14.10.2015 14:06

Skúli fógeti RE 144.LCHM.

Skúli fógeti RE 144 var smíði númer 368 hjá Cook Welton & Gemmell Ltd í Beverley á Englandi árið 1920 fyrir h/f Alliance í Reykjavík.348 brl.600 ha.3 þjöppu gufuvél.Togarinn strandaði rétt vestan Staðarhverfis við Grindavík,10 apríl 1933.13 menn fórust en Björgunarsveit S.V.F.Í í Grindavík bjargaði 24 mönnum á land.Skipið brotnaði fljótt niður og eyðilagðist á strandstað.Skúli fógeti var 10 eða 11 togarinn sem farist hefur síðan Leifur heppni RE 146 fórst í Halaveðrinu mikla í febrúar árið 1925.
                                                          Ljósm:Guðbjartur Ásgeirsson ? (C) mynd:Þórhallur S Gjöveraa.

Í maí hefti Ægis,26 árg,5 hefti,árið 1933 er fjallað um þetta átakanlega sjóslys.Þar eru allir skipverjarnir nafngreindir og ágætt að hafa það með.


Þessi grein er fengin af Tímarit.is
Flettingar í dag: 218
Gestir í dag: 31
Flettingar í gær: 434
Gestir í gær: 58
Samtals flettingar: 1075030
Samtals gestir: 77564
Tölur uppfærðar: 27.12.2024 13:27:07