Færslur: 2015 Október

31.10.2015 09:29

Þór RE 171.LBCG.

Þór RE 171 var smíðaður í Hollandi árið 1904 fyrir Stoomvisscherji Mercurius í Hollandi,hét Donald IJM 103.264 brl.375 ha.3 þjöppu gufuvél.Kom til landsins árið 1916.Eigandi var Defensor h/f í Reykjavík frá því ári.Togarinn var seldur til Frakklands árið 1917.

                                                                                      Ljósmyndari óþekktur.

Togarinn Þór var eign nokkurra manna,sem stóðu að félaginu Defensor,er stofnað var árið 1915 í Reykjavík.Matthías Þórðarson frá Móum var einn af stofnendum félagsins og segir hann frá því í endurminningum sínum.Félagið var þannig til komið,að Matthías og nokkrir menn með honum keyptu flak af skipi,sem rekið hafði á land við Rauðará í Reykjavík árið 1911.Létu þeir rífa skipið,en það hafði heitið Defensor,og notuðu fé,er þeir fengu fyrir málm og annað úr því,til þess að reisa fiskverkunarstöð við Rauðará.Nefndu þeir hana Defensor eftir skipinu.Eigendur Þórs voru þessir;
Matthías Þórðarson fiskifélagsráðunautur,Magnús Magnússon og Jón Ólafsson,báðir í Alliance,Jóel Jónsson skipstjóri og Geo Copland kaupmaður.Þeir áttu togarann aðeins í rúmt ár,eða til ársins 1917 er hann var seldur til Frakklands eins og áður segir.

Hér fyrir neðan eru tvær myndir af togaranum þegar hann hét Donald IJM 103 þegar hann var gerður út frá Hollandi.  




                                                            
Ekki veit ég hver tók þessar myndir af togaranum en þær hafa verið teknar fyrir árið 1917 því þá bar hann nafnið Þór RE 171 og gerður út frá Reykjavík.Svo vil ég þakka Óskari Franz Óskarssyni fyrir veittar upplýsingar.Betra er að hafa það sem sannara reynist.


30.10.2015 09:39

Ingólfur Arnarson RE 153.LBMW.

Ingólfur Arnarson RE 153 var smíði númer 540 hjá Cochrane & Sons Ltd í Selby á Englandi árið 1912 fyrir P.J.Thorsteinsson og Fiskveiðafélagið Hauk í Reykjavík.306 brl.520 ha.3 þjöppu gufuvél.Árið 1914-15 er Fiskveiðafélagið Haukur eigandi skipsins.Togarinn var seldur til Grimsby árið 1917,hét þar Nebris GY 84.Seldur árið 1923,S.A. P cheries Ostendaises í Belgíu,hét Nebris O 104.Seldur aftur til Grimsby,10 apríl 1924,Consolidated Steam Fishing & Co,nafn og númer óþekkt,gæti hafa verið sama nafn.Togarinn var seldur í brotajárn árið 1936 -37.
                                                                                                                Ljósm: Magnús Ólafsson.

Árið 1912 tók Pétur ásamt sjö öðrum þátt í stofnun Fiskveiðafélagsins Hauks í Reykjavík og var Pétur framkvæmdastjóri.Félagið lét reisa bryggju og ýmsar byggingar við Reykjavíkurhöfn.Félagið lét smíða í Bretlandi togara sem fékk nafnið Ingólfur Arnarson RE 153.Var þetta stærsti togarinn á þessum tíma sem Íslendingar höfðu eignast.

29.10.2015 08:26

Valur RE 122.LBKG.

Valur RE 122 var smíðaður hjá Cochrane & Cooper í Beverley á Englandi árið 1894.137 brl.200 ha.Triple Expansion vél.Gæti hafa borið nafnið Northwold í upphafi.Seldur Árna Hannessyni í Reykjavík í maí 1908.P.J.Thorsteinsson & Co (Milljónafélagið) eignast togarann um áramótin 1908-09.Seldur í mars 1914,Fiskveiðahlutafélaginu Alpha í Hafnarfirði (Milljónafélagið gjaldþrota 1914).Togarinn var seldur til Noregs árið 1917.

                                                                                                  Ljósm: Magnús Ólafsson.

28.10.2015 09:39

Eggert Ólafsson BA 127.LBMJ.

