29.04.2016 09:00

Forseti RE 10. TFGD.

Forseti RE 10 var smíðaður hjá Kaldnes Mekaniks Verksted í Tönsberg í Noregi árið 1928, smíðanúmer 50, hét Gulltoppur RE 247. 405 brl. 600 ha. 3 þjöppu gufuvél. Eigandi var h/f Sleipnir í Reykjavík frá 28 október 1928. Skipið var selt 3 maí 1932, h/f Kveldúlfi í Reykjavík. Skipið var selt 26 ágúst 1944, Fiskiveiðahlutafélaginu Hængi á Bíldudal, skipið hét Forseti RE 10. Selt 30 mars árið 1950, Forseta h/f í Reykjavík, sama nafn og númer. Togarinn var seldur p/f Drangi í Saurvogi í Færeyjum árið 1955, hét þar Tindhólmur VA 115. Skipið var endurbyggt árið 1957. Togarinn var seldur í brotajárn árið 1966.


Forseti RE 10 á Reykjavíkurhöfn árið 1950.                                (C) Mynd: Díana Þ Kristjánsdóttir.


Mennirnir á brúarvæng Forseta RE eru frá v: Kristján Lárusson útgerðarmaður og eigandi skipsins, Guðmundur Guðmundsson skipstjóri, sonur Guðmundar skipstjóra og Magnús Halldórsson loftskeytamaður. 
                                                                              (C) Mynd: Díana Þ Kristjánsdóttir.

Tindhólmur VA 115 ex Forseti RE 10 eftir endurbyggingu árið 1957.                (C) www.vagaskip.dk

ATH...

Gulltoppur var smíðaður á sama tíma og systurskipið Snorri goði RE 141 á árinu 1921 en lá hálfkaraður til ársins 1928 að skipið var dregið til Kinghorn í Skotlandi, þar sem sett var í skipið vél og það klárað fyrir h/f Sleipni.                                                                                                    Heimild: Birgir Þórisson.

Ljósmyndarinn, Díana Þ Kristjánsdóttir er dóttir Kristjáns útgerðarmanns. Þórður Arason, sonur Díönu og frændi minn sendi mér þessar myndir nýlega ásamt fleiri myndum af togaranum sem ég mun setja inn við tækifæri. Kann ég Þórði bestu þakkir fyrir afnot myndanna.


Flettingar í dag: 734
Gestir í dag: 30
Flettingar í gær: 1928
Gestir í gær: 92
Samtals flettingar: 732487
Samtals gestir: 54299
Tölur uppfærðar: 1.5.2024 19:42:57