27.01.2016 20:25

934. Þráinn NK 70. TFBR.

Þráinn NK 70 var smíðaður í Skredsvik í Svíþjóð árið 1943. 59.brl. 150 ha. Bolinder díesel vél. Eigandi var Ölver Guðmundsson í Neskaupstað frá 26 október 1946. Árið 1957 var sett í bátinn 280 ha. M.W.M. díesel vél. Báturinn var endurbyggður og lengdur á Akureyri árið 1961, mældist þá 85 brl. Báturinn fórst í Reynisdýpi 5 nóvember 1968 með allri áhöfn, 9 mönnum, þegar hann var á leið til Vestmannaeyja með síldarfarm.

 
Þráinn NK 70 við bryggju í Neskaupstað.                                            (C) Mynd: Þórður M Þórðarson.


Þráinn NK 70 fyrir endurbyggingu og lengingu. Er hér á myndinni í innsiglingunni til Vestmannaeyja.
                                                                                              (C) Mynd: Þórhallur S Gjöveraa.

Þráinn NK 70 í endurbyggingu og lengingu á Akureyri 1961.                     Ljósmyndasafn Reykjavíkur.


Þráinn NK 70 í slippnum á Akureyri 1961.                                               Ljósmyndasafn Reykjavíkur.

Hér fyrir neðan er grein sem birtist í vikublaðinu Austurlandi í nóvember 1968 þegar Þráinn NK 70 fórst við suðurströndina.;

Telja má fullvíst, að v. b. Þráinn NK 70 hafi farist fyrir sunnan land á þriðjudaginn með allri áhörn 10 mönnum. Var báturinn á leið til Vestmannaeyja af síldarmiðunum og heyrðist síðast til hans snemma á þriðjudagsmorgun. Þegar báturinn lét svo ekkert til sín heyra næst þegar hann átti að láta af sér vita, var hafin leit. Fundizt hefur ýmislegt lauslegt, sem tilheyrði bátnum. Eigandi Þráins var Ölver Guðmundsson, útgerðarmaður í Neskaupstað. Bátinn hafði hann leigt til Vestmannaeyja í hátt á annað ár. Þráinn var smíðaður í Svíþjóð árið 1943, en endurbyggður og stækkaður á Akureyri fyrir fáum árum. Hann var 85 1. að stærð.

Með Þráni NK 70 fórust þessir menn:

  • Grétar Skaftason skipstjóri f. 26.10.1926
  • Helgi Kristinsson stýrimaður f. 12.11.1945
  • Guðmundur Gíslason vélstjóri f. 2.11. 1942
  • Gunnlaugur Björnsson vélstjóri f. 13. 01.19941
  • Einar Þorfinnur Magnússon matsveinn f. 27.07.1928
  • Marvin Einar Ólason háseti f. 2.05.1944
  • Gunnar Björgvinsson háseti f. 5.9.1950
  • Tryggvi Gunnarssonháseti f. 3.07.1949
  • Hannes Andresson háseti f. 29.11.1946
Flettingar í dag: 562
Gestir í dag: 33
Flettingar í gær: 418
Gestir í gær: 26
Samtals flettingar: 698101
Samtals gestir: 52756
Tölur uppfærðar: 28.3.2024 16:47:43