Morgunblaðið. 14 janúar 1960.
B.v. Úranus RE 343 heldur til hafs úr Reykjavíkurhöfn. Ljósmyndari óþekktur.
B.v. Úranus RE 343 við bæjarbryggjuna í Neskaupstað sennilega árið 1973. Lengst til vinstri sést í skorstein 1137. Barða NK 120. Utan á bryggjunni er 1278. Bjartur NK 121 sem nýlega er kominn heim eftir 49 sólarhringa siglingu frá Niigata í Japan. Ljósmyndari óþekktur.
B.v. Úranus RE 343 eftir brotið sem hann fékk á sig suðaustur af Færeyjabanka í febrúar árið 1962. Mynd úr safni Hafliða Óskarssonar.
Íslenskir
togarar í óveðri
Brotsjór tók bátana og laskaði Úranus
Norðaustan stormur og óveður hefur geisað suðaustur af Færeyjabanka, eins og skýrt hefur verið frá í blaðinu og skip lent þar í miklum erfiðleikum. Nokkrir íslenzkir togarar hafa verið á ferðinni á þessum slóðum og þremur þeirra hlekkzt á. Úranus missti bátana í brotsjó og fleira brotnaði ofanþilja, stýrið á Júní skemmdist er það var á leið norsku skipi til hjálpar og smávægileg bilun varð hjá Skúla Magnússyni. Ekki er getið um í skeytum að neitt hafi orðið að mönnum og öll eru skipin á heimleið. Ekkert mun hafa orðið að öðrum togurum á þessum slóðum. Veðrið var í gær að ganga niður.Kl. 6 á föstudagsmorgun fékk Úranus á sig brotsjó, er skipið var statt 250 sjómílur suðaustur af Færeyjum á heimleið. Í skeyti til útgerðarfélagsins, sem var 12 tíma að komast til viðtakanda, var sagt að Úranus hefði misst báða björgunarbátana, og tvo gúmmíbáta, allar bátauglur séu stórskemmdar og ónýtar, loftventill yfir kyndistöð gjörónýtur, reykháfur mikið doldaður, ein plata á vélarrist dælduð, en aðrar sýnilegar skemmdir ekki stórvægilegar. Útgerðarfélagið Júpiter h.f. sendi Úranusi fyrirspurn um það hvernig veður væri. Kom svar í fyrrinótt, þar sem sagði að veður færi batnandi og Úranus væri kominn á Færeyjabanka og virtist allt í lagi með ferð skipsins. Jafnframt lét Júpiter skipaskoðun ríkisins vita um atburðinn svo og skoðunarstjóra Lloyds. Þess má geta að Úranus mun enn hafa tvo 12 manna gúmmíbáta um borð.
Morgunblaðið. 18 febrúar 1962.
29.03.2018 21:16
1937. Björgvin EA 311 í Hafnarfjarðarhöfn í dag.
Björgvin EA
311
Nýr skuttogari, m/s Björgvin EA 311, bættist við
fiskiskipastólinn 26. Júlí s. I. en þann dag kom skipið í fyrsta sinn til
heimahafnar sinnar, Dalvíkur. Björgvin EA er smíðaður hjá Flekkefjord Slipp
& Maskinfabrikk A/S, Flekkefjord í Noregi, smíðanúmer 142 hjá stöðinni, en
er hannaður hjá Skipatækni hf. í Reykjavík. Björgvin EA er fimmtándi
skuttogarinn, sem umrædd stöð smíðar fyrir Íslendinga, en auk þess hefur stöðin
séð um smíði á einum skuttogaraskrokk (Björgúlf EA) fyrir Slippstöðina.
Skrokkar allra þessara togara eru smíðaðir hjá Kvina Verft í Flekkefjord, sem
annast hefur þann þátt smíðinnar fyrir Flekkefjord Slipp & Maskinfabrikk.
Hinn nýi Björgvin kemur í stað samnefnds skuttogara, sem einnig var smíðaður
hjá Flekkefjord Slipp & Maskinfabrikk (afhentur í janúar 1974) fyrir sömu
útgerð. Gamli Björgvin hefur nú verið seldur til Noregs. Björgvin EA er með
búnaði til heilfrystingar á karfa og gráluðu, auk búnaðar til ísfisk
meðhöndlunar.
Björgvin EA er í eigu Útgerðarfélags Dalvíkinga hf., Dalvík. Skipstjóri á
skipinu er Vigfús R. Jóhannesson og yfirvélstjóri Hafsteinn Kristinsson.
Framkvæmdastjóri útgerðar er Valdimar Bragason.
Mesta lengd 50.53 m.
Lengd milli lóðlína (VL=4.80 m) ... 48.15 m.
Lengd milli lóðlína (perukverk) 44.78 m.
