Blogghistorik: 2015 Författad av

30.09.2015 21:54

Tryggvi gamli RE 2.TFQC.

Tryggvi gamli RE 2.Smíði númer 737 hjá Cochrane & Sons Ltd í Selby á Englandi árið 1920 fyrir Útgerðarfélagið Hauk í Reykjavík,hét fyrst Þorsteinn Ingólfsson RE 2.326 br.600 ha.3 þjöppu gufuvél.Árið 1923 er h/f Alliance í Reykjavík eigandi skipsins,hét Tryggvi gamli RE 2.Togarinn var seldur til Danmerkur í brotajárn og rifinn í Odense árið 1955.
                                                                                                     Ljósm: Guðbjartur Ásgeirsson. 

29.09.2015 21:18

Sviði GK 7.TFPC.

Sviði GK 7.Smíði númer 231 hjá Ferguson Shipbuilders í Glasgow í Skotlandi árið 1918 fyrir Breska flotann,hét Nicholas Dean.328 brl.650 ha.3 þjöppu gufuvél.Seldur Gournay-Delpierra & Cie í Boulougne í Frakklandi árið 1923,hét hjá þeim Notre Dam.Seldur Boston Deep Sea Fishing & Ice Co í Grimsby árið 1925.Togarinn hét Willougby hjá þeim.Seldur Sviða h/f í Hafnarfirði árið 1928,hét Sviði GK 7.Togarinn var talinn hafa farist í Kolluál út af Öndverðarnesi á Snæfellsnesi,2 desember 1941 með allri áhöfn 25 mönnum.                                                                                                                                          Ljósm: Óþekktur.

Myndin hér að neðan er af togaranum Sviða GK 7 ásamt fleiri skipum í slippnum í Reykjavík í júlímánuði árið 1941.Togarinn fórst svo 5 mánuðum seinna með allri áhöfn.Myndin er ein fárra litljósmynda sem til eru frá þessum tíma. 

          Ljósm: Óþekktur.Myndin er úr Bandaríska Þjóðskjalasafninu.

28.09.2015 22:27

Surprise GK 4.TFSC.

Surprise GK 4.Smíði númer 898 hjá Cochrane & Sons Ltd í Selby á Englandi árið 1920 fyrir Breska sjóherinn,hét Samuel Martin í þeirra eigu.Seldur sama ár Hellyers Brothers Ltd í Hull,hét Field Marshal Plumer H 174.313 brl.600 ha.3 þjöppu gufuvél.Togarinn var svonefnt stjórnarskip,þ.e.eitt af þeim skipum sem Breska stjórnin lét smíða til stríðsnota,en þessi togari sem og fleiri,mun þó ekki hafa verið hleypt af stokkunum fyrr en eftir stríð.Seldur Einari Þorgilssyni & Co í Hafnarfirði í nóvember 1924 og fær nafnið Surprise GK 4,eftir skútu sem Einar hafði átt og reynst happaskip.Seldur Sæfelli h/f í Vestmannaeyjum árið 1945,fær nafnið Helgafell VE 32.Seldur Oddi Helgasyni í Reykjavík í júní árið 1952.Hann selur togarann í brotajárn og er togarinn rifinn í Bo'ness í Skotlandi sama ár.
                                                                                                                           Ljósm: Óþekktur.


Íslensku togararnir hófu strax í byrjun styrjaldarinnar að sigla með ísvarinn fisk til hafnarborganna í Bretlandi og var Surprise engin undantekning á því.Í hönd fóru mestu uppgripa ár Íslenskrar togaraútgerðar þó að fórnarkostnaðurinn hafi verið mikill fyrir Íslenska sjómannsstétt.Bretar meiga vera þakklátir fyrir það að Íslendingar sáu þeim fyrir fiskmeti á árum styrjaldarinnar í þeirra stríðshrjáða landi. 

Myndin hér að ofan er tekin um borð í togaranum Surprise GK 4,líklega árið 1941 og styrjöldin í algleymingi.Áhöfnin hefur stillt sér upp til myndatöku á togspilinu framan við stjórnpallinn.Þeir eru,fremsta röð frá vinstri:Olgeir Olgeirsson hjálparkokkur,Ólafur Sveinsson,Sigurður Pétursson,Ágúst Jóhannesson,Þorsteinn Einarsson 1 stýrimaður,Jón Þorvaldsson 2 stýrimaður,Jón Björn Elíasson skipstjóri,Valdimar Guðmundsson,Jakob Þorsteinsson.
Miðröð frá vinstri:Leifur Jónsson,Hilmar Sæberg,Þorlákur Eiríksson matsveinn,Jón Jóhannesson,Björgvin Jónsson,Jens Guðmundsson,Pétur Pétursson,Ingimundur Sigurjónsson.
Aftasta röð frá vinstri:Helgi Guðlaugsson,Jón Arnórsson,Guðmundur Þorláksson loftskeytamaður,Guðmundur Jóhannsson,Árni Elíasson,Gísli Guðmundsson,Páll Guðmundsson kyndari,Kristján Brynjólfsson kyndari,Brynjólfur Guðnason bræðslumaður og Guðbjörn Einarsson.Ljósm:Guðbjartur Ásgeirsson.
                                                                                                                                                 

27.09.2015 18:29

Snorri goði RE 141.TFYC.

