Færslur: 2015 Október
31.10.2015 09:29
Þór RE 171.LBCG.
30.10.2015 09:39
Ingólfur Arnarson RE 153.LBMW.
29.10.2015 08:26
Valur RE 122.LBKG.
Valur RE 122 var smíðaður hjá Cochrane & Cooper í Beverley á Englandi árið 1894.137 brl.200 ha.Triple Expansion vél.Gæti hafa borið nafnið Northwold í upphafi.Seldur Árna Hannessyni í Reykjavík í maí 1908.P.J.Thorsteinsson & Co (Milljónafélagið) eignast togarann um áramótin 1908-09.Seldur í mars 1914,Fiskveiðahlutafélaginu Alpha í Hafnarfirði (Milljónafélagið gjaldþrota 1914).Togarinn var seldur til Noregs árið 1917.
28.10.2015 09:39
Eggert Ólafsson BA 127.LBMJ.
27.10.2015 12:23
Austri RE 238.LCHF.
26.10.2015 09:09
Vörður BA 142.TFZC.
Vörður BA 142 var smíði númer 555 hjá Deutsche Schiffs Und Maschinenbau A/G Seebeck Wesermunde (Bremerhaven) í Þýskalandi árið 1936 fyrir MacLine Ltd í London (Leverhulme Ltd) sem Northern Reward LO 168.625 brl.1000 ha.3 þjöppu gufuvél.Seldur í október 1937,Northern Trawlers Ltd í London.Tekinn í þjónustu breska sjóhersins í september 1939.Togarinn var m.a.í sömu skipalest og Goðafoss þegar Þýski kafbáturinn U-300 sökkti honum við Garðskaga,10 nóvember 1944.Í desember árið 1946 er togarinn skráður í Grimsby,sama nafn en GY 431.Seldur h/f Verði á Patreksfirði í mars 1947 og fær nafnið Vörður BA 142.Togarinn fórst í hafi á leið til Grimsby í söluferð,29 janúar 1950.5 skipverjar fórust en 14 skipverjar komust í björgunarbát og var bjargað þaðan um borð í togarann Bjarna Ólafsson AK 67 frá Akranesi.Vörður var af svonefndri "Sunlightgerð"en jafnan nefndur "Sáputogari"en þeir togarar voru alls 15 að tölu.
25.10.2015 16:12
Skúli fógeti RE 144.LBMQ.
24.10.2015 17:04
Bragi RE 147.LBMP.
Bragi RE 147 var smíðaður hjá Cochrane & Sons Ltd í Selby á Englandi árið 1912 fyrir Hlutafélagið Bræðurnir Thorsteinsson í Reykjavík.291 brl.550 ha.3 þjöppu gufuvél.Togarinn var seldur Hlutafélaginu Braga í Reykjavík,17 febrúar 1913.Seldur til Frakklands í desember árið 1917.29 október árið 1916 þegar Bragi var á leið til Fleetwood á Englandi að selja afla sinn,var hann hertekinn af Þjóðverjum sem hótuðu að sökkva togaranum en í stað þess tóku þeir hann í sína þjónustu næstu tvo mánuðina.Togarinn kom ekki heim til Reykjavíkur fyrr en 22 desember.Skipstjóri á Braga þá var Guðmundur Jóhannsson,þekktur togaraskipstjóri.Hann var síðar skipstjóri m.a.á Ara RE 147 í Halaveðrinu mikla í febrúar 1925.Hremmingum skipverjanna á Braga eru gerð góð skil í bókinni,Í særótinu eftir Svein Sæmundsson rithöfund.
22.10.2015 23:37
Snorri Sturluson RE 134.LCDB.
21.10.2015 19:45
Vínland RE 226.LCGM.
Vínland RE 226.Smíðaður í Hollandi árið 1917 ( Koopman í Dordrecht ? ) fyrir Th.Thorsteinsson í Reykjavík.Skipið kom ekki til landsins fyrr en 9 janúar 1919 vegna ófriðarins í Evrópu.305 brl.550 ha.3 þjöppu gufuvél.Seldur H.P.Duus í Reykjavík seinna sama ár,hét Ása RE 18.Togarinn strandaði á Dritvíkurtanga á Snæfellsnesi,20 desember 1925.Áhöfnin komst í björgunarbátanna og var bjargað um borð í Þýskan togara og fisktökuskipið La France sem flutti þá síðan alla til Hafnarfjarðar.Togarinn eyðilagðist á strandstað og brotnaði fljótt niður.
20.10.2015 22:59
Menja GK 2.LCJP.
19.10.2015 10:18
Walpole RE 239.TFZC.
18.10.2015 11:29
Ari RE 147.TFHD.
17.10.2015 08:21
Jón forseti RE 108.LBJT.
16.10.2015 10:45
Clementína ÍS 450.TFGC.
- 1
- 2