Breidd (mótuð) 12.00 m.
Dýpt að efra þilfari 7.30 m.
Dýpt að neðra þilfari 4.80 m.
Djúprista (hönnunar) 4.80 m.
Eigin þyngd 1.138 tonn.
Særými (djúprista 4.80 m) 1.564 tonn.
Burðargeta (djúprista 4.80 m) 426 tonn.
Lestarými 480 m3
Meltugeymar 78.5 m3
Brennsluolíugeymar (forðageymar) ... 121.3 m3
Set- og daggeymar 12.7 m3
Ferskvatnsgeymar 77.8 m3
Sjókjölfestugeymir 24.1 m3
Ganghraði (reynslusigling) 14.2 sjómílur.
Rúmlestatala 499 brl.
Skipaskrárnúmer 1937.
Ægir. 8 tbl. 1 ágúst 1988.
29.03.2018 08:52
87. Heiðrún ÍS 4. TFQM.
Vélskipið Heiðrún ÍS 4 var smíðuð
hjá Skipasmíðastöð KEA á Akureyri árið 1944 fyrir Hlutafélagið Grím í
Borgarnesi. Hét fyrst Hafborg MB 76. Eik. 92 brl. 240 ha. Lister díesel vél.
Skipið var endurmælt árið 1947, mældist þá 101 brl. Selt 16 desember 1952, Rún
h/f í Bolungarvík, hét Heiðrún ÍS 4. Ný vél (1956) 360 ha. Lister díesel vél.
Selt 18 júní 1968, Jóni Magnússyni á Patreksfirði og Hjalta Gíslasyni í
Reykjavík, skipið hét Vestri BA 3. Selt 5 febrúar 1972, Árna Sigurðssyni og
Reyni Ölverssyni í Keflavík, skipið hét Sólfell GK 62. Talið ónýtt og tekið af
skrá 18 desember árið 1973.
Vélskipið Heiðrún ÍS 4. (C) Snorri Snorrason. Úr safni Atla Michelsen.
V.s. Hafborg
MB 76
Nýlega bættist nýtt skip í fiskiflota okkar, nefnilega
vélskipið Hafborg MB. 76, smíðað af skipasmíðastöð KEA á Akureyri, en
yfirsmiður var Gunnar Jónsson. Eigandi er h.f. Grímur í Borgarnesi,
framkvæmdastjóri Friðrik Þórðarson. Skipinu var hleypt af stokkunum hinn 6. maí
s.l, þá nærri fullsmíðuðu, og fór reynsluför sína 14. s.m. Stærð þess er sem
hér segir: Sjómannablaðið Víkingur. 6-7 tbl. 1 júlí 1944. Tvö
fiskiskip bætast við flota Bolvíkinga Rún h.f.
kaupir 100 tonna skip
Brúttó 92.22 rúmlestir.
Undir þilfari 78.08.
Nettó 37.90.
Lengd 24.90 metrar.
Breidd 5.84.
Dýpt 2.54.
Aðalvél skipsins er Lister-Dieselvél, 320 hestöfl, en hjálparvél 8 hestafla vél
sömu tegundar. Olíugeymar rúma ca. 10 tonn. Í reynsluferðinni náðist 10.2
sjómílna hraði á klst., með 580 snúningum (mest 600 snúningar), en fullhlaðið á
venjulegri ferð (ca. 500 snún.), hefir skipið náð 9.6 sjómílna hraða í góðu
veðri. Að smíði er skipið hið vandaðasta að öllu leyti, íbúðum skipverja
haganlega komið fyrir, og allur frágangur með afbrigðum snyrtilegur, enda er
yfirsmiður skipsins þegar orðinn landskunnur fyrir vandvirkni sína. Skipið
hefir þegar farið eina ferð með ísfisk til Englands og reyndist þá ágætis
sjóskip undir hleðslu. Fullhlaðið bar það 73 tonn fiskjar með 17.5 tonnum af
ís, auk fullra olíugeyma. Skipið mun síðar líklega stunda togveiðar. Skipstjóri
skipsins er Kristján Pétursson, áður stýrimaður á v.s. Eldborg, sem er eign
sama félags.
Hafborg MB 76 við bryggju á Siglufirði. (C) Sigurgeir B Jónasson.
Völusteinn h.f. lætur smíða 50 tonna skip
Nýlega hefur Rún h.f. í Bolungarvík, en framkvæmdastjóri
þess og aðaleigandi er Einar Guðfinnsson, útgerðarmaður í Bolungarvík, fest
kaup á skipinu Hafborg frá Borgarnesi, sem er 100 smálestir að stærð og er með
240 hestafla Lister-dieselvél. Hafborg hefur nú hlotið nýtt nafn, Heiðrún, og
er skrásetningarnúmer hennar ÍS 4. Heiðrún er komin til Bolungarvíkur og er nú
um það bil að hefja róðra með línu, en þegar líður á veturinn er ætlunin að
skipið fari á togveiðar. Skipstjóri er Halldór G. Halldórsson og stýrimaður
Eggert Sigurmundsson.