Snorri goði RE 141.Smíði númer 49 hjá Kaldnæs M/V í Tönsberg í Noregi fyrir O.Larsen árið 1921,hét Aalesund.373 brl.650 ha.3 þjöppu gufuvél.Seldur h/f Kveldúlfi í Reykjavík í nóvember árið 1925 og fær nafnið Snorri goði RE 141.Togarinn var seldur Fiskveiðahlutafélaginu Viðey í Reykjavík,19 júní árið 1944,hét Viðey RE 13.Seldur Búðanesi h/f í Stykkishólmi,4 október 1947,hét hjá þeim Búðanes SH 1.Togarinn var seldur í brotajárn og rifinn í Granton í Skotlandi í maímánuði árið 1952.   
                                                                                                          Ljósm: Guðbjartur Ásgeirsson.  

26.09.2015 20:23

Skutull ÍS 451.TFIC.

Skutull ÍS 451 var smíði númer 885 hjá Cochrane & Sons Ltd í Selby á Englandi árið 1919 sem Daniel Mc Pherson fyrir Breska flotann.Fær fljótlega nafnið Lord Halifax H 79.314 brl.600 ha.3 þjöppu gufuvél.Togarinn var seldur í janúar 1925,h/f Togarafélagi Ísfirðinga á Ísafirði,hét Hávarður Ísfirðingur ÍS 451.Árið 1936 er eigandi skipsins h/f Hávarður á Ísafirði.Seldur h/f Val á Ísafirði árið 1938,fær nafnið Skutull ÍS 451.Árið 1942 selur h/f Valur á Ísafirði Skutul til h/f Asks í Reykjavík og fær togarann Þorfinn RE 33 í staðinn.Skutull fær skráninguna RE 142.Togarinn var skilinn eftir úti í Hull snemma árs 1948 eftir að kaup Oddson & Co gekk til baka.Tekinn af Íslenskri skipaskrá 10 mars 1948.Togarinn var rifinn niður í Hull árið 1952.
                                                                                                   Ljósm: Guðbjartur Ásgeirsson.

-----------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------
Haustið 1939 felldu Bretar niður allar innflutningstakmarkanir á sjávarafurðum sem höfðu verið í gildi frá árinu 1932.Í kjölfar þess hófst mikill útflutningur á ísvörðum fiski frá Íslandi til Englands sem stóð öll stríðsárin.Togarinn Skutull ÍS 451 var fyrstur Íslenskra togara til að selja afla sinn í Englandi eftir að síðari heimstyrjöldin hófst.Hann lagði af stað í söluferð frá Ísafirði,12 október árið 1939 og seldi afla sinn í Fleetwood fimm dögum síðar.Fjöldi fólks safnaðist saman á Norðurtangabryggjunni til að kveðja skip og áhöfn þegar togarinn sigldi út fjörðinn.Myndin hér að neðan var tekin þegar togarinn lagði af stað frá Ísafirði.                                                                                                         Ljósm: Haraldur Ólafsson.

25.09.2015 21:56

Skallagrímur RE 145.TFRC.

Skallagrímur RE 145.Smíði númer 639 hjá Cochrane & Sons Ltd í Selby á Englandi fyrir h/f Kveldúlf í Reykjavík árið 1920.403 brl.800 ha.3 þjöppu gufuvél.Togarinn var alla tíð í eigu Kveldúlfs,mikið afla og happaskip.16 júní árið 1940 bjargaði áhöfn hans 353 skipbrotsmönnum af Breska stórskipinu H.M.S.Andaniu,sem Þýskur kafbátur hafði sökkt,85 sjómílur suður af Ingólfshöfða.Er þetta eitt mesta björgunarafrek sem íslenskt fiskiskip hefur komið að fyrr eða síðar.Togarinn var seldur í brotajárn árið 1955.
                                                                                                                             Ljósm: Óþekktur.

24.09.2015 21:49

Sindri MB 45.TFSD.

