Blogghistorik: 2016 N/A Blog|Month_10
31.10.2016 09:56
1265. Vigri RE 71. TFED.
Vigri RE 71
kominn til Reykjavíkur
"Við vorum 5 sólarhringa og 6 klukkustundir á leiðinni heim," sagði Hans Sigurjónsson, skipstjóri, sem áður var skipstjóri á Vikingi frá Akranesi. Við hrepptum heldur leiðinlegt veður á heimleið og það sem ég hef reynt skipið í, þá verð ég að segja að það hefur reynzt í alla staði vel. Gerum við ráð fyrir að fara í fyrstu veiðiferðina öðru hvorum megin við helgina. Verðum við líklegast á heimamiðum fyrst í stað. Tólf skipverjar sóttu skipið til Póllands, en enn er ekki fastákveðið hve margir menn verða í áhöfn skipsins, en líkur benda til þess að þeir verði 24 eða 25. Næstu 6 mánuði verður um borð sérstakur "garantimeistari" og 2 aðrir verða með í fyrstu veiðiferð frá skipasmíðastöðinni. Hans sagðist vona að þessi togari gæfi meiri möguleika en gömlu síðutogararnir, en togarinn gekk 14 til 14,5 sjómílur á heimferð. Gísli Hermannsson einn af eigendum togarans sagði að óhemju mikið eftirlit hefði farið fram á meðan á smíði togarans stóð. "Við höfum haft marga góða menn í eftirlitinu, svo sem eins og Pétur Gunnarsson, Sigurjón Þórðarson og Hans Sigurjónsson. Samstarfið við Pólverjana hefur gengið vel, þótt ýmsir agnúar hafi að vísu oft komið upp, en þeir hafa jafnan verið leystir." Togkraftur skipsins er 25 tonn, ganghraði er allt að 14,9 sjómílur, en í reynd 13 til 14 mílur. Togkrafturinn er mjög góður sagði Gísli Hermannsson og gert er ráð fyrir að skipið taki um 300 tonn af afla í lest. "Eftir því sem afli er i dag, virðist lestin ekki of lítil," sagði Gísli Hermannsson.
Aðspurður um afkomumöguleika togarans, sagði Gísli Hermannsson: "Til þess að þetta skip beri sig, verða sjálfsagt að veiðast árlega um 8.000 tonn af ufsa og karfa. Þegar við undirrituðum samninga um smíði togarans fyrir hálfu þriðja ári, var reiknað með að við slyppum með 55 til 60 milljón króna aflaverðmæti, en síðan hefur ástandið hríðversnað, útgerðarkostnaður hefur aukizt um 45% og afli minnkað. Afkomumöguleikar fyrir skip sem þetta eru nú sáralitlir sem engir. Það er því dökkt, þarf raunar ekki mig til þess að segja frá því, þar eð opinber skýrsla ber ástandinu vitni." Engir samninigar eru um kaup og kjör togarasjómanna á skuttogurum og eru þeir skuttogarar sem fyrir eru í landinu reknir með bráðabirgðasamningum. Í gær hafði sáttasemjari ríkisins boðað til samningafundar vegna þessarar samningagerðar og var Gisli Hermannsson að fara i gær um klukkan 16 til þessa fundar. Sjö hluthafar eru í Ögurvík h.f. Þeir eru: Halldór Þorbjörnsson, Pétur Gunnarsson, Hans Sigurjónsson, Björn Þórhallsson, Sverrir Hermannsson, Þórður Hermannsson og Gisli Jón Hermannsson. Eins og áður sagði er Hans Sigurjónsson skipstjóri á Vigra. Fyrsti stýrimaður er Eðvald Eyjólfsson og annar stýrimaður Gunnar Hallgrímsson. Fyrsti vélstjóri er Sigurjón Þórðarson. Sigurjón hefur verið undanfarna 5 mánuði ytna vegna skipasmíðarinnar og Pétur Gunnarsson síðastliðna 7 mánuði.
Morgunblaðið 25 október 1972.
30.10.2016 10:22
161. Ólafur Magnússon EA 250. TFWX.
