13.09.2015 20:38
Hilmir RE 240.TFLC.
Hilmir RE 240.ex T.R.Ferens H 1027.Smíði no 580 hjá Cochrane & Sons Ltd í Selby á Englandi árið 1913 fyrir Pickering & Halding's Steam Fishing Co Ltd í Hull,hét T.R.Ferans H 1027.306 brl.550 ha.3 þjöppu gufuvél.Togarinn var seldur Fiskveiðahlutafélaginu Hilmi í Reykjavík árið 1919,hét Hilmir RE 240.Seldur Fiskiveiðahlutafélaginu Njáli í Reykjavík í apríl 1922,hélt sama nafni hjá þeim.Seldur í desember árið 1941 Fiskiveiðahlutafélaginu Njáli á Bíldudal,sama nafn.Seldur Gunnari Guðjónssyni í Reykjavík í janúar árið 1945,hét Kópanes RE 240.Togarinn var seldur Rituvikar Trawlers í Færeyjum í febrúar 1947,hét Skoraklettur VN 25.Strandaði við Færeyingahöfn á V-Grænlandi,15 maí árið 1955 og eyðilagðist á strandstað.
Ljósmynd: Skafti Guðjónsson.
Skrifað af Þórhalli S Gjöveraa.
Flettingar í dag: 2511
Gestir í dag: 49
Flettingar í gær: 1155
Gestir í gær: 85
Samtals flettingar: 1196286
Samtals gestir: 83809
Tölur uppfærðar: 2.4.2025 20:34:07