Þá er Völusteinn h.f. í Bolungarvík, framkvæmdastjóri Guðfinnur Einarsson, en
aðalhluthafi þess félags er Einar Guðfinnsson, að láta byggja skip í
Fredriksund í Danmörku. Er það 50 tonna skip, búið öllum nýtízku siglingartækjum.
Vonir standa til að skip þetta komi til landsins í apríl n.k. Það er ekki að
efa, að Bolvíkingum er mikill fengur að komu þessara skipa og er það
eftirtektarvert að á tímum erfiðleika og allskyns ófarnaðar hjá bátaútgerðinni,
skuli vera hægt að lyfta slíku Grettistaki sem þessu. Mikil er gæfa
Bolungarvíkur, að eiga slíka einstaklinga, sem hafa bæði kjark, áræði og trú á
framtíð byggðarlags síns. Kjarkmiklir og dugandi einstaklingar eru ávalt
traustir hornsteinar hvers þjóðfélags. Það er einlæg ósk Vesturlands, að bæði
þessi skip verði eigendum, sjómönnum og öðrum Bolvíkingum til arðs og gæfu.
Vesturland. 1 tbl. 16 janúar 1953.
25.03.2018 06:58
Snæfugl SU 20. TFMQ.
Snæfugl SU 20 var einn af sjö bátum sem smíðaðir voru eftir þessari teikningu Bárðar. Fimm þeirra fórust á rúmsjó og einn þeirra brann.
Snæfugl SU 20 í Vestmannayjahöfn. (C) Torfi Haraldsson. Úr safni Tryggva Sigurðssonar.
Svíþjóðarbátur
til Búðareyrar
Í gær kom hingað til Búðareyrar einn Svíþjóðarbátur. Hann er
rúmlega 80 smálestir, hefur 215 ha. Atlas-dieselvél. Ganghraði um 9 mílur. Hann
fer væntanlega á síldveiðar í dag. Bátur þessi heitir Snæfugl, eign samnefnds
útgerðarfélags. Skipstjóri á leiðinni upp var Júlíus Kemp, en skipstjóri í
sumar verður Bóas Jónsson frá Eyri. Báturinn reyndist vel á leiðinni hingað.
Var komu bátsins mjög fagnað og fánar dregnir að hún. Bátur þessi er smíðaður í
Landskrona í Svíþjóð, en á leiðinni hingað kom hann við í Álaborg og tók þar
sementsfarm.
Þjóðviljinn 17 júlí 1946.
Snæfugl SU 20 í höfn á Reyðarfirði með fullfermi síldar. (C) Geir Gunnlaugsson.
Eitt af
systurskipum Borgeyjar sent
til Austurlands án rannsóknar
Forseti
Slysavarnafélagsins var á móti því,
að báturinn færi áður en rannsókninni
lýkur
Snæfugl frá Reyðarfirði, eitt af systurskipum
"Borgeyjar", fór í gær héðan frá Reykjavík með vörur til Austfiarðahafna;
Voru um það skiptar skoðanir, hvort skipið skyldi leggja úr höfn áður en
rannsókninni á sjóhæfni þessara báta er lokið. Var forseti slysavarnafélagsins
eindregið á móti því, að báturinri fengi að fara úr höfn, en
skipaskoðunarstjóri taldi ekki ástæðu til að stöðva bátinn.
Blaðið átti í gær tal við slysavarnafélagið um þetta mál og taldi það vítavert,
að skipinu skyldi leyft að hlaða hér vörur og flytja þær til Austfjarða, áður
en rannsókn á sjóhæfni skipsins hefur farið fram. Taldi það skyldu
skipaskoðunarstjóra að stöðva skipið og sjá svo um, að systraskip "Borgeyjar''
væru ekki í förum fyrr en rannsókn á þeim hefði farið fram, en eins og kunnugt
er hefur samgöngumálaráðherra skipað nýja rannsóknarnefnd í tilefni
Borgeyjarslyssins, og á hún sem fyrst að ljúka rannsókn á sjóhæfni allra
Svíþjóðarbátanna, sem eru af sömu gerð og Borgey var. Blaðið sneri sér síðan
til Ólafs Sveinssonar skipaskoðunarstjóra og spurðizt fyrir um álit hans á
þessu máli. Kvaðst skipaskoðunarstjóri ekki sjá ástæðu til að stöðva
"Snæfugl" enda hefði hann farið um borð í skipið og fullvissað sig um
hleðslu þess. Sagðist hann hafa bannað, að hafa dekklest á skipinu, og væri
hleðslan ekki meiri en svo, að fríborðið væru tveir plankar. Sagðist
skipaskoðunarstjóri að sjálfsögðu hafa leyfi til að stöðva skip, ef um
ofhleðslu væri að ræða, eða ef hleðsla þeirra væri kærð; en um slíkt væri ekki
að ræða í þessu sambandi.
