Færslur: 2016 Mars

31.03.2016 21:06

228. Jörundur EA 335. TFLG.

Jörundur EA 335 var smíðaður hjá Brooke Marine Ltd í Lowestoft í Englandi árið 1949 fyrir Guðmund Jörundsson á Akureyri. 491 brl. 950 ha. Mirrlees díesel vél. Skipið var selt 21 janúar 1958, Þórólfi mostraskeggi h/f í Stykkishólmi, hét Þorsteinn þorskabítur SH 200. Ný vél, 950 ha. Deutz díesel vél var sett í skipið árið 1963. 29 maí 1963 var skráður eigandi Ríkissjóður Íslands, skipið hét Sigurey EA 8. Var um þetta leyti í eigu Sigurðar Finnssonar á Siglufirði. Skipið var selt í ágúst árið 1966, Grími h/f á Eskifirði, hét Jón Kjartansson SU 111. Sökk út af Vattarnesi í minni Reyðarfjarðar, 28 janúar 1973. Áhöfnin, 12 menn, bjargaðist í gúmmíbjörgunarbát og þaðan um borð í Dagfara ÞH 70 frá Húsavík.


228. Jörundur EA 335 á siglingu á Eyjafirði.                                                      Ljósmyndari óþekktur.

30.03.2016 20:26

Togaraverkfallið 1952.

Nú stöðvast íslensku togararnir hver af öðrum, og þeim fer fjölgandi, sem liggja bundnir í höfn vegna verkfalls þess, sem nýlega er skollið á. Það er von íslensku þjóðarinnar og bráð nauðsyn fyrir þjóðarbúið, að verkfall þetta verði leyst sem fyrst, því að íslendingum er fátt nauðsynlegra en að sækja afla á miðin og flytja út fiskafurðir. Íslensk framleiðsla er ennþá tiltölulega fábreytt og lítil líkindi til stökkbreytinga á því sviði á næstunni. Margt þarf því að flytja inn, ef við viljum reyna að halda lífsvenjum okkar óskertum. íslenska þjóðin á meira komið undir utanlandsviðskiptum sinum en flestar aðrar þjóðir og minni fiskafli þýðir að jafnaði minni útflutningur og rýrari lifskjör. Langvinnt togarverkfall rýrir því lífskjörin ekki einungis hjá þeim mönnum, sem missa atvinnuna og fyrirtækjunum sem rekstur raskast hjá, heldur óbeint hjá allri þjóðinni vegna minni innflutnings sem er venjulega óhjákvæmileg afleiðing. Íslenska þjóðin á því þá ósk heitasta að togaraverkfallið leysist hið bráðasta.                         Fálkinn. 7 mars 1952.


Þarna má nú þekkja nokkra togara. Fremstir eru þrír Beverley togarar, næst okkur er Akurey RE 95, innan við hann er Hvalfell RE 282 og Helgafell RE 280. Þekki ekki þann sem er innstur. Svo er það Úranus RE 343 fyrir aftan Akurey, auðþekktur með pólkompásinn framan á brúnni.                                                                                                                        Ljósm: Þorsteinn Jósepsson.

Samningafundir í al!a fyrrinótt og mestan hluta dags í gær. Fyrsti togarinn var stöðvaður strax í fyrrinótt,  það var Röðull frá Hafnarfirði. þó að verkfall væri hafið, og er blaðið fór í prentun, var útlit fyrir, að viðræður héldu áfram í nótt eða yrðu að öðrum kosti hafnar á ný í dag.
Þegar togaraverkfallið hófst formlega á miðnætti í fyrri nótt, höfðu samningafundir staðið óslitið síðan klukkan að ganga fimm á miðvikudag, og var þeim haldið áfram í fyrrinótt og þar til um hádegi í gær, þó að verkfallið væri hafið; en þá var fundum frestað þar til í dag, svo. að samninga nefndarmennirnir gætu fengið nokkurra klukkustunda svefnfrið. Enn hefur togaraverkfallið ekki komið til framkvæmda nema á einum togara, Röðli úr Hafnarfirði, sem þó ætlaði í veiðiför og var að taka olíu í Reykjavík, en hafði ekki lokið því, er verkfallið skall á.. Hugðist skipstjórinn þó fara út með skipið klukkan hálfeitt um nótina eða hálftíma eftir að verkfallið var skollið á, en skipshöfnin hindraði það og gekk í land. Náist ekki samkomulag í togaradeilunni innan skamms, kemur verkfallið að sjálfsögðu til framkvæmda á hverjum togaranum á eftir öðrum, er þeir koma heim úr veiðiför.

