06.10.2015 21:47

Hannes ráðherra RE 268.TFHC.

Hannes ráðherra RE 268.Smíðaður hjá Cook Welton & Gemmell Ltd í Beverley á Englandi árið 1926 fyrir h/f Alliance í Reykjavík.445 brl.800 ha.3 þjöppu gufuvél.Hannes ráðherra var fyrsti Íslenski togarinn sem stundaði veiðar á fjarlægum miðum í Norðurhöfum.Var það við Bjarnarey laust fyrir 1930.Togarinn strandaði á Músaskerjum við Kjalarnes,14 febrúar 1939.Áhöfnin,18 menn,bjargaðist í skipsbát og þaðan um borð í björgunarskútuna Sæbjörgu.Togarinn eyðilagðist á strandstað.

                                                                            Ljósm: Óþekktur.  (C) mynd:Þórhallur S Gjöveraa.

Grein úr morgunblaðinu frá 14 febrúar árið 1939 þar sem greinir frá strandi togarans á Músaskerjum á Kjalarnesi nóttina áður.



Eins og kemur fram í greininni var togarinn að koma úr siglingu til Englands þegar hann villtist af leið í dimmviðri til Reykjavíkur.
Flettingar í dag: 1854
Gestir í dag: 12
Flettingar í gær: 1503
Gestir í gær: 9
Samtals flettingar: 2173124
Samtals gestir: 96869
Tölur uppfærðar: 31.1.2026 13:27:30