28.09.2015 22:27

Surprise GK 4.TFSC.

Surprise GK 4.Smíði númer 898 hjá Cochrane & Sons Ltd í Selby á Englandi árið 1920 fyrir Breska sjóherinn,hét Samuel Martin í þeirra eigu.Seldur sama ár Hellyers Brothers Ltd í Hull,hét Field Marshal Plumer H 174.313 brl.600 ha.3 þjöppu gufuvél.Togarinn var svonefnt stjórnarskip,þ.e.eitt af þeim skipum sem Breska stjórnin lét smíða til stríðsnota,en þessi togari sem og fleiri,mun þó ekki hafa verið hleypt af stokkunum fyrr en eftir stríð.Seldur Einari Þorgilssyni & Co í Hafnarfirði í nóvember 1924 og fær nafnið Surprise GK 4,eftir skútu sem Einar hafði átt og reynst happaskip.Seldur Sæfelli h/f í Vestmannaeyjum árið 1945,fær nafnið Helgafell VE 32.Seldur Oddi Helgasyni í Reykjavík í júní árið 1952.Hann selur togarann í brotajárn og er togarinn rifinn í Bo'ness í Skotlandi sama ár.
                                                                                                                           Ljósm: Óþekktur.


Íslensku togararnir hófu strax í byrjun styrjaldarinnar að sigla með ísvarinn fisk til hafnarborganna í Bretlandi og var Surprise engin undantekning á því.Í hönd fóru mestu uppgripa ár Íslenskrar togaraútgerðar þó að fórnarkostnaðurinn hafi verið mikill fyrir Íslenska sjómannsstétt.Bretar meiga vera þakklátir fyrir það að Íslendingar sáu þeim fyrir fiskmeti á árum styrjaldarinnar í þeirra stríðshrjáða landi. 

Myndin hér að ofan er tekin um borð í togaranum Surprise GK 4,líklega árið 1941 og styrjöldin í algleymingi.Áhöfnin hefur stillt sér upp til myndatöku á togspilinu framan við stjórnpallinn.Þeir eru,fremsta röð frá vinstri:Olgeir Olgeirsson hjálparkokkur,Ólafur Sveinsson,Sigurður Pétursson,Ágúst Jóhannesson,Þorsteinn Einarsson 1 stýrimaður,Jón Þorvaldsson 2 stýrimaður,Jón Björn Elíasson skipstjóri,Valdimar Guðmundsson,Jakob Þorsteinsson.
Miðröð frá vinstri:Leifur Jónsson,Hilmar Sæberg,Þorlákur Eiríksson matsveinn,Jón Jóhannesson,Björgvin Jónsson,Jens Guðmundsson,Pétur Pétursson,Ingimundur Sigurjónsson.
Aftasta röð frá vinstri:Helgi Guðlaugsson,Jón Arnórsson,Guðmundur Þorláksson loftskeytamaður,Guðmundur Jóhannsson,Árni Elíasson,Gísli Guðmundsson,Páll Guðmundsson kyndari,Kristján Brynjólfsson kyndari,Brynjólfur Guðnason bræðslumaður og Guðbjörn Einarsson.Ljósm:Guðbjartur Ásgeirsson.
                                                                                                                                                 
Flettingar í dag: 1882
Gestir í dag: 116
Flettingar í gær: 421
Gestir í gær: 22
Samtals flettingar: 1192284
Samtals gestir: 83672
Tölur uppfærðar: 31.3.2025 22:39:31