                                                                                  Alþýðublaðið 33. Árg. 22 febrúar 1952.

29.03.2016 20:09

1509. Ásbjörn RE 50. TFPU.

Ásbjörn RE 50 var smíði no: 126 hjá Flekkefjord Slipp & Maskin Fabrik A/S í Flekkefjord í Noregi árið 1978. 442 brl. 2.100 ha. Wichmann díesel vél. Eigandi var Ísbjörninn h/f í Reykjavík frá apríl 1978. Ný vél 1985, 1.972 ha. Werkspoor díesel vél, 1.450 Kw. Skipið var selt Granda h/f í Reykjavík í mars 1986. Í ársbyrjun 2005 var Grandi h/f og H.B & Co á Akranesi sameinuð og er togarinn gerður út af H.B.Granda h/f í dag. Dagar þessa skips eru senn á enda runnir því ný skip sem eru í smíðum í Tyrklandi fyrir útgerðina munu leysa hann af hólmi og fleiri skip næsta árið eða svo.


1509. Ásbjörn RE 50 við bryggju í Reykjavíkurhöfn.


1509. Ásbjörn RE 50.


Ásbjörn RE 50.


Togspil togarans.


Um borð í Ásbirni RE 50. Trollin klár fyrir næstu veiðiferð.


Ásbjörn RE 50.


Ásbjörn RE 50.                                                   (C) Myndir: Þórhallur S Gjöveraa. 28 mars 2016.

28.03.2016 14:48

Reykjavíkurhöfn 28 mars 2016.

Það var fallegt veðrið í höfuðborginni í morgun og tilvalið að fara morgunrúnt um höfnina. Dönsku varðskipin Triton og Thetis komu til hafnar og liggja bæði við Ægisgarð.


Dönsku varðskipin Thetis F 357 nær og Triton F 358 fjær við Ægisgarð.


Vesturhöfnin á Grandagarði.


Útsýni frá Ingólfsgarði.


Hafrannsóknarskipið Árni Friðriksson RE 200 við Faxagarð.


Innsiglingarvitinn á Örfiriseyjargranda.


Helga María AK 16 í slippnum.                                 (C) Myndir: Þórhallur S Gjöveraa. 28 mars 2016.

27.03.2016 12:38

Flakið af togaranum Óla Garða GK 190.

Í Fossvoginum í Reykjavík má sjá flak af gömlu skipi. Eru það leyfarnar af togaranum Óla Garða GK 190 sem var rifinn þarna á árunum 1954-55. Togarinn hét upphaflega Otur RE 245, en var seldur til Hafnarfjarðar árið 1938 og hét Óli Garða GK 190. Flakið kemur vel upp um fjöru og hægt að ganga þangað þurrum fótum. Það er alveg þess virði að skoða það því þetta eru einu leyfar gömlu togaranna sem sjáanlegar eru hér á landi.


Flakið af Óla Garða GK í Fossvoginum.


Það er nú lítið annað eftir en hluti af botni hans.


Botn togarans.


Botn togarans.


Flak Óla Garða GK.


Það fer nú ekki mikið fyrir flakinu frá göngustígnum séð, sem liggur þarna við norðanverðan voginn.


Otur RE 245. LCJR / TFOD. Smíðaður í Lehe í Þýskalandi árið 1921. Ljósm: Guðbjartur Ásgeirsson.


Óli Garða GK 190 í ólgusjó.                                                                 Ljósm: Guðbjartur Ásgeirsson.

                                                                 (C) Myndir af flakinu: Þórhallur S Gjöveraa. 5 ágúst 2013.

26.03.2016 10:39

9. Arnarfell. TFVB.

Arnarfell var smíðað hjá Sölvesborg Varvs & Rederi í Sölvesborg í Svíþjóð árið 1949. 1.381 brl. 1.600 ha. Polar díesel vél. Eigandi skipsins var Samband Íslenskra Samvinnufélaga í Reykjavík frá 7 desember árið 1949. Skipið var selt til Panama í júlí árið 1973. Það endaði í Grikklandi og var rifið þar árið 1983.