Eggert Ólafsson BA 127 var smíði númer 109 hjá Cook Welton & Gemmell Ltd í Beverley á Englandi árið 1906 fyrir Alick Black í Grimsby,hét Invicta GY 146.259 brl.gufuvél frá C.D.Holmes & Co í Hull,stærð ókunn.Seldur 11 júní 1909,The South Western Steam Fishing & Co Ltd í Fleetwood,sama nafn og númer.Seldur í desember 1911,Pétri A Ólafssyni Verslunar og Útgerðarmanni,Geirseyri á Patreksfirði,hét Eggert Ólafsson BA 127.Árið 1914 er skráðir eigendur auk Péturs,h/f Eggert Ólafsson í Reykjavík og Elías Stefánsson,togarinn hét þá Eggert Ólafsson RE 156.Seldur 15 desember 1917,Marine Nationale Francaise (Franska sjóhernum),hét Gorille hjá þeim.Seldur 1919,Maurice Bernhard í Boulogne í Frakklandi,hét Cyclone B 778.Seldur 1925,Victor Fourney & Others í Boulogne,sama nafn.Seldur 1931,Lachenal et Baule í Boulogne,hét Thérésa de Lisieux B 778.Seldur 1932,Commandant Baule í Boulogne,sama nafn og númer,Seldur í brotajárn og rifinn í Boulogne árið 1936.
                                                                                                      Ljósm: Pétur Andreas Ólafsson.

Pétur Andreas Ólafsson 1870-1949 (F.á Skagaströnd) var verslunarmaður í Flatey á Breiðafirði hjá frænda sínum,Birni Sigurðssyni Kaupmanni þar frá árinu 1893,þar til hann fluttist 1898 til Patreksfjarðar með fjölskyldu sína.Á Patreksfirði gerðist hann Verslunarstjóri hjá Islandsk Handels & Fiskeri Co.( I.H.F.) og keypti síðan verslunina þar árið 1906.Var þar svo kaupmaður og útgerðarmaður til ársins 1916 að hann fluttist til Reykjavíkur en rak verslun og útgerð vestra til ársins 1931.Pétur keypti fyrsta togara utan Reykjavíkur árið 1911.Það var togarinn Eggert Ólafsson BA 127,sá fjórði í röðinni af Íslenskum togurum.Á Patreksfirði var hann stórtvirkur framkvæmdamaður,lagði t.d.síma milli helstu húsa þar.Stofnaði einnig og rak í tvö ár fyrsta Selveiðafyrirtæki á Íslandi.Það var á Suðureyri í Tálknafirði 1916-18.Pétur var athafnasamur ljósmyndari.Fjöldi merkilegra mynda er til eftir hann.Hann bjó síðustu æviárin á Akureyri ásamt konu sinni,Marie Kristine Ísaksdóttur og lést þar 11 maí 1949.

27.10.2015 12:23

Austri RE 238.LCHF.

Austri RE 238 var smíði númer 226 hjá Cook Welton & Gemmell Ltd í Beverley á Englandi árið 1911 fyrir Neptune Steam Fishing & Co Ltd í Hull,hét MacKenzie H 349.314 brl.550 ha.3 þjöppu gufuvél.Tekinn í þjónustu breska sjóhersins 1914.Seldur 1919,Yarborough Steam Fishing & Co Ltd í Grimsby,hét MacKenzie GY 99.Seldur Fiskiveiðahlutafélaginu Kára í Reykjavík í mars 1920,hét Austri RE 238.Seldur í nóvember 1924,h/f Kára í Viðey,hét Austri GK 238.Togarinn strandaði á Illugagrunni rétt vestan við Vatnsnes á Húnaflóa,7 september 1927.Áhöfnin bjargaðist en togarinn eyðilagðist á strandstað.
                                                                                                           Ljósm:Guðbjartur Ásgeirsson.

26.10.2015 09:09

Vörður BA 142.TFZC.

