01.10.2015 22:18
Venus GK 519.TFVC.
Venus GK 519.Smíðaður hjá Cook Welton & Gemmell Ltd í Beverley á Englandi árið 1929 fyrir Útgerðarfélagið Belgaum í Hafnarfirði.415 brl.700 ha.3 þjöppu gufuvél.Seldur í febrúar 1937 Hlutafélaginu Venusi í Hafnarfirði,sama nafn og númer.Togarinn slitnaði úr bóli í Hafnarfjarðarhöfn í ofsaveðri,30 nóvember árið 1956 og rak upp í vestari hafnargarðinn og sökk þar.Talinn ónýtur og seldur í brotajárn.Það má geta þess að Síldarvinnslan h/f í Neskaupstað (stofnuð 11 des 1957) kaupir gufuketilinn úr Venusi fyrir síldarverksmiðju sína sem þá var í byggingu.Sú síldarbræðsla gjöreyðilagðist í snjóflóðum,20 desember 1974 sem kostuðu 12 manns lífið.Ketillinn stendur enn á grunni sínum og það eina sem minnir á bræðsluna og í leiðinni togarann Venus GK 519.
Ljósm:Guðbjartur Ásgeirsson.
Myndin hér að neðan sýnir gufuketilinn á grunni gömlu síldarbræðslunnar í Neskaupstað.
Ljósm: Elín A Hermannsdóttir fyrir síðuhöfund 2013.
Skrifað af Þórhalli S Gjöveraa.
Flettingar í dag: 218
Gestir í dag: 31
Flettingar í gær: 434
Gestir í gær: 58
Samtals flettingar: 1075030
Samtals gestir: 77564
Tölur uppfærðar: 27.12.2024 13:27:07