Arnarfell.                                                                                         (C) Mynd: Þórhallur S Gjöveraa.

25.03.2016 17:50

92. Helgafell. TFZB.

Helgafell var smíðað í Óskarshamn í Svíþjóð árið 1954 fyrir Samband Íslenskra Samvinnufélaga í Reykjavík. 2.194 brl. 2.000 ha. Polar díesel vél. Skipið var selt til Líbanon í október árið 1979.


Helgafell við komuna til landsins, haustið 1954.                                (C) Mynd: Þórhallur S Gjöveraa.

24.03.2016 21:52

Bátar við bryggju í Stykkishólmi í júlí 1986.

Ég tók þessa mynd í Stykkishólmi sumarið 1986 í einni af ferðum mínum út í Flatey. Báturinn við bryggjuna er 154. Sigurður Sveinsson SH 36, stál, smíðaður í Brandenburg í A-Þýskalandi árið 1959, 88 brl. 565 ha. Caterpillar díesel vél (1972),hét upphaflega Mímir ÍS 30. Næstur er 778. Smári SH 221, smíðaður í Hafnarfirði árið 1949, eik, 63 brl. 270 ha. Lister Blackstone díesel vél, hét upphaflega Smári TH 59. Sá þriðji frá bryggju er 853. Andri SH 21, stál, smíðaður í Bardenfleth í A-Þýskalandi árið 1956, 66 brl. 280 ha. MWM díesel vél, hét upphaflega Tálknfirðingur BA 325. Guli plastarinn heitir Gustur SH 251, smíðaður í Hafnarfirði 1985. 5,15 brl. 60 ha. Perkins díesel vél. 


Bátar við bryggju í Stykkishólmi sumarið 1986.                                   (C) Mynd: Þórhallur S Gjöveraa.

23.03.2016 21:12

Málverk af Nýsköpunartogara.

105. Bjarnarey VE 11. TFLE. Smíði no: 207 hjá John Lewis  & Sons Ltd í Aberdeen í Skotlandi árið 1948. 660 brl. 1.000 ha. 3 þjöppu gufuvél. Eigandi var Bæjarútgerð Vestmannaeyja í Vestmannaeyjum frá 20 apríl 1948. 7 febrúar 1953 fór fram nafnabreyting á skipinu, hét þá Vilborg Herjólfsdóttir VE 11. Skipið var selt 26 mars 1955 Norðlendingi h/f á Ólafsfirði, hét Norðlendingur ÓF 4. Seldur 12 september 1962, Útgerðarfélagi Akureyringa h/f á Akureyri, hét Hrímbakur EA 5. Togarinn var seldur í brotajárn og tekin af skrá árið 1970.


Nýsköpunartogarinn Bjarnarey VE 11.                                                  Málverk eftir George Wiseman.

Það er eins og það hafi hvílt einhver bölvun yfir þessu skipi frá upphafi. Bjarnarey var talin óvenju blaut og þar af leiðandi fórust margir menn af því. Óvenju mikið var um að fiskur sem kom úr lestum skipsins væri lélegur eða jafnvel ónýtur sem fór beint í gúanó. Þegar togarinn var seldur Norðlendingi á Ólafsfirði, sem var sameignarfélag þriggja bæjarfélaga, auk Ólafsfjarðar voru Húsavík og Sauðárkrókur í þessu kompaníi. Var togarinn þá gjarnan nefndur"Óli húskrókur"af gárungunum en nafnið vísar í bæjarfélögin sem gerðu hann út. Í gegn um tíðina virðist togarinn hafa skapað mikla armæðu eigendum sínum til handa. Lá lengi í reiðileysi á Akureyri áður en hann var seldur í brotajárn.