Sindri MB 45 var smíði númer 113 hjá A/G Unterweser í Wesermunde (Bremerhaven) í Þýskalandi árið 1915 fyrir Fiskiveiðahlutafélagið Sindra í Hafnarfirði.Hét fyrst Víðir GK 450.241 brl.450 ha.3 þjöppu gufuvél.Togarinn kom til landsins í fyrsta skipti hinn 29 maí sama ár,eins og segir í grein í blaðinu Vísi sama dags,"Víðir,hinn nýi botnvörpungur Hafnfirðinga kom hingað í nótt.Liggur hann fyrir innan Batterísgarðinn,allur flöggum skreyttur".Seldur í desember 1933 Fiskveiðahlutafélaginu Sindra í Reykjavík,hét hjá þeim Sindri RE 45.Í marsmánuði 1937 er Landsbanki Íslands eigandi togarans,sem selur hann í apríl 1938,h/f Víði á Akranesi,hét Sindri MB 45.Árið 1946 var umdæmisstöfum skipsins breitt,hét þá Sindri AK 45.Togarinn slitnaði úr bóli og rak á land í Hvalfirði árið 1949 og eyðilagðist.Enn í dag má sjá leyfar hans í fjörunni neðan við Saurbæ á Hvalfjarðarströnd og lítið mál að komast að þeim.Gufuketillinn sést vel á fjöru og á stórstraumsfjöru má einnig sjá sjálfa gufuvélina.

                                                                                                   Ljósm: Guðbjartur Ásgeirsson.

23.09.2015 22:03

Reykjaborg RE 64.TFUD.

Reykjaborg RE 64.Smíðuð hjá Ateliers & Chantiers Maritimes du Sud-Ouest í Bordeux í Frakklandi árið 1927 fyrir Útgerðarfyrirtækið Canu,Obellianne,Wimille & Cie í Boulogne í Frakklandi.Skipið hét Cap á l'Aigle.685 brl.850 ha.3 þjöppu gufuvél.Togarinn var seldur h/f Mjölni í Reykjavík árið 1936,fær nafnið Reykjaborg RE 64.Togaranum var sökkt af Þýskum kafbáti á leið til Englands,10 mars árið 1941.13 menn fórust en 2 var bjargað um borð í Breskt herskip.

                                                                                                                       Ljósm: óþekktur.

22.09.2015 21:36

Rán ST 50.TFRD.

Rán ST 50.Smíðaður í Lehe í Þýskalandi árið 1915 fyrir Fiskveiðihlutafélagið Ægi í Reykjavík,hét Rán RE 54.262 brl.400 ha.3 þjöppu gufuvél.Togarinn var gerður út frá Kanada um eins ár skeið,1918-19.Seldur Fiskveiðihlutafélaginu Höfrungi í Hafnarfirði árið 1924,hét þar Rán GK 507.Seldur sama ár Hlutafélaginu Rán í Hafnarfirði,sama nafn og númer.Togarinn var seldur h/f Djúpavík,Djúpavík á Ströndum,árið 1939,hét þá Rán ST 50.Seldur til Færeyja árið 1946.Rán var fyrsti Íslenski togarinn sem stundaði veiðar á fjarlægum miðum 1918-19.Veiðisvæði togarans var aðallega við austurströnd Bandaríkjanna og við Nýfundnaland.Landaði hann afla sínum ýmist í Halifax eða Boston.
.
                                                                                                          Ljósm: Guðbjartur Ásgeirsson.

21.09.2015 22:02

Óli Garða GK 190.TFOD.

Óli Garða GK 190.Smíðaður í Lehe í Þýskalandi árið 1921 fyrir h/f Otur í Reykjavík,hét Otur RE 245.316 brl.600 ha.3 þjöppu gufuvél.Í maí árið 1938 er Útvegsbanki Íslands eigandi togarans.Seldur 30 desember árið 1938 Hrafnaflóka h/f í Hafnarfirði,hét Óli Garða GK 190.Talinn ónýtur og rifinn hér á landi árið 1955.Hluti af flaki togarans er enn í dag sýnilegt í Fossvoginum og hægt er að komast að því þurrum fótum á fjöru.Alveg þess virði að gefa sér tíma og skoða það.
 
                                                                                                           Ljósm: Guðbjartur Ásgeirsson.

20.09.2015 21:08

Max Pemperton RE 278.TFMC.

