24.09.2015 21:49

Sindri MB 45.TFSD.

Sindri MB 45 var smíði númer 113 hjá A/G Unterweser í Wesermunde (Bremerhaven) í Þýskalandi árið 1915 fyrir Fiskiveiðahlutafélagið Sindra í Hafnarfirði.Hét fyrst Víðir GK 450.241 brl.450 ha.3 þjöppu gufuvél.Togarinn kom til landsins í fyrsta skipti hinn 29 maí sama ár,eins og segir í grein í blaðinu Vísi sama dags,"Víðir,hinn nýi botnvörpungur Hafnfirðinga kom hingað í nótt.Liggur hann fyrir innan Batterísgarðinn,allur flöggum skreyttur".Seldur í desember 1933 Fiskveiðahlutafélaginu Sindra í Reykjavík,hét hjá þeim Sindri RE 45.Í marsmánuði 1937 er Landsbanki Íslands eigandi togarans,sem selur hann í apríl 1938,h/f Víði á Akranesi,hét Sindri MB 45.Árið 1946 var umdæmisstöfum skipsins breitt,hét þá Sindri AK 45.Togarinn slitnaði úr bóli og rak á land í Hvalfirði árið 1949 og eyðilagðist.Enn í dag má sjá leyfar hans í fjörunni neðan við Saurbæ á Hvalfjarðarströnd og lítið mál að komast að þeim.Gufuketillinn sést vel á fjöru og á stórstraumsfjöru má einnig sjá sjálfa gufuvélina.

                                                                                                   Ljósm: Guðbjartur Ásgeirsson.
Flettingar í dag: 1257
Gestir í dag: 115
Flettingar í gær: 421
Gestir í gær: 22
Samtals flettingar: 1191659
Samtals gestir: 83671
Tölur uppfærðar: 31.3.2025 22:18:30