22.03.2016 21:43

2909. Bjarni Ólafsson AK 70. TFRH.

Bjarni Ólafsson AK 70 var smíði no: 63 hjá Slipen Mekanik Verksted A/S í Sandnessjöen í Noregi árið 1999, og smíði no: 1394 hjá Santierul Naval Braila S.A. í Braila í Rúmeníu sem sá um stálvinnuna. Hét á smíðatíma Havbris og var sjósett með því nafni en fékk fljótlega nafnið Fiskeskjer. 1.969 brl. 7.502 ha. Wartsiila NSD 12V32, 5.520 Kw. Hét áður Fiskeskjer M-525-H og gert út af Strand-Rederi í Álasundi í Noregi. Skipið var selt árið 2015, Runólfi Hallfreðssyni ehf á Akranesi, skipið heitir Bjarni Ólafsson AK 70 í dag.


2909. Bjarni Ólafsson AK 70 í Sundahöfn í dag.


Bjarni Ólafsson AK 70.


Bjarni Ólafsson AK 70. Loðnunótin komin á land.


Bjarni Ólafsson AK 70.


Bjarni Ólafsson AK 70.


Bjarni Ólafsson AK 70.                                              (C) Myndir: Þórhallur S Gjöveraa. 22 mars 2016.
                                                                                
                                                                                     Smíðaupplýsingar: Óskar Franz Óskarsson.  

21.03.2016 19:56

1742. Kap VE 4. TFJJ.

Kap VE 4 var smíðaður hjá Marine Shiprepair Yard Gryfia J.S.C. Stettin í Póllandi árið 1987. 714 brl. 2.446 ha. Wichmann díesel vél, 1.799 Kw. Hét Jón Finnsson RE 506 og var í eigu Gísla Jóhannessonar í Reykjavík frá febrúar 1987. Skipið var selt 3 júlí 1995, Ljósuvík h/f í Þorlákshöfn, hét Hersir ÁR 4. Frá 10 apríl 1997 er skráður eigandi skipsins Vinnslustöðin h/f í Vestmannaeyjum, skipið hét Kap VE 4. Selt árið 1999, Mel h/f í Reykjavík, hét Faxi RE 9. Skipið var lengt árið 2000 og mældist þá 893 brl. Einnig var sett ný vél í skipið, 5.630 ha. Wartsiila díesel vél, 4.140 Kw. Skipið var selt í desember 2015, Vinnslustöðinni h/f í Vestmannaeyjum, heitir í dag Kap VE 4.


1742. Kap VE 4 við Grandagarð.


Kap VE 4.


Kap VE 4.


Kap VE 4.


Kap VE 4.                                      (C) Myndir: Þórhallur S Gjöveraa. Grandagarður 21 mars 2016.

20.03.2016 19:23

1902. Höfrungur lll AK 250. TFHU.

Höfrungur lll AK 250 var smíði no: 114 hjá Sterkoder Mekanik Verksted A/S í Kristiansund í Noregi árið 1988. Hét áður Polarborg ll TG 607. 784 brl. 4.079 ha. Wichmann díesel vél, 3.000 Kw. Togarinn er gerður út af H.B.Granda h/f í Reykjavík en heimahöfn skipsins er Akranes.


Höfrungur lll AK 250 í Reykjavíkurhöfn.                (C) Mynd: Þórhallur S Gjöveraa. 20 september 2015. 

19.03.2016 21:48

1894. Sóley RE. TFDL. Sanddæluskip.

Sóley var smíði no: 106 hjá Cochrane Shipbuilders Ltd í Selby á Englandi árið 1979. Smíðað upphaflega sem flutningaskip, hét þá Selbydyke. 1.448 brl. 3.001 ha. Mirrlees Blackstone díesel vél, 2.207 Kw  Árið 1985 fær skipið nafnið Norbrit Waal. Breytt í sanddæluskip árið 1988 hjá Orenstein & Koppel A/G í Lubek í Þýskalandi fyrir Björgun ehf í Reykjavík. Skipið heitir Sóley og kom til landsins 8 júní 1988. Eigandi skipsins er eins og segir hér að ofan Björgun í Reykjavík.


Sanddæluskipið Sóley við Miðbakka Reykjavíkurhafnar árið 1988.        (C) Mynd: Þórhallur S Gjöveraa.


Sanddæluskipið Sóley í Hafnarfjarðarhöfn í dag, 19 mars 2016.            (C) Mynd: Þórhallur S Gjöveraa.


Sóley í Hafnarfjarðarhöfn í dag, 19 mars 2016.                                    (C) Mynd: Þórhallur S Gjöveraa.