Ólafur
Magnússon aflahæstur
Hörður
Björnsson aflakóngur á vertíðinni
Hvað ertu búinn af afla mikið?
22.364 mál og tunnur.
Aflaverðmæti?
Það mun vera nálægt 3,4 milljónum króna, en hásetahlut er ekki búið að reikna út. Ellefu þúsund tunnur fóru í salt og frystingu.
Af hverju einkenndust veiðarnar mest í sumar?
Góðri tíð, meira síldarmagni en áður og stórum torfum. Leitartæki verða sífellt fullkomnari og veiðitæknin eykst og er kraftblökkin gott dæmi um það.
Hvað er til marks um stóru köstin?
Skipstjórinn flettir skipsbókinni og hún sýnir að 9 sinnum fengust 1000 mála og tunnu , köst eða meira. Við vorum heppnir í sumar.
Hvað komuð þið mest með úr veióiferð?
Tæp 1300 mál úr einu kasti og urðum þó að sleppa nokkrum bundruðum mála. Dagur þakkar viðtalið og óskar hinum 33 ára gamla, hávaxna og fríða skipstjóra til hamingju með vertíðina og nafnbótina Aflakóngur síldveiðanna 1961. Á Ólafi Magnússyni er 11 manna eyfirzk áhöfn. Stýrimaður er Jónas Garðarsson og fyrsti vélstjóri Jóhannes Baldvinsson.
Dagur 13 september 1961.
29.10.2016 09:03
Aldan EA 625. TFUK.
Þormóðsslysið
1943
Eftir Guðrúnu Ástu
Guðmundsdóttur: "Nú eru liðin 70 ár síðan vélskipið Þormóður fórst og með
því 24 farþegar og sjö manna áhöfn."
Þormóður var 101 smálest
að stærð og útbúinn öllum fullkomnustu tækjum þess tíma, þ.ám. nýrri 240
hestafla díselvél, nýrri hjálparvél, dýptarmæli, talstöð o.fl.
Lagt var af stað á þriðjudagsmorgni í sæmilegu veðri. Um nóttina skall á mikill
veðurofsi. Næsta morgun sendi forstjóri skipaútgerðarinnar skeyti til Gísla
Guðmundssonar skipstjóra til að vitja um komutíma til Reykjavíkur. Fékk hann
það svar að ekki væri unnt að segja það með vissu vegna veðurs.
Loftskeytastöðin hafði aftur samband við skipið um kl. 19 miðvikudaginn 17.
febrúar til að grennslast fyrir um hvenær skipsins væri að vænta. Frá Þormóði
barst svarið: "Slóum Faxabugt, get ekki sagt um það núna." Fréttist síðan
ekkert af skipinu fyrr en kl. 22.35 um kvöldið er skipstjórinn sendi út
neyðarkall: "Erum djúpt út af Stafnesi. Mikill leki kominn að skipinu. Eina
vonin að hjálpin komi strax."
Daginn eftir slotaði veðrinu og var hafin skipulögð leit og komu að henni
íslenskir togarar og flugvélar frá bandaríska hernum ásamt íslenskri vél undir
stjórn Arnar Johnson. Leitarskipin fundu yfirbyggingu skipsins sjö mílur undan
Garðskaga og var fast við hana eitt lík. Veiðiskip fann eitt lík í
björgunarhring og tveimur dögum síðar fundust tvö lík rekin á Akranes og nokkru
síðar lík af karlmanni. Var nú orðið ljóst að ms. Þormóður hafði farist með
sínum dýrmæta farmi, þ.e.a.s. farþegum og áhöfn.
Það er erfitt að ímynda sér þá sorg sem ríkti á Bíldudal þar sem íbúar voru um
þessar mundir milli 260 og 300 manns. Þessa örlaganótt misstu Bílddælingar
helstu framámenn í plássinu. Meðal farþega voru Loftur Jónsson
kaupfélagsstjóri, Ágúst Sigurðsson, verslunarstjóri hjá Maron, og kona hans,
verkstjóri hraðfrystihússins, kona hans og sjö ára gamall sonur þeirra. Þá
fórust með skipinu prestarnir sr. Jón Jakobsson, prestur á Bíldudal, og sr.