Alþýðublaðið. 22 nóvember 1946.
Snæfugl SU 20. Líkan Gríms Karlssonar. (C) Þórhallur S Gjöveraa.
Snæfugl SU 20 í kröppum sjó. (C) Ljósmyndasafn Eskifjarðar.
Snæfugl SU 20. Síðasta kastið. Það var skipverji á Skagaröst KE sem tók þessa ljósmynd.
Snæfugl SU 20. Stutt í endalokin. Ljósmyndari óþekktur.
Vélskipið Guðmundur Péturs ÍS 1 bjargaði áhöfninni af Snæfugli. Guðmundur Péturs var einn af hinum svokölluðu Tappatogurum, smíðaður í Stralsund í Austur Þýskalandi árið 1958 eftir teikningu Hjálmars R Bárðarsonar. (C) Snorri Snorrason. Úr safni Atla Michelsen.
Vélskipið
Snæfugl SU 20
Sökk á
5 mínútum
Talað við skipstjóra björgunarskipsins
Vélbáturinn Snæfugl, SU 20, fórst klukkan 22 í kvöld um 4
mílur suðsuðaustur af Seley. Skipið var á leið inn með afla, er veður versnaði,
og bar slysið mjög brátt að. Skipstjórinn gat rétt kallað út, að skipið væri að
sökkva og gafst enginn tími til þess að gefa upp staðarákvörðun, en bað 250
tonna stálskip, sem væri ný farið fram hjá sér, að koma strax til hjálpar.
Síðan heyrðist ekkert til Snæfuglsins, en skipstjórinn á 250 lesta stálskipinu
hafði tekið vel eftir, er hann sigldi fram hjá Snæfuglinum og sneri þegar í
stað við. Það var Trausti Gestsson á Guðmundi Péturs frá Bolungarvík og
örskömmu síðar fann hann gúmbát Snæfugls á sjónum. Til allrar hamingju voru
allir skipverjar Snæfugls heilir á húfi í bátnum og voru þeir teknir um borð í
Guðmund Péturs. Guðmundur Péturs kallaði á Gunnar, SU 139, sem einnig er 250
lesta stálskip og leituðu bæði skipin nokkra stund á staðnum, sem Snæfugl sökk
á, ef ske kynni, að nótin kæmi upp, en er Guðmundur Péturs lagði af stað til
lands, hafði sú leit ekki borið árangur. Guðmundur Péturs var væntanlegur með
skipbrotsmenn inn til Reyðarfjarðar um eitt leytið í nótt.
Snæfugl SU 20 var 79 tonna eikarbátur, byggður í Landskrona í Svíþjóð árið
1946, en systurskip hans hafa mjög týnt tölunni. Skipstjóri á Snæfugli var Bóas
Jónsson frá Reyðarfirði, en eigandi Snæfugl h.f., Reyðarfirði. Við náðum tali
af Trausta Gestssyni skipstjóra á Guðmundi Péturs, er hann átti eftir um
klukkustundar siglingu til Reyðarfjarðar í nótt. Ja, þetta fór vel úr því sem komið var, sagði
Trausti. Það er orðið slæmt veður hérna, Snæfuglinn var á leið inn með um 700
tunnur en við vorum með svo gott sem tómt skip, aðeins 80 tunnur. Við vorum
nýbúnir að fara fram hjá Snæfuglinum, þegar hann kallaði út, að hann væri að
sökkva og snerum náttúrlega strax við. Við vorum svo nýfarnir framhjá honum, að
við fundum mennina strax, þótt þeir hefðu engan tíma haft til að gefa upp
staðarákvörðun. Þeir voru 10 á og komust allir í gúmbátinn heilu og höldnu,
aðeins einn blotnaði í fæturna.
Það voru aðeins liðnar um tíu mínútur frá því
að hann kallaði og þar til við fundum gúmbátinn og þá var Snæfugl steinsokkinn.
Þetta hefur borið brátt að, en þó ekki meira en svo, að þeir hafa náð að komast
upp og hafa þó sjálfsagt flestir verið niðri og a. m. k. sumir í kojunum. Annars
vil ég ekki segja mikið um þetta, þeir segja frá því í sjóprófunum, hvað komið
hefur fyrir. Við leituðum dálítið að nótinni, þar sem Snæfugl sökk, ásamt
Gunnari SU, en hún var ekki komin upp, er við snerum inn til Reyðarfjarðar með
mennina.