Vörður BA 142 var smíði númer 555 hjá Deutsche Schiffs Und Maschinenbau A/G Seebeck Wesermunde (Bremerhaven) í Þýskalandi árið 1936 fyrir MacLine Ltd í London (Leverhulme Ltd) sem Northern Reward LO 168.625 brl.1000 ha.3 þjöppu gufuvél.Seldur í október 1937,Northern Trawlers Ltd í London.Tekinn í þjónustu breska sjóhersins í september 1939.Togarinn var m.a.í sömu skipalest og Goðafoss þegar Þýski kafbáturinn U-300 sökkti honum við Garðskaga,10 nóvember 1944.Í desember árið 1946 er togarinn skráður í Grimsby,sama nafn en GY 431.Seldur h/f Verði á Patreksfirði í mars 1947 og fær nafnið Vörður BA 142.Togarinn fórst í hafi á leið til Grimsby í söluferð,29 janúar 1950.5 skipverjar fórust en 14 skipverjar komust í björgunarbát og var bjargað þaðan um borð í togarann Bjarna Ólafsson AK 67 frá Akranesi.Vörður var af svonefndri "Sunlightgerð"en jafnan nefndur "Sáputogari"en þeir togarar voru alls 15 að tölu.

 
                                                                     (C) mynd: Úr safni Hafliða Óskarssonar,togarar.123.is
 
 
Þessir 15 togarar voru smíðaðir í Bremen og Wesermunde (Bremerhaven) í Þýskalandi árið 1936.Kaupandinn var Unilever,dótturfyrirtæki sápu og matvælaframleiðandans,Liverholme Group of Companies sem sameinaðist Hollenska smjörlíkisframleiðandanum Van Den Berghs árið 1930.Andvirði skipanna var sagt að Unilever hafi reitt af hendi í vöruskiptum með framleiðslu verksmiðja sinna,Sunlight Soap.Sumir nefndu þessa togara því"Sunlight-togaranna" en algengara var að þeir voru nefndir Sáputogararnir.
Skipin fóru upphaflega öll til Fleetwood á Englandi og var skráður eigandi MacLine Ltd í London,en eftir erfiðan rekstur þar voru þau flest ef ekki öll seld árið 1937 til William Bennet,sem stofnaði Útgerðarfélagið Associated Fisheries Ltd í Grimsby árið 1929.

25.10.2015 16:12

Skúli fógeti RE 144.LBMQ.

Skúli fógeti RE 144 var smíðaður hjá Cochrane & Sons Ltd í Selby á Englandi árið 1911 fyrir Fiskveiðafélagið Alliance í Reykjavík.272 brl.500 ha.Triple Expansion vél.Togarinn rakst á tundurdufl og sökk 21 ágúst 1914 þar sem hann var staddur við mynni árinnar Tyne á Englandi.13 menn af áhöfninni bjargaðist í björgunarbát og þaðan um borð í breskan fiskibát.4 menn fórust.
                                                                                                                      Ljósmyndari óþekktur.

24.10.2015 17:04

Bragi RE 147.LBMP.

Bragi RE 147 var smíðaður hjá Cochrane & Sons Ltd í Selby á Englandi árið 1912 fyrir Hlutafélagið Bræðurnir Thorsteinsson í Reykjavík.291 brl.550 ha.3 þjöppu gufuvél.Togarinn var seldur Hlutafélaginu Braga í Reykjavík,17 febrúar 1913.Seldur til Frakklands í desember árið 1917.29 október árið 1916 þegar Bragi var á leið til Fleetwood á Englandi að selja afla sinn,var hann hertekinn af Þjóðverjum sem hótuðu að sökkva togaranum en í stað þess tóku þeir hann í sína þjónustu næstu tvo mánuðina.Togarinn kom ekki heim til Reykjavíkur fyrr en 22 desember.Skipstjóri á Braga þá var Guðmundur Jóhannsson,þekktur togaraskipstjóri.Hann var síðar skipstjóri m.a.á Ara RE 147 í Halaveðrinu mikla í febrúar 1925.Hremmingum skipverjanna á Braga eru gerð góð skil í bókinni,Í særótinu eftir Svein Sæmundsson rithöfund.

                                                                                                                      Ljósmyndari óþekktur.

22.10.2015 23:37

Snorri Sturluson RE 134.LCDB.

Snorri Sturluson RE 134 var smíðaður hjá Cook Welton & Gemmell Ltd í Beverley á Englandi árið 1900.228 brl.400 ha.Triple Expansion vél.Seldur P.J.Thorsteinsson & Co.h/f Reykjavík og Kaupmannahöfn,10 júní 1907.( Milljónafélagið ) Togarinn var seldur h/f Snorra Sturlusyni í Kaupmannahöfn í mars 1914.Keyptur aftur til landsins í apríl 1915,eigandi var Thor Jensen ( h/f Kveldúlfur ) Togarinn var seldur til Englands árið 1919.
                                                                                                                      Ljósmyndari óþekktur.