Þorsteinn Kristjánsson, prestur í Sauðlauksdal.
Sr. Jón Ísfeld, prestur í Búðardal, hafði vígst til Hrafnseyrar í Arnarfirði
árið áður en var nú kvaddur til Bíldudals til að tilkynna aðstandendum þessa
þungbæru fregn. Þegar hann kom yfir á Bíldudal var marga farið að gruna hvað
gerst hafði. Einhver hafði heyrt neyðarskeyti skipsins í gegnum talstöð. Eftir
sr. Jóni er haft að hann hafi fundið að í sumum húsum var fregnin komin á undan
honum.
Hann kom í hús afa míns, Jens Hermannssonar kennara, sem tók á móti honum og
sagði: "Þetta eru þung spor fyrir þig, prestur minn. Nú skaltu hvíla þig."
Móðursystir mín, Áslaug Jensdóttir, steig um borð í Þormóð á 17 ára afmælisdegi
sínum. Hún hafði gert erfðaskrá þar sem hún ánafnaði systur sinni og vinkonum
eigur sínar. Afi minn fór síðan og gekk með séra Jóni í húsin
og studdu þeir þannig hvor annan, presturinn og kennarinn. Alls létust í
slysinu 22 Bílddælingar, þar af sjö konur og eitt barn. Fjársöfnun hófst í
Reykjavík til aðstandenda þeirra sem fórust og tóku blöðin við framlögum.
Þáverandi biskup, Sigurgeir Sigurðsson, allir prestar í Reykjavík, ráðherrar og
borgarstjórinn í Reykjavík rituðu undir áskorun til stuðnings söfnuninni.
Hinn 5. mars var haldin minningarathöfn í Dómkirkjunni. Þá var mikið ritað um
hina látnu. Hugurinn hvarflaði til Bíldudals og hugur þjóðarinnar var hjá þeim
sem misst höfðu svo mikið. Herra Sigurgeir Sigurðsson biskup flutti ræðu og
endaði hana á þessa leið: "Drottinn, réttu oss veikum börnum þínum almáttuga
hönd þína. Kom huggari, mig hugga þú. Kom hönd og bind um sárin."
Hinn 16. mars var haldin minningarathöfn á Bíldudal í ofsaveðri og jarðsett þau
lík sem fundust. Sr. Jón Ísfeld og sr. Einar Sturlaugsson, prófastur á
Patreksfirði, fluttu ræðu. Jóhann Skaftason sýslumaður og Böðvar Bjarnason
töluðu. Jens Hermannson las ljóð. Lesnar voru samúðarkveðjur og inn á milli
voru sálmar sungnir.
Fyrir slysið var atvinnulífið á Bíldudal í blóma en nú voru helstu forystumenn
staðarins horfnir og skaðinn mikill og óbætanlegur. Þrettándi hver þorpsbúi var
látinn. Í kjölfar slyssins fluttu margir í burtu og erfitt var að fylla í
skörðin. Fólk gerði sér grein fyrir að lífið varð að halda áfram. Skólinn
starfaði, reynt var að halda uppi kirkjulífi og skotið var nýjum stoðum undir
atvinnulífið. Söfnun fór fram til handa þeim sem misst höfðu sína. Slysið lét
engan ósnortinn, hugur allra var hjá syrgjendum. Árið 1944 fluttist sr. Jón
Ísfeld til Bíldudals og gegndi þar prestakallinu í 17 ár við miklar vinsældir
þorpsbúa.
Það eru nú liðin 70 ár síðan ms. Þormóður sigldi í sína hinstu för. Slysið
telst enn í dag til eins af verstu sjóslysum íslenskrar sjóferðasögu.
Mbl.is 16 febrúar 2013.