Tíminn. 31 júlí 1963.
24.03.2018 04:49
2891. Kaldbakur EA 1 á leið í Barentshafið.
22.03.2018 05:50
2890. Akurey AK 10 bíður löndunar í Örfirisey.
19.03.2018 20:10
2889. Engey RE 1 í slipp.
2889. Engey RE 1. TFJG. Í slippnum nú í kvöld.
2889. Engey RE 1.
2889. Engey RE 1.
2889. Engey RE 1.
2889. Engey RE 1.
Engey og Cape Race í Slippnum. (C) Þórhallur S Gjöveraa. 19 mars 2018.
18.03.2018 09:23
2220. Svalbakur EA 2. TFCL.
2220. Svalbakur EA 2 við komuna til Akureyrar 22 apríl 1994. (C) Snorri Snorrason.
Cape Adair að verða Svalbakur EA 2 í Halifax. (C) Útgerðarfélag Akureyringa hf.
Svalbakur EA 2 sjósettur eftir nafnabreytinguna í Halifax. (C) Útgerðarfélag Akureyringa hf.
Mikill fjöldi fólks skoðaði Svalbak EA 2 Fyrsta skrefið til endurnýjunar stigið
Nýr togari, Svalbakur EA-2, bættist í togaraflota
Akureyringa sl. föstudag. Töluverður mannfjöldi hafði safnast saman þegar
skipið lagði að. Við komu skipsins sagði stjórnarformaður Útgerðarfélags
Akureyringa hf., Halldór Jónsson bæjarstjóri, m.a.:
"Við stöndum nú á tímamótum. Þau skip sem Útgerðarfélagið hefur keypt á
undanförnum árum hafa öll tengst kaupum á veiðiheimildum til að styrkja okkar
stöðu og viðhalda möguleikum okkar til að nýta okkar vinnslugetu. En nú er
þessu öðru vísi farið. Það er orðið tímabært að hefja markvissa endurnýjun á
okkar fiskiskipum sem mörg eru orðin nokkuð gömul. Fyrsta skrefið hefur verið
stigið með kaupum á þessu skipi og með því opnast möguleikar á að takast á við
ný verkefni.
Svalbakur er smíðaður í Danmörku árið 1989 og er sérstaklega styrktur til
siglingar í ís, auk þess að vera vel búinn tækjum og búnaði. Svalbakur er eitt
stærsta og fullkomnasta fiskiskip Íslendinga. Þróunin í veiðum er sú að sífellt
er sótt lengra og lengra og því nauðsynlegt að aðlaga veiðitækin að þeirri
þróun. Með þessu skipi opnast möguleikar til veiða á úthafinu og á rækju. Það
er ósk okkar að Svalbakur eigi eftir að færa mikla björg í bú".
Dagur. 26 apríl 1994.
Newfound Pioneer heitir skipið í dag. (C) Haukur Sigtryggur Valdimarsson.
2220. Svalbakur EA 2. Fyrirkomulagsteikning. (C) Ægir. 1 júní 1994.
Svalbakur EA
2
Nýr skuttogari bottist við flota Akureyringa 22. apríl sl.,
en þann dag kom Svalbakur EA 2 í fyrsta sinn til heimahafnar. Skuttogari þessi,
sem áður hét Cape Adair, er smíðadur árið 1989 fyrir Kanadamenn hjá Qrskov
Christensens Staalskibsvorft A/S í Frederikshavn í Danmörku, smíðanúmer 171 hjá
stöðinni. Hönnun skipsins var í höndum Nordvestconsult A/S í Álesund í Noregi.
Svalbakur EA er frystitogari með heilfrystilínu og rokjuvinnslulínu. Skipið er
storsta skip íslenska fiskiskipaflotans, ívið skrokkstærra en Arnar HU, sem
kemur fram í meiri dýpt að þilförum, og þá er aðalvélin sú aflmesta í
fiskiskipaflotanum. Skipið var smíðað undir eftirliti Germanischer Lloyd, en
fært yfir í Lloyd's Register, og er smíðað í mjög háum ísklassa, og er einnig
með flokkun á vaktfrítt vélarúm. Eftir að skipið kom til landsins voru gerðar
ákveðnar breytingar á búnaði á vinnsluþilfari. Hinn nýi Svalbakur EA kemur í
stað Svalbaks EA 302 (sk.skr.nr. 1352), 781 rúmlesta skuttogara, smíðaður árið
1969, en keyptur til landsins árið 1973. Þess má geta að umræddur togari var
flakavinnslutogari, þegar hann var keyptur til landsins, en sá búnaður tekinn
úr honum. Jafnframt hverfur úr rekstri frystitogarinn Guðmunda Torfadóttir VE
(2191), sem keyptur var til landsins á sl. ári, og lítill trébátur. Svalbakur
EA er í eigu Útgerðarfélags Akureyringa hf. Skipstjóri á skipinu er Kristján
Halldórsson og yfirvélstjóri Bergur Bergsson. Framkvomdastjóri útgerðar er
Gunnar Ragnars.
