03.10.2015 18:40
Þorfinnur RE 33.TFKC.
Þorfinnur RE 33.Smíði númer 356 hjá A/G Seebeck í Gestemunde (Bremerhaven) í Þýskalandi árið 1915 fyrir Fiskveiðihlutafélagið Ými í Hafnarfirði.Hét fyrst Ýmir GK 448.269 brl.550 ha.3 þjöppu gufuvél.Seldur í ágúst árið 1928,Þórði Flygenring í Hafnarfirði,skipið hét Eldey GK 448.Togarinn var seldur í október 1928 Fiskiveiðahlutafélaginu Kára í Viðey,hét þar Þorgeir skorargeir GK 448.Seldur í okt 1932 Sameignarfélaginu Kópi í Reykjavík,togarinn hét Kópur RE 33.Í febrúar árið 1937 er Útvegsbanki Íslands eigandi togarans allt þar til hann er seldur í janúar 1940 Hlutafélaginu Aski í Reykjavík.Fær þar nafnið Þorfinnur RE 33.Seldur í mars 1942,h/f Val á Ísafirði,sama nafn og númer.Togarinn var seldur til Færeyja í nóvember árið 1945,fékk nafnið Bakur þar.
Ljósm: Guðbjartur Ásgeirsson.
Myndin hér að neðan er tekin í slippnum í Reykjavík á fjórða áratugnum.Þar má sjá E.s Selfoss ex Willemoes,skip Eimskipafélags Íslands,smíðað í Porsgrunn í Noregi árið 1914.Til hægri er togarinn Kópur RE 33 sem á þessum tíma var í eigu s/f Kóps í Reykjavík.
Ljósm: Óþekktur.
Skrifað af Þórhalli S Gjöveraa.
Flettingar í dag: 965
Gestir í dag: 30
Flettingar í gær: 1155
Gestir í gær: 85
Samtals flettingar: 1194740
Samtals gestir: 83790
Tölur uppfærðar: 2.4.2025 08:53:57