28.10.2016 09:55
B. v. Fylkir RE 171. TFCD.
Fylkir, nýjasti togari Íslendinga kom til Reykjavíkur í gær
Togarinn Fylkir er 644 brúttólestir að stærð en nettólestatalan 222. Hann er því álíka stór og nýsköpunartogararnir, en lestarrýmið er þó meira en í þeim flestum, eða samtals 17500 rúmfet. Lengd nýja togarans er I66,5 fet, breidd 32 fet og dýpt 17 fet. Aðalaflvél skipsins er dísilvél af gerðinni Werkspoor, 8 strokka, 1400 hestafla og snúningshraðinn 245 á mín. Ganghraði í reynsluför var 14,2 sjómílur. Vélin er talin mjög sparneytin, meðalganghraði skipsins á heimleiðinni var t.d. 11,5 sjómíla og olíueyðslan á sólarhring 2,5 tonn. Til nýjunga má telja, að aflvélin knýr í 'keyrslu rafal fyrir allt skipið. Fylkir er að sjálfsögðu búinn öllum nýjustu og beztu siglingatækjum: gýróáttavita , sjálfstýringu, ratsjá, tveim dýptarmælum, fisksjá o.s.frv. Loftskeytatæki og öll siglingatækin, nema þau tvö sem fyrst voru talin hér að framan, eru smíðuð í Englandi og er Fylkir fyrsti íslenzki togarinn sem smíðaður er eftir stríðið og búinn slíkum enskum tækjum.
Á togaranum er einn björgunarbátur af venjulegri gerð og rúmar hann alla skipshöfnina í einu, en auk þess eru um borð gúmbjörgunarbátar sem rúma myndu tvær skipshafnir ef til kæmi. Björgunarbátinn, hinn stærsta, á að vera hægt að setja út á 20 sekúndum. Fylkir er smíðaður í Beverley í Englandi, í sömu skipasmíðastöðinni og á sama sleðanum og gamli Fylkir. Smíðin hófst í september 1957; Skipstjóri á Fylki er Auðunn Auðunsson, 1. stýrimaður Helgi Ársælsson og 1. vélstjóri Viggó E. Gíslason. Togarinn mun halda á ísfiskveiðar fyrir innanlands markað.
Þjóðviljinn 7 júní 1958.
27.10.2016 09:44
976. Ólafur Sigurðsson AK 370. TFPD.
26.10.2016 11:00
45. Esja ll. TFSA.
Esja komin
heim frá Petsamo
Þann 15. október árið
1940 kom strandferðaskipið Esja til Reykjavíkur með 258 Íslendinga innan borðs
sem höfðu flúið stríðsátökin í Evrópu. Sigurður Haraldsson var með um borð, þá
ellefu ára gamall, en hann segir að ferðin hafi í raun verið spennandi fyrir
svo ungan dreng.
Sigurður segir að mikið félagslíf hafi verið í skipinu og margt reynt til að
stytta fólki stundir. Esja var hins vegar ekki stórt skip og langt í frá
svefnpláss fyrir alla þá rúmu viku sem ferðin frá Petsamo til Íslands tók. Þótt
leyfi hafi fengist fyrir ferðinni frá bæði Bretum og Þjóðverjum var auðvitað
ótti í fólki enda herskip, kafbátar og tundurdufl á leiðinni.
Þór Whitehead sagnfræðingur er í Freiburg í Þýskalandi þar sem
hann rannsakar stríðsárin en þar er eitt stærsta stríðsskjalasafn
Þjóðverja. Hann hefur meðal annars komist að því að flugumaður Þjóðverja var
með um borð sem þó slapp í gegnum nálarauga bresu leyniþjónustunnar. Þór mun
segja sögu þessa manns í nýrri bók um stríðsárin þar sem hann fjallar ítarlega
um Petsamo förina.
Í raun var ótrúlegt að ferðin skyldi farin því ýmiss atvik komu upp sem stefndu
henni í voða. Þjóðverjar tóku skipið til hafnar í Þrándheimi þar sem því var
haldið í nokkra daga áður en hópurinn var sóttur til Petsamo. Bretar höfðu áður
krafist þess að fá að skoða skipið á Orkneyjum, en þeirri kröfu var haldið
leyndri fyrir áhöfninni og kom það henni því mjög á óvart þegar sveigja þurfti
af leið og fara suður til Bretlands. Þór segir að breska leyniþjónustan hafi
verið of sein og skipið því farið frá Orkneyjum áður en hægt var að skoða
farþegana um borð. Breskt herskip var því sent á eftir Esju en af einhverjum
ástæðum fann það ekki íslenska skipið við Færeyjar.
