06.09.2015 17:11

Gullfoss RE 120.TFAD.

Gullfoss RE 120.ex Gustaf Mayer,smíðaður í Rustringen í Þýskalandi árið 1920.214 brl.400 ha.3 þjöppu gufuvél.Samvinnuútgerðarfélagið Gullfoss í Reykjavík eignaðist Gustaf Mayer eftir að hann strandaði á Meðallandsfjöru,20 feb 1933.Þeir kaupa togarann á strandstað og ná honum út seinna sama ár nánast óskemmdum.Hét Gullfoss hjá þeim.Í júní 1936 er Landsbanki Íslands orðinn eigandi,seldur 27 júní 1936,Magnúsi Andréssyni í Reykjavík.Togarinn er talinn hafa farist út af Lóndröngum á Snæfellsnesi,28 feb 1941 með allri áhöfn,19 mönnum.
                                                                                                                           Ljósmyndari óþekktur.
Flettingar í dag: 2075
Gestir í dag: 60
Flettingar í gær: 2095
Gestir í gær: 131
Samtals flettingar: 1356870
Samtals gestir: 88673
Tölur uppfærðar: 3.7.2025 17:26:28