14.09.2015 21:31
Jón Ólafsson RE 279.TFWD.
Jón Ólafsson RE 279.ex Loch Seaforth,smíðaður hjá Cook Welton & Gemmell Ltd í Beverley á Englandi fyrir Loch Fishing & Co Ltd í Hull árið 1933.Hann var fyrsti togarinn sem smíðaður var fyrir þetta útgerðarfélag.425 brl.700 ha.3 þjöppu gufuvél.154 ft.á lengd (47m).Seldur h/f Alliance í Reykjavík,17 mars árið 1939.Fékk nafnið Jón Ólafsson RE 279.Togarinn fórst á leið frá Englandi til Íslands,23 október 1942,með allri áhöfn,13 mönnum.Talið að togarinn hafi farist af hernaðarvöldum,en það er og verður óstaðfest.
Ljósm: Óþekktur.
Skrifað af Þórhalli S Gjöveraa.
Flettingar í dag: 2459
Gestir í dag: 45
Flettingar í gær: 1155
Gestir í gær: 85
Samtals flettingar: 1196234
Samtals gestir: 83805
Tölur uppfærðar: 2.4.2025 20:11:16