Vel var fylgst með ferð Esju á sínum tíma og ítarlega fjallað um ferðina enda
má segja að þarna hafi Íslendingar svo sannarlega fundið fyrir áhrifum
stríðsins.
Rúv.is 15 október 2010
ESJA
STRANDAÐI Á GÆSAFJÖRUM
Strandferðaskipið Esja leysti landfestar á Akureyri seint að kveldi sl. laugardags og ætlaði til Siglufjarðar. Veður var stillt, fjörðurinn bárulaus og strendurnar beggja vegna fjarðarins hvítar af nýfallinni mjöll. Skipið setti á fulla ferð þegar komið var út fyrir Oddeyrartanga og hélt venjulega skipaleið norður fjörðinn, með Svalbarðseyrarvita á hægri hönd og öflugan Hjalteyrarvitann á vesturstöndinni að leiðarljósi og sáust báðir mjög vel. En skammt var stórra tíðinda að bíða, því að skipið breytti um stefnu og renndi upp í fjöru skammt norðan við Dagverðareyri, í lítilli vík, sem Ytrivík er kölluð og er rétt norðan við merki þau, er skilja lönd jarðanna Dagverðareyrar og Gæsa. Þetta gerðist um klukkan hálf eitt á sunnudagsnóttina. Á sunnudaginn var fjölmennt á slysstaðnum og furðaði alla á hinum gífurlegu mistökum á stjórn skipsins, sem hafði beina stefnu á bæinn Gæsa og sú stefna var óralangt frá réttri leið. Það lóaði ekki á steini og því var hinni 38 manna áhöfn og 10 farþegum engin hætta búin. Skipið hafði, við strandið, skafið botninn nokkurn spöl og var því ekki um harðan árekstur að ræða. Góð kastlengd var úr fjörunni fram í skipið. Hið nýja olíuflutningaskip SÍS, Stapafell, dró Esju út á flóðinu á mánudagsnóttina. Það verður að segjast eins og það er, að almennt mun litið svo á, að stjórnendur Esju hafi ekki verið alls gáðir, þegar þetta slys bar að höndum. Um sannindi þessa er blaðinu ekki kunnugt. En á með að ekki er upplýst önnur ástæða, eða öllu heldur, á meðan engin skynsamleg ástæða fyrir skipsstrandinu er fram borin, verður almenningsálitinu ekki breytt. Skipstjóri á Esju er Tryggvi Blöndal, en þriðji stýrimaður var á vakt þegar skipið strandaði, ásamt tveimur hásetum í brúnni. Botn skipsins er mikið laskaður, en það fór þó suður. Sjóréttur verður í Reykjavík.
Dagur 5 desember 1962.
25.10.2016 12:28
B. v. Ilivileq GR-2-201. á leið inn Viðeyjarsund.
24.10.2016 10:42
B. v. Baldvin NC 100. DFIA.
Baldvin
Þorsteinsson EA 10
Nýr skuttogari bættist við flota Akureyringa 20. nóvember,
er b/v Baldvin Þorsteinsson EA 10 kom til heimahafnar í fyrsta sinn. Skipið er
nýsmíði nr. 78 frá SIMEK A/S, Flekkefjord í Noregi, og var afhent frá stöðinni
12. nóvember.
Skrokkur skipsins er smíðaður í Póllandi
hjá skipasmíðastöðinni Szczecin Ship Repair Yard "Gryfia". Hönnun skipsins
var samvinna eiganda (Samherja), Teiknistofu Karls G. Þorleifssonar, Skipatækni
hf., og SIMEK A/S, en línuhönnun unnin af Marintek í Þrándheimi. Þetta er
þriðja fiskiskipið sem umrædd stöð smíðar fyrir íslendinga, hin fyrrí eru Ýmir
HF og Snæfell EA (nú Hrafn Sveinbjarnarson GK). Baldvin Þorsteinsson EA er
frystitogari með búnað til flakavinnslu.
