02.10.2015 20:28

Vörður BA 142.TFBC.

Vörður BA 142.Smíði númer 187 hjá Unterweser í Wesermunde (Lehe) í Þýskalandi árið 1921 fyrir Sigfús Blöndahl í Reykjavík,hét fyrst Gulltoppur RE 247.316 brl.600 ha.3 þjöppu gufuvél.Seldur árið 1924 h/f Sleipni í Reykjavík,sama nafn og númer.Seldur í mars árið 1928,h/f Andra á Eskifirði,hét Andri SU 493.Seldur Bergi h/f í Hafnarfirði í nóvember árið 1932,hét hjá þeim Andri GK 95.Togarinn var seldur Ólafi Jóhannessyni & Co á Patreksfirði í maí 1937,hét hjá honum Vörður BA 142.Í ágúst árið 1942 er skráður eigandi h/f Vörður á Patreksfirði.Seldur til Færeyja í marsmánuði árið 1947,fær nafnið Hoddaberg.Talinn ónýtur og rifinn í Drelnes í Trangilsvogi,Færeyjum árið 1955.                                                                                                                                            Ljósm: Óþekktur.

 
Það má geta þess að togarinn strandaði við Kettlenes á norðausturströnd Englands,25 janúar árið 1936.Hann hét þá Andri GK 95.Togarinn var þá á leið til Grimsby að selja afla sinn.Hann náðist ekki út fyrr en 8 febrúar og var farið með hann til Whitby í North Yorkshire á Englandi þar sem viðgerð fór fram.Örsök strandsins var talin áttavitaskekkja en það munaði heilum 22° að hann sýndi rétta stefnu.Myndin hér að neðan sýnir togarann á strandstað við Kettlenes.
                                                                                           (C) Mynd:Lancashire County Council.
Flettingar í dag: 228
Gestir í dag: 32
Flettingar í gær: 434
Gestir í gær: 58
Samtals flettingar: 1075040
Samtals gestir: 77565
Tölur uppfærðar: 27.12.2024 13:54:36