05.10.2015 06:40

Seagull RE 100.LBJM.

Seagull RE 100.Smíðaður hjá J.R.Oswald & Co í Milford Haven í Wales í Bretlandi árið 1894.126 brl.94 ha.3 þjöppu gufuvél.Kom togarinn til landsins í júní árið 1905 (3 mánuðum á eftir Coot).Eigendur hans voru kaupmennirnir Benedikt Stefánsson og Eyjólfur Ófeigsson,Bjarnhéðinn Jónsson járnsmiður og Guðmundur Einarsson steinsmiður.Enginn þessara manna hafði komið að útgerð áður,hvað þá að gera út botnvörpung.Seldur Þorvaldi Björnssyni Reykjavík árið 1906.Seldur í maí 1907 Pétri Jónssyni í Reykjavík.Seldur í september 1907,Bárði Kristjáni Guðmundssyni Reykjavík.Togarinn slitnaði upp og strandaði í Vestmannaeyjum,haustið 1907.Náðist út af strandstað og var dreginn til Reykjavíkur.Var rifinn í fjöru í Hafnarfirði nokkrum árum síðar. 
                                                                                                                      Ljósm: Óþekktur.


Í fyrsta tölublaði Ægis,í júlí 1905,er sagt frá komu Seagulls og henni fagnað.Segir þar m.a.:
"Heyrst hefir að margir hér í Reykjavík og nágrenninu hefðu í hyggju að selja þilskip sín ef kostur er og kaupa aftur botnvörpuskip,og sýnir þetta virðingarverðan áhuga fyrir að fylgja með tímanum í fiskiveiðamálunum."
Útgerð Seagulls gekk alla tíð á afturfótunum.Fljótlega eftir að skipið kom til Reykjavíkur,var því haldið til veiða undir stjórn Árna Eyjólfssonar,en afli var lítill sem enginn.
Sá maður,sem kunnastur er af útgerð Seagulls,er Þorvaldur Björnsson óðalsbóndi,ýmist kendur við Núpakot eða Þorvaldseyri undir Eyjafjöllum.Hann var kominn yfir sjötugt er hann lenti í hinu misheppnaða Seagullsævintýri.Honum hafði græðst fé á búskap og var hann í tölu kunnari bænda á Suðurlandi.Þorvaldur fluttist til Reykjavíkur árið 1905 og mun þá fljótlega hafa komist inn í félagsskapinn um Seagull.Fullkominn eigandi Seagulls er hann ekki talinn fyrr en frá 1 desember 1906.Átti hann togarann einn til 28 maí 1907,en þá var hann gjaldþrota á fyrirtækinu.Togarinn var stundum nefndur manna í milli "Fjósarauður"Þorvaldi til háðungar og einnig vegna litarins,en hann var rauðbrúnn.Síðast var hann notaður til flutninga,allt þar til hann slitnaði upp,rak á land og skemmdist við Vestmannaeyjar í desember árið 1907.Hinn 9 júlí 1908 var auglýst nauðungaruppboð á botnvörpuveiðiskipinu Seagull og skyldi það fara fram hinn 13.sama mánaðar "við skipið,þar sem það nú stendur uppi í fjörunni hjer (þ.e.Vestmannaeyjum)"Á Seagull hvíldi skuld við Fiskiveiðasjóð Íslands,sem aldrei mun hafa goldist.Flakið hefur líklega verið dregið til Hafnarfjarðar,því að þar var það rifið mörgum árum seinna.
                                         Heimild: Saga Íslenskrar togaraútgerðar fram til 1917.Heimir Þorleifsson 1974.
Flettingar í dag: 228
Gestir í dag: 32
Flettingar í gær: 434
Gestir í gær: 58
Samtals flettingar: 1075040
Samtals gestir: 77565
Tölur uppfærðar: 27.12.2024 13:54:36