Skipið er búið kældum blóðgunarkörum sem
er nýjung í skipi hérlendis. Skipið er smíðað í ísklassa 1B (heildarklassa) hjá
Det Norske Veritas, sem er umfram það sem tíðkast hefur fyrir fiskiskip
hérlendis. Þá er togþilfar skipsins búið fyrir þrjár vörpur undirslegnar.
Skipið er annað stærsta fiskiskip flotans, en Vigri RE, sem fjallað var um í 9.
tbl., er stærri.
Á móti hinu nýja skipi úreldir útgerðin skuttogarann Þorstein EA (1393), tvö
stálfiskiskip, Búrfell KE (17) og Þorlák Helga EA (200), auk þess lítinn
trébát. Baldvin Þorsteinsson EA er í eigu Samherja hf, Akureyri. Skipstjóri á
skipinu er Þorsteinn Vilhelmsson og yfirvélstjóri Baldvin Loftsson.
Framkvæmdastjóri útgerðar er Þorsteinn Már Baldvinsson.
Ægir 11 tbl. 1992.
BALDVIN NC LENGDUR UM 14 METRA
Togarinn Baldvin NC 100, sem er í eigur dótturfélags Samherja,
Deutsche Fischfang Union, var lengdur í Póllandi um 14 metra og verður
breytingum á skipinu lokið í Slippnum á Akureyri, meðal annars verður komið
fyrir ýmsum vinnslubúnaði. Hluti búnaðarins er íslenskur. Baldvin NC 100 hét
áður Baldvin Þorsteinsson EA og var þá gerður út af Samherja. Meðfylgjandi mynd
var tekin af Baldvin við bryggju á Akureyri.Íslenskir iðnaðarmenn unnu að breytingunum í Póllandi, meðal annars iðnaðarmenn
frá Akureyri.
Vikudagur.is
25 apríl 2014.
23.10.2016 10:08
212. Sæþór ÓF 5. TFDZ.
Nýtt
stálskip til Ólafsfjarðar í gær
Tíminn 5 janúar 1961.
22.10.2016 09:50
2850. Skálaberg RE 7. TFKV.
Skálaberg RE
7 á heimleið
Brim hf. keypti skipið frá Argentínu í september í fyrra og var kaupverðið
um 3,5 milljarðar króna. Það var smíðað í Noregi 2003 fyrir færeyskt útgerðarfélag,
en er á meðal nýjustu skuttogara Íslendinga. Skálabergið var gert út frá
Færeyjum og undir því nafni til ársins 2010 er það var selt til Argentínu.
Skipið er 74,50 metra langt, 16 metra breitt og er 3.435 brúttólestir. Skipið
er vel búið tækjum og frystigeta þess er 100 tonn á sólarhring. Það er m.a.
sérstaklega styrkt til siglinga á norðlægum slóðum.
Guðmundur segir ekki liggja fyrir hvenær skipið fari á veiðar, á næstu vikum
komi í ljós hver þróunin verði í íslenskum sjávarútvegi. Hann gagnrýnir
fyrirkomulag veiðigjalda og segir aðeins hluta af fyrirtækjum greiða
fullt gjald. Í því sambandi nefnir hann að rangir þorskígildisstuðlar mismuni
fyrirtækjum og stuðst sé við undarlegt afsláttarkerfi vegna skulda.
Morgunblaðið 15 maí 2013.
Skálaberg selt til
Grænlands
Frystitogari Brims hf, Skálaberg RE 7
hefur verið seldur til Grænlands á næsta ári. Kaupandi er Artic Prime Fisheries
í Qagortog, en Brim á minnihluta í fyrirtækinu.
Skipið verður gert út frá Grænlandi með þarlendri og íslenskri áhöfn. Brim
keypti togarann fyrir þrjá og hálfan milljarð króna frá Argentínu fyrir rúmu
ári. Skálberg RE 7, er eitt fullkomnasta veiðiskip íslenska flotans. Það
kom hingað til lands í maí, en hefur legið hér við bryggju í Reykjavík allar
götur síðan. "Þegar við keyptum það, þá höfðum við trú á því innan íslensku
lögsögunnar, en núna er ekki rekstrargrundvöllur fyrir þetta skip á Íslandi og
það verður selt erlendis á næsta ári," segir Guðmundur.
