16.09.2015 20:38

Júpíter GK 161.TFJD.

Júpíter GK 161.Smíði númer 476 hjá Cook Welton & Gemmell Ltd í Beverley á Englandi árið 1925 fyrir Fiskveiðihlutafélagið Belgaum í Hafnarfirði.394 brl.700 ha.3 þjöppu gufuvél.Togarinn var seldur í desember árið 1929,h/f Júpíter í Hafnarfirði,sama nafn og númer.Seldur í apríl 1948 h/f Júpíter í Reykjavík,hét Júpíter RE 61.Seldur í ágúst árið 1951 Togaraútgerð Dýrfirðinga h/f á Þingeyri,hét hjá þeim Guðmundur Júní ÍS 20.Seldur í júní 1955 Einari Sigurðssyni í Reykjavík,sama nafn og númer.Seldur vorið 1963 Magnúsi Kristinssyni í Njarðvík.18 maí árið 1963 kom upp eldur í togaranum og eftir það var hann talinn ónýtur og tekinn af skipaskrá.Nú er flak togarans í uppfyllingu við höfnina á Ísafirði.
                                                                                               Ljósm: Guðbjartur Ásgeirsson.
Flettingar í dag: 1257
Gestir í dag: 115
Flettingar í gær: 421
Gestir í gær: 22
Samtals flettingar: 1191659
Samtals gestir: 83671
Tölur uppfærðar: 31.3.2025 22:18:30