Sóley.                                                                                             (C) Mynd: Þórhallur S Gjöveraa.


Sóley.                                                                                              (C) Mynd: Þórhallur S Gjöveraa.


Sóley í Hafnarfjarðarhöfn í dag, 19 mars 2016.                                    (C) Mynd: Þórhallur S Gjöveraa.

18.03.2016 22:22

1293. Börkur NK 122. TFND.

Börkur NK 122 var smíðaður hjá Trondheims Mekanisk Verksted í Þrándheimi í Noregi árið 1968 fyrir Norskt fyrirtæki en hafði heimahöfn í Hamilton á Bermúdaeyjum. 711 brl. 1.200 ha. Wichmann vél. Síldarvinnslan h/f í Neskaupstað kaupir skipið í janúar árið 1973. Börkur kom í fyrsta sinn til heimahafnar í Neskaupstað hinn 10 febrúar 1973. Ný vél var sett í skipið, 2.100 ha. Wichmann vél árið 1979. Árið 1997 er skipið endurbyggt og lengt um 15 metra í Póllandi, og mældist þá 949 brl. Árið 1999 er sett ný vél í Börk, 7.371 ha. Caterpillar vél, 5.420 Kw. Árið 2012 var gerð nafnabreyting á skipinu, hét Birtingur NK 124. 15 mars 2016 var skipið selt Pólsku fyrirtæki, Atlantex og mun skipið fá nafnið Janus og vera gert út frá Las Palmas á Kanaríeyjum fyrst um sinn. Afli Barkar og síðar Birtings á þeim 43 árum sem skipið var í eigu Síldarvinnslunnar h/f er 1.546.235 tonn. Er þetta mesti afli sem eitt skip hefur borið að landi í Íslandssögunni, þó víðar væri leitað. Það er nú vel við hæfi að skoða myndir af honum í gegn um tíðina og heiðra minningu þessa mikla aflaskips sem hélt af landi brott nú í vikunni.

Börkur NK 122 við komuna til Neskaupstaðar í fyrsta sinn 10 febrúar 1973.   (C) Guðmundur Sveinsson.

 
Börkur NK með fyrsta fullfermið í febrúar 1973.                                (C) Mynd: Guðmundur Sveinsson.


Börkur NK í Norðfjarðarhöfn 1975-76.                                                  (C) Mynd: Gunnar Þorsteinsson.


Börkur NK nýmálaður og fínn á sjómannadag 1986.                             (C) Mynd: Þórhallur S Gjöveraa.


Börkur í lengingu í Póllandi 1997.                 (C) Mynd: SVN.


Börkur NK endurbyggður í Póllandi árið 1997.                                                             (C) Mynd: SVN.


Börkur NK 122 í Norðfjarðarhöfn sumarið 2006.                                   (C) Mynd: Þórhallur S Gjöveraa.


1293. Birtingur NK 124 í Reykjavíkurhöfn 28 júlí 2015.                        (C) Mynd: Þórhallur S Gjöveraa.

17.03.2016 21:05

1585. Sturlaugur H Böðvarsson AK 10 á útleið frá Reykjavík.

Ég tók þessar myndir af honum þegar hann hélt á veiðar s.l. þriðjudag. Það fer nú að styttast í endalokin hjá honum blessuðum. Hann fer þegar Engey RE 9 kemur til landsins í sumar. Ásbjörn er einnig á útleið úr flota H.B.Granda h/f, sennilega í haust.


1585. Sturlaugur H Böðvarsson AK 10 á útleið.


1585. Sturlaugur H Böðvarsson AK 10.


1585. Sturlaugur H Böðvarsson AK 10.


1585. Sturlaugur H Böðvarsson AK 10.


1585. Sturlaugur H Böðvarsson AK 10.


1585. Sturlaugur H Böðvarsson AK 10.


1585. Sturlaugur H Böðvarsson AK 10.


1585. Sturlaugur H Böðvarsson AK 10.                        (C) Myndir: Þórhallur S Gjöveraa. 15 mars 2016.
Flettingar í dag: 242
Gestir í dag: 15
Flettingar í gær: 196
Gestir í gær: 18
Samtals flettingar: 722428
Samtals gestir: 53631
Tölur uppfærðar: 23.4.2024 15:22:25