20.09.2015 21:08

Max Pemperton RE 278.TFMC.

Max Pemperton RE 278.Smíði númer 672 hjá Cochrane & Sons Ltd í Selby á Englandi árið 1917 fyrir Newington Steam & Fishing Co Ltd í Hull,hét Max Pemperton H 563.321 Brl.600 ha.3 þjöppu gufuvél.Togarinn strandaði við Grjótnes á Melrakkasléttu,21 mars árið 1928,mannbjörg varð.Talinn ónýtur á strandstað og seldur á uppboði.Halldór Kr Þorsteinsson,skipstjóri og útgerðarmaður í Háteigi Reykjavík kaupir togarann í október sama ár á 5 sterlingspund.Togarinn næst á flot og er dreginn til Reykjavíkur og síðan fer hann í fullnaðarviðgerð til Englands.Í október árið 1935 er eigandi skipsins Max Pemperton h/f í Reykjavík.Togarinn fórst út af Malarrifi á Snæfellsnesi,11 janúar árið 1944 með allri áhöfn,29 mönnum.Talið að skipið hafi farist af hernaðarvöldum en það er og verður óstaðfest.Vonskuveður var þegar togarinn fórst.
                                                                                                          Ljósm: Guðbjartur Ásgeirsson.
Flettingar í dag: 1129
Gestir í dag: 56
Flettingar í gær: 1170
Gestir í gær: 69
Samtals flettingar: 721026
Samtals gestir: 53532
Tölur uppfærðar: 20.4.2024 17:11:33