Mesta lengd 67.00 m
Lengd milli lóðlína 59.30 m
Breidd (mótuð) 14.00 m
Dýpt að efra þilfari 9.00 m
Dýpt að neðra þilfari 6.20 m
Eigin þyngd 2.067 tonn.
Særými (djúprisra 6.20 m)
3.308 tonna burðargeta (djúprista 6.20 m)
1.241 tonna Lestarrými (undirlest) 1.175 m3
Lestarrými (milliþilfarslest) 145 m3
Brennsluolíugeymar 657.4 m3
Ferskvatnsgeymar 48.0 m3 Stafnhylki (sjókjölfesta) 64.6 m3
Andveltigeymir (brennsluolía) 94.0 m3
Brúttótonnatala 2.291 BT Rúmlestatala 1.419 Brl.
Skipaskrárnúmer 2220.
Ægir. 6 tbl. 1 júní 1994.
Heimild: Haukur Sigtryggur Valdimarsson.
17.03.2018 08:33
616. Jón Guðmundsson KE 4. TFNY.
Fimmti nýi
báturinn til Keflavíkur
Keflavík, 4. apríl. Nýr bátur kom í morgun til Keflavíkur,
Jón Guðmundsson KE 4. Hann er smíðaður í Travemunde í Þýzkalandi eftir
teikningu Tryggva Gunnarssonar frá Akureyri. Í bátnum er 400 ha. Mannheim
dieselvél og öll nýjustu og beztu tæki til siglinga og fiskleitar.
Skipið reyndist mjög vel á heimleið. Skipstjóri er Arnbjörn Ólafsson, sonur
Ólafs Lárussonar eiganda bátsins, og verður hann einnig fiskiskipstjóri. Hann
fer á netaveiðar á morgun. Þetta er 5 nýi báturinn, sem kemur til Keflavíkur á
þessari vertíð.
Morgunblaðið. 12 apríl 1960.
616. Jón Guðmundsson KE 4. Líkan Gríms Karlssonar. (C) Þórhallur S Gjöveraa.
616. Stefán Rögnvaldsson EA 345. (C) Hafþór Hreiðarson.
616. Markús ÍS 777. (C) Jón Steinar Sæmundsson.
Markús ÍS
sökk í Flayteyrarhöfn
Trébáturinn Markús ÍS sökk í Flateyrarhöfn aðfararnótt
sunnudags en lensidæla skipsins var ekki í gangi. Guðmundur M. Kristjánsson,
yfirmaður hafna Ísafjarðarbæjar, segir bátinn á ábyrgð eigenda sinna og var
hann í þeirra umsjá. Reyna átti að ná bátnum upp á þriðjudag. Markús er gamall
trébátur sem var smíðaður árið 1960 og hefur ekki verið gerður út í nokkurn
tíma.
Bæjarins besta. 8 ágúst 2013.
616. Markús ÍS 777 sokkinn í höfninni á Flateyri. (C) Páll Önundarson.
Markús ÍS
sökk út af Sauðanesi
Þann 19. september 2013 var Markús ÍS 777 í drætti við
Sauðanes. Veður: NV 8 m/sek. Það var Kristbjörg ÍS 177 sem var á leiðinni með
Markús ÍS frá Flateyri til Ísafjarðar en þar átti hann að fara í niðurrif.
Þegar bátarnir voru staddir út af Sauðanesi slitnaði dráttartaugin og eftir
nokkurn tíma tókst að koma annarri taug á milli þeirra aftur en þá var Markús
ÍS orðinn talsvert siginn. Fljótlega eftir að lagt var að stað aftur sökk
Markús ÍS á stað 66°06'52N og 23°40'17V. (Markús ÍS sökk við bryggjuna á
Flateyri þann 3. ágúst 2013 eftir að hafalegið þar síðan í mars 2012). Málið
hefur ekki verið tekið fyrir.
Rannsóknarnefnd sjóslysa.
12.03.2018 17:56
2894. Björg EA 7 hélt í sinn fyrsta túr í gær.
2894. Björg EA 7 við bryggju á Akureyri.
11.03.2018 08:05
2949. Jón Kjartansson SU 111. TFFF.
2949. Jón Kjartansson SU 111 á leið til hafnar á Dalvík.
Eskja kaupir
uppsjávarskipið Charisma frá Hjaltlandseyjum
Eskja hf. hefur gengið frá samningi um kaup á nýju
uppsjávarskipi frá Lerwick á Hjaltlandseyjum. Skipið heitir Charisma, byggt
2003 í Noregi og er 70,7 metrar á lengd og 14,5 metrar á breidd. Aðalvél
skipsins er MAK 6.000 kw og 8.160 hestöfl.