Guðmundur segir að það sé breytt landslag í sjávarútveginum. "Aðalatriðið er
það að nú er farið að skattleggja sjávarútveginn eftir þorskígildisstuðlum.
Eina sem þeir segja er verðmæti þorsktefunda yfiir hafnarkantinn og að
skattleggja okkur eftir því gerir rekstur svona stórra og dýrra skipa vonlausan
á Íslandi. Það er ekkert tekið tillit til fjárfestingarinnar í þessari
fjárfestingu. Þetta er annað árið hjá okkur núna sem við erum að ganga í gegnum
þetta og við sjáum ekki grundvöllinn lengur."
ruv.is 17 desember 2013.
21.10.2016 10:34
Fylkir NK 46.
20.10.2016 09:46
Fríða RE 13. LBPT.
19.10.2016 11:21
Seagull RE 84. LBJQ.
Seagull hætt
kominn í ofsaveðri
18.10.2016 11:26
B. v. Garðar Þorsteinsson GK 3. TFDE.
Garðar
Þorsteinsson kom í gær
Morgunblaðið. 22 júní 1948.
17.10.2016 12:16
B. v. Egill rauði NK 104. TFKC.
Egill rauði
NK að veiðum við Bjarnarey og í Barentshafi
Að sögn Stefáns var togaraflotinn í Barentshafi fjölþjóðlegur á þessum árum. "Við áttum góð samskipti við færeysku togarana á miðunum en náðum litlu sambandi við þá bresku og rússnesku. Bretar höfðu leyfi til að veiða mun nær rússneskri lögsögu en aðrir og því voru þeir á öðrum slóðum. Rússarnir voru hins vegar á kafí í kalda stríðinu og sýndu okkur bara fyrirlitningu þegar þeir sigldu framhjá. Ég gerði tilraun til að ná sambandi við þá á morsinu en þeir sögðu mér bara að þegja!" Árið 1950 veiddu íslensk skip yfir 6.500 tonn af þorski við Bjarnarey, Svalbarða og Norður Noreg. Á þessum tíma reis þorskveiði Íslendinga á þessum norðlægu slóðum hæst. Árið eftir komu tæp 2.400 tonn upp úr sjó og tæp 3.300 árið 1952.
Egill rauði fór í annan túr árið 1950 og þá var stefnan sett á Bjarnarey. Stefán segir að ógrynni skipa hafi stundað veiðar við eyna á þessum tíma, þar á meðal um tíu íslensk, sem öll fiskuðu í salt. "Ég man ekki til þess að gerðar hafi verið athugasemdir við þessar veiðar." Þrátt fyrir að miðin hafi reynst gjöful þetta árið voru aflabrögð Norðfjarðartogarans ekki sem skyldi. "Fiskurinn var afskaplega smár við Bjarnarey á þessum tíma. Þar að auki var hann fullur af þara og lyktaði svoleiðis að maður náði varla andanum." Stefán segir að þetta hafi leitt til þess að haldið var lengra austur á bóginn í átt að Novaya Zemlya.
Þótt lítið fískirí hafí verið leiddist skipverjum á Agli ekki þófið, þökk sé "Bjarnareyjarútgáfunni". Stefán loftskeytamaður notaði morstækið, sem var lykillinn að sambandi skipsins við umheiminn, til að þiggja upplýsingar frá starfsbróður sínum í Reykjavík um málefni líðandi stundar. Hann vélritaði síðan fréttirnar upp og leyfði skipverjum að njóta. "Þetta var eins og vatn í þurra jörð," segir Stefán og fullyrðir að ekki hafi vinsældir fréttablaðsins dvínað eftir að hann fór að lauma ýmsum staðbundnum fréttum inn á milli. Stefán telur framkomu Norðmanna vegna veiða íslendinga á þessum sömu slóðum í dag furðulega. "Ég skil svo sem ákaflega vel það viðhorf Norðmanna að vilja búa að þessu einir. Þeir eiga hins vegar engan lagalegan rétt á því.
Morgunblaðið 4 september 1994. /
viðtal við Stefán Ágústsson loftskeytamann á Agli rauða NK.