Max Pemperton RE 278.Smíði númer 672 hjá Cochrane & Sons Ltd í Selby á Englandi árið 1917 fyrir Newington Steam & Fishing Co Ltd í Hull,hét Max Pemperton H 563.321 Brl.600 ha.3 þjöppu gufuvél.Togarinn strandaði við Grjótnes á Melrakkasléttu,21 mars árið 1928,mannbjörg varð.Talinn ónýtur á strandstað og seldur á uppboði.Halldór Kr Þorsteinsson,skipstjóri og útgerðarmaður í Háteigi Reykjavík kaupir togarann í október sama ár á 5 sterlingspund.Togarinn næst á flot og er dreginn til Reykjavíkur og síðan fer hann í fullnaðarviðgerð til Englands.Í október árið 1935 er eigandi skipsins Max Pemperton h/f í Reykjavík.Togarinn fórst út af Malarrifi á Snæfellsnesi,11 janúar árið 1944 með allri áhöfn,29 mönnum.Talið að skipið hafi farist af hernaðarvöldum en það er og verður óstaðfest.Vonskuveður var þegar togarinn fórst.
                                                                                                          Ljósm: Guðbjartur Ásgeirsson.

19.09.2015 19:17

Maí GK 346.TFMD.

Maí GK 346.Smíðanúmer 423 hjá Cook Welton & Gemmell Ltd í Beverley á Englandi árið 1920.Hét í upphafi smíðatíma Ephraim Bright en kláraður sem Maí RE 155.339 Brl.600 ha.3 þjöppu gufuvél.Fyrst í eigu Fiskveiðihlutafélagsins Íslands,hét Maí RE 155 eins og fyrr segir.Seldur Bæjarútgerð Hafnarfjarðar í febrúar árið 1931,fær nafnið Maí GK 346.Togarinn var seldur í brotajárn til Danmerkur og rifinn í Odense í júlímánuði árið 1955.
                                                                                                           Ljósm: Guðbjartur Ásgeirsson.

18.09.2015 23:41

Kári RE 111.TFQD.

Kári RE 111.Smíði númer 425 hjá Cook Welton & Gemmell Ltd í Beverley á Englandi árið 1920 fyrir Fiskiveiðahlutafélagið Kára í Viðey.Hét Kári Sölmundarson GK 153.344 brl.600 ha.3 þjöppu gufuvél.Árið 1932 eignast h/f Alliance í Reykjavík togarann,hét hjá þeim Kári RE 111.Seldur Klaksvíkar Fiskvinnufélag A/S í Klaksvík í Færeyjum árið 1946,hét þar Barmur KG 363.Togarinn var seldur í brotajárn til Odense í Danmörku árið 1955.
                                                                                                  Ljósm: Guðbjartur Ásgeirsson.

17.09.2015 20:57

Karlsefni RE 24.TFKD.

Karlsefni RE 24.ex John Dutton LO 514.Smíði númer 230 hjá Ferguson Shipbuilders Ltd í Glasgow í Skotlandi árið 1918.323 brl.600 ha.3 þjöppu gufuvél.Firmað,Geir & Th.Thorsteinsson kaupa togarann í desember árið 1924,fær nafnið Karlsefni RE 24.Í september 1941 er skráður eigandi h/f Karlsefni í Reykjavík.Togarinn var seldur P/F Garðari í Vogi í Færeyjum árið 1946,hét Beinisvar TG 785.Seldur til Odense í Danmörku og rifinn þar í desember árið 1956.     
                                                                                                           Ljósm: Guðbjartur Ásgeirsson. 

16.09.2015 20:38

Júpíter GK 161.TFJD.

Júpíter GK 161.Smíði númer 476 hjá Cook Welton & Gemmell Ltd í Beverley á Englandi árið 1925 fyrir Fiskveiðihlutafélagið Belgaum í Hafnarfirði.394 brl.700 ha.3 þjöppu gufuvél.Togarinn var seldur í desember árið 1929,h/f Júpíter í Hafnarfirði,sama nafn og númer.Seldur í apríl 1948 h/f Júpíter í Reykjavík,hét Júpíter RE 61.Seldur í ágúst árið 1951 Togaraútgerð Dýrfirðinga h/f á Þingeyri,hét hjá þeim Guðmundur Júní ÍS 20.Seldur í júní 1955 Einari Sigurðssyni í Reykjavík,sama nafn og númer.Seldur vorið 1963 Magnúsi Kristinssyni í Njarðvík.18 maí árið 1963 kom upp eldur í togaranum og eftir það var hann talinn ónýtur og tekinn af skipaskrá.Nú er flak togarans í uppfyllingu við höfnina á Ísafirði.
                                                                                               Ljósm: Guðbjartur Ásgeirsson.
Antal sidvisningar idag: 281
Antal unika besökare idag: 20
Antal sidvisningar igår: 568
Antal unika besökare igår: 68
Totalt antal sidvisningar: 1075661
Antal unika besökare totalt: 77621
Uppdaterat antal: 28.12.2024 05:36:39