Skipið ber 2.200 rúmmetra í 9 tönkum með RSW kælingu og mun koma til með að
leysa af hólmi aflaskipið Jón Kjartansson SU 111 sem kominn er til ára sinna en
hefur þjónað félaginu vel í gegnum tíðina. Charisma mun heita Jón Kjartansson
og reiknað með að Eskja fái skipið afhent í byrjun júlí.
Nýr Jón Kjartansson mun afla hráefnis í nýtt uppsjávarfrystihús sem tekið var í
notkun í nóvember á síðasta ári og fyrirhugað er að það fari á makrílveiðar í
byrjun ágúst næstkomandi.
Vefsíða Eskju. 7 júní 2017.
2949. Jón Kjartansson SU 111 á leið til hafnar á Dalvík.
2949. Jón Kjartansson SU 111 í höfn á Dalvík.
Alli ríki og foreldrar hans
Miklar breytingar hafa orðið á
skipakosti Eskju á Eskifirði á einu ári. Fjárfest hefur verið í nýrri skipum,
sem nú eru öll á makrílveiðum í síldarsmugunni norðaustur af landinu.
Nöfn skipanna eru gamalkunn úr útgerðarsögu Eskifjarðar og hafa mikla
þýðingu í sögu bæjarfélagsins. Um leið eru þau nátengd aðaleigendum
fjölskyldufyrirtækisins Eskju, þeim Björk Aðalsteinsdóttur og Þorsteini
Kristjánssyni. Í lok ágúst í fyrra gekk Eskja frá kaupum á norska
uppsjávarveiðiskipinu Libas, sem var eitt af stærstu fiskiskipum norska
flotans, 94 metrar að lengd og tæpir 18 metrar á breidd. Skipið fékk nafnið
Aðalsteinn Jónsson SU 11, en eldra frystiskip með sama nafni var selt til
grænlenska útgerðarfyrirtækisins Arctic Prime Fisheries, sem aftur
seldi það til Rússlands. Útgerðarfyrirtækið Brim hf. er hluthafi í grænlenska
fyrirtækinu.
Upp í kaupin á Aðalsteini Jónssyni gekk grænlenska uppsjávarskipið Qavak
GR 21 og fékk það nafnið Guðrún Þorkelsdóttir SU 211. Það er rúmlega 60
metra langt, smíðað 1999 í Noregi.
Í sumar keypti Eskja síðan uppsjávarskipið Charisma frá Hjaltlandseyjum,
en það er byggt í Noregi 2003 og er 70,7 metrar á lengd. Skipið fékk nafnið
Jón Kjartansson SU 111, en eldra skip með sama nafni er til sölu.
Daði Þorsteinsson Kristjánssonar er skipstjóri á Aðalsteini Jónssyni,
Grétar Rögnvarsson er skipstjóri á Jóni Kjartanssyni og Hjálmar Ingvason
er með Guðrúnu Þorkelsdóttur. Skipin afla öll hráefnis fyrir nýtt uppsjávarfrystihús
Eskju á Eskifirði sem tekið var í notkun í nóvember á síðasta ári. Stjórnarformaður
Eskju er Erna Þorsteinsdóttir.
Svo aftur sé vikið að nöfnum skipanna þá hóf Aðalsteinn Jónsson snemma
störf við útgerð og eignaðist fyrst hlut í bát árið 1946. Árið 1960 tók hann
við stjórn Hraðfrystihúss Eskifjarðar og var forstjóri fram til ársins 2000.
Foreldrar hans voru Jón Kjartansson póstur og Guðrún Þorkelsdóttir húsfreyja
og áttu þau saman sex börn. Aðalsteinn var þeirra næstyngstur. Nöfn skipanna
þriggja eru því sótt til Aðalsteins, Jóns og Guðrúnar.
Í minningapunktum um Aðalstein segir að rekstur fyrirtækisins hafi
einkennst af bjartsýni og áræði Aðalsteins, sem snemma fékk viðurnefnið
Alli ríki. Fyrirtækið var jafnan stærsti vinnuveitandi í byggðarlaginu.
Í lok sjötta áratugarins eignaðist félagið sitt fyrsta skip, Hólmanes, sem
var 130 tonna stálbátur smíðaður í Noregi, og var gert út á línu- og netaveiðar,
svo og á síldveiðar. Á árunum 1962-1970 eignaðist félagið nokkur skip af
stærðinni 150-260 tonn, sem gerð voru út á línu- og netaveiðar, síldveiðar og
togveiðar.