Togarinn Snorri Sturluson var fyrsta skipið sem Milljónafélagið keypti og áttu þau kaup sér stað 10 júní árið 1907.Skipið var mjög stórt miðað við önnur skip á þessum tíma.Togarinn stundaði fiskveiðar með 17 til 22 menn á áhöfn.Það voru tveir aðrir togarar sem Milljónafélagið kom síðar til með að eignast seinna meir.Fyrst ber að nefna togarann Frey(GK 340) smíðaður í Skotlandi 1891 og var 152 brl.Þann togara eignaðist félagið árið 1909.Þriðja togarann eignast svo Milljónafélagið um áramótin 1908-09,sem hét Valur RE 122,smíðaður í Englandi árið 1894,137 brl.Voru þetta einu togararnir sem Milljónafélagið eignaðist.Öll hin skipin voru kútterar,skonnortur,mótorbátar eða gufuskip.

Það er kannski ekki úr vegi að rifja aðeins upp upphaf útgerðar Péturs J Thorsteinssonar og Thors Jensen í Viðey; 
Árið 1907 var Útgerðarfyrirtækið P.J.Thorsteinsson & Co stofnað og átti hlutafé þess að vera 1 milljón króna sem þá var gríðarleg upphæð.Kallaðist þá félagið Milljónafélagið. Helstu stofnendur þess voru Pétur J. Thorsteinsson og Thor Jensen. Miðstöð félagsins var á austurenda Viðeyjar og á skömmum tíma myndaðist þar reisulegt þorp með fjölda íbúðar- og fiskverkunarhúsa. Þar var einnig besta höfnin við Faxaflóa. Milljónafélagið varð gjaldþrota árið 1914 en fiskverkun var áfram á Sundabakka. Árið 1924 gerði Kárafélagið eyjuna að útgerðarstöð sinni. Þá fjölgaði þorpsbúum og urðu þeir flestir 138 talsins árið 1930. Ári síðar lagði félagið upp laupana. Eftir það tók íbúum þorpsins að fækka og árið 1943 fór það í eyði. Búskapur var stundaður í Viðey fram á sjötta áratuginn en þá lagðist búseta af í eyjunni. Árið 1968 var Þjóðminjasafninu falin umsjón með Viðeyjarstofu og kirkjunni, en þá voru húsin orðin illa farin. Íslenska ríkið gaf Reykjavíkurborg húsin árið 1986 og lauk endurbótum á þeim árið 1988.


                                                                                                            Ljósmynd:Magnús Ólafsson.

Myndin hér að ofan sýnir útskipun á saltfiski í Viðey á vegum Milljónafélagsins árið 1910.Fiskinum er ekið á vögnum sem ganga á teinum á bryggjunni og svo hefur saltfiskinum sjálfsagt verið stúfað í lest flutningaskipsins.Það hefur verið mikið og blómlegt athafnalíf í Viðey í byrjun 20 aldar og mikið í allt lagt,kannski of mikið en það er önnur saga. 

21.10.2015 19:45

Vínland RE 226.LCGM.

Vínland RE 226.Smíðaður í Hollandi árið 1917 ( Koopman í Dordrecht ? ) fyrir Th.Thorsteinsson í Reykjavík.Skipið kom ekki til landsins fyrr en 9 janúar 1919 vegna ófriðarins í Evrópu.305 brl.550 ha.3 þjöppu gufuvél.Seldur H.P.Duus í Reykjavík seinna sama ár,hét Ása RE 18.Togarinn strandaði á Dritvíkurtanga á Snæfellsnesi,20 desember 1925.Áhöfnin komst í björgunarbátanna og var bjargað um borð í Þýskan togara og fisktökuskipið La France sem flutti þá síðan alla til Hafnarfjarðar.Togarinn eyðilagðist á strandstað og brotnaði fljótt niður.

                                                                                 Ljósm:Óþekktur.(C) mynd:Þórhallur S Gjöveraa.

20.10.2015 22:59

Menja GK 2.LCJP.

