31.03.2016 21:06

228. Jörundur EA 335. TFLG.

Jörundur EA 335 var smíðaður hjá Brooke Marine Ltd í Lowestoft í Englandi árið 1949 fyrir Guðmund Jörundsson á Akureyri. 491 brl. 950 ha. Mirrlees díesel vél. Skipið var selt 21 janúar 1958, Þórólfi mostraskeggi h/f í Stykkishólmi, hét Þorsteinn þorskabítur SH 200. Ný vél, 950 ha. Deutz díesel vél var sett í skipið árið 1963. 29 maí 1963 var skráður eigandi Ríkissjóður Íslands, skipið hét Sigurey EA 8. Var um þetta leyti í eigu Sigurðar Finnssonar á Siglufirði. Skipið var selt í ágúst árið 1966, Grími h/f á Eskifirði, hét Jón Kjartansson SU 111. Sökk út af Vattarnesi í minni Reyðarfjarðar, 28 janúar 1973. Áhöfnin, 12 menn, bjargaðist í gúmmíbjörgunarbát og þaðan um borð í Dagfara ÞH 70 frá Húsavík.


228. Jörundur EA 335 á siglingu á Eyjafirði.                                                      Ljósmyndari óþekktur.
Flettingar í dag: 717
Gestir í dag: 58
Flettingar í gær: 1186
Gestir í gær: 63
Samtals flettingar: 725249
Samtals gestir: 53794
Tölur uppfærðar: 26.4.2024 16:00:40