Í sérstöku félagi bræðranna Aðalsteins og Kristins Jónssonar, sem lengi
var stjórnarformaður Hraðfrystihúss Eskifjarðar, voru gerð út skipin Jón
Kjartansson og Guðrún Þorkelsdóttir og voru bæði mikil aflaskip, ekki
síst á síld.
1967-1968 hvarf síldin af Íslandsmiðum, en nokkrum árum síðar hófust veiðar
á loðnu til bræðslu. Eftir því sem þær veiðar jukust var talið nauðsynlegt
að fyrirtækið eignaðist skip til hráefnisöflunar og árið 1978 keypti félagið
780 tonna skip er fékk nafnið Jón Kjartansson SU-111, skipstjóri Þorsteinn
Kristjánsson. 1982 keypti félagið annað skip, 360 tonn, er fékk nafnið Guðrún
Þorkelsdóttir SU-211. Hætt var að gera það skip út 2003.
Eftir því sem árin liðu urðu breytingar í útgerð og áherslum og skipakosti
sömuleiðis. Aukin áhersla var lögð á vinnslu á loðnu, síld og öðrum uppsjávartegundum.
Nýtt uppsjávarskip kom til Eskifjarðar 2006 og fékk nafnið Aðalsteinn Jónsson.
Þá var hins vegar ekki að finna Guðrúnu Þorkelsdóttur í flota Eskfirðinga,
en það breyttist aftur í sumar. Alli ríki og foreldrar hans hafa því öll
verið á sjó síðustu vikurnar. Auk uppsjávarskipanna hefur Eskja frá 2010
gert út línubátinn Hafdísi SU 220.
Morgunblaðið. 28 september 2017.
Grétar Rögnvarsson skipstjóri í brúarglugganum. (C) Myndir: Haukur Sigtryggur Valdimarsson.
Charisma LK 362. (C) Richard Paton.
Jón
Kjartansson klár eftir breytingar
Seint í gærkveldi hélt hinn nýi Jón Kjartansson SU 111 frá
Akureyri áleiðið til heimahafnar á Eskifirði og mun stefnan vera sett á
loðnuveiðar á allra næstu dögum. Skipið hefur verið í miklum
breytingum frá því í byrjun nóvember hjá Slippnum á Akureyri.
Eru þær helstar að settur hefur verið nótabúnaður í skipið sem ekki var
áður, búin var til nótaskúffa settur niðurleggjari, ný kraftblökk
og nótarör ásamt öðrum verkum sem tengjast svona stóru verki en
alls tók verkið á þriðja mánuð.
Skipið var keypt frá Hjaltlandseyjum á síðasta ári og hét Carisma LK
362 og er 70.7 metrar á lengd 14.5 á breidd og 2.424 brúttótonn. það er
smíðað árið 2003 og er nánast eins og nýtt, allar vistarverur mjög glæsilegar
sem og brúin sem er vel búinn tækjum.
Kvótinn.is 15
febrúar 2018.
10.03.2018 14:29
E. s. Muggur. LBQT.
Árið 1898 keypti Pétur lítið gufuskip. Það skip skírði hann gælunafni sonar síns, Muggs. Pétur gerði skipið út á doríuveiðar með lóðir og var sá veiðiskapur nýmæli hér við land. Þessi veiðiskapur hentaði vel á fiskibönkunum við Nýfundnaland og Labrador, þar sem veður er stillt, en á Íslandsmiðum var þessi tilraun dæmd til að mistakast. Dönsku skipstjórarnir voru heldur ekki öflugustu mennirnir til að gera þá tilraun arðbæra, og mun Pétur hafa gefist upp á þessari nýbreytni eftir eitt sumar. Muggur komst þá í íslenska fiskveiðisögu sem fyrsta gufuskip Íslendinga, sem gert var út til lóðaveiða, en Súlan, sem Konráð Hjálmarsson gerði út frá Mjóafirði austur, hið næsta. Pétur mun hafa notað Mugg nokkuð til flutninga en seldi hann eftir tvö ár úr landi.
Gufuskipið "Muggur"
Gufuskipið "Muggur", eign hr kaupmanns P. J.
Thorsteinssonar & Co á Bíldudal, er nú þegar byrjaður fiskiveiðar, kvað
hann jafnan veiða á eða nærri Bolungarvíkurmiðum, og beita þar niður lóðir með
nýrri síld. Þykir Bolvíkingum þetta slæmur gestur, og segja hann spilla fyrir
veiðum almennings hér, þar sem enginn hafi slíka beitu að bjóða.
Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi. 16 febrúar 1899.
07.03.2018 19:39
2889. Engey RE 1 á útleið í dag.
- 1
- 2