Menja GK 2 var smíðuð hjá Schiffs Werft J & S í Hamborg í Þýskalandi árið 1920.296 brl.500 ha.3 þjöppu gufuvél.Eigandi var h/f Grótta í Hafnarfirði.Togarinn sökk á Halamiðum í blíðskaparveðri,9 júní 1928.Áhöfninni var bjargað um borð í Hellyers togarann Imperialist H 143 frá Hull.Skipið var talið ótraust og af vanefnum smíðað,enda var á þeim árum hörgull á flestu smíðaefni í Þýskalandi.
                                                                                             Ljósm:Óþekktur.Þjóðminjasafn Íslands.

19.10.2015 10:18

Walpole RE 239.TFZC.

Walpole RE 239.Smíði númer 604 hjá Cochrane & Sons Ltd í Selby á Englandi árið 1914 fyrir W.G.Letten í Grimsby.Hét Walpole GY 269.301 brl.550 ha.3 þjöppu gufuvél.Seldur R.Clarke í Grimsby 1918,sama nafn og númer.Árið 1920 kaupir h/f Stefnir í Reykjavík togarann,heitir Walpole RE 239.Seldur í júlí árið 1923,Hlutafélaginu Vífli í Hafnarfirði,sama nafn en var GK 239 frá árinu 1931.Togarinn strandaði og sökk á grynningum sem Fitjar heita við Gerpi,16 september 1934.Áhöfnin komst í björgunarbátana og þaðan á land slysalaust í Vöðlavík.
                                                                                                                Ljósm: Magnús Ólafsson.

18.10.2015 11:29

Ari RE 147.TFHD.

Ari RE 147 var smíði númer 735 hjá Cochrane & Sons Ltd í Selby á Englandi árið 1920 fyrir Fiskveiðahlutafélagið Ara fróða í Reykjavík.321 brl.600 ha 3 þjöppu gufuvél.Togarinn var seldur Fiskveiðahlutafélaginu Kára,Viðey,í janúar 1928,hét þar Ari GK 328.Árið 1932 er Útvegsbanki Íslands eigandi skipsins,hét þá aftur Ari RE 147.Seldur í september árið 1932,Ólafi Jóhannessyni & Co h/f á Patreksfirði,hét Leiknir BA 167.Togarinn sökk út af Vestfjörðum 2 október 1936.Áhöfnin,15 menn bjargaðist um borð í togarann Gylfa BA 77 frá Patreksfirði.

                                                                                                          Ljósm: Magnús Ólafsson.

17.10.2015 08:21

Jón forseti RE 108.LBJT.

Jón forseti RE 108 var smíðaður hjá Scott & Sons Shipbuilders Bowling í Glasgow í Skotlandi árið 1906 fyrir Útgerðarfélagið Alliance í Reykjavík.233 brl.400 ha.3 þjöppu gufuvél.Kom til landsins í febrúar árið 1907.Togarinn strandaði á skerinu Kolaflúð við Stafnes á Reykjanesi,28 febrúar 1928.15 menn fórust en 10 mönnum var bjargað á land við hinar verstu aðstæður.Jón forseti var fyrsti togarinn sem smíðaður var fyrir Íslendinga.
                                                                                                                Ljósm: Magnús Ólafsson.

16.10.2015 10:45

Clementína ÍS 450.TFGC.

Clementína ÍS 450 var smíðuð í Middlesborough á Englandi árið 1913.415 brl.700 ha.3 þjöppu gufuvél.Proppé bræður á Þingeyri kaupa togarann frá Frakklandi árið 1925.Hafði hann heitið áður,La Roseta og Notre Dam de la Mere.Árið 1926 var nafni skipsins breitt,hét Barðinn ÍS 450.Seldur h/f Heimi í Reykjavík í október 1927,hét Barðinn RE 274.Togarinn strandaði á skerinu Þjóti út af Akranesi,21 ágúst 1931.Áhöfnin,10 menn bjargaðist á land en togarinn eyðilagðist á strandstað.
                                                                                                                              Ljósm:Óþekktur.
Flettingar í dag: 294
Gestir í dag: 21
Flettingar í gær: 1134
Gestir í gær: 51
Samtals flettingar: 1062919
Samtals gestir: 76986
Tölur uppfærðar: 11.12.2024 15:34:05