14.10.2015 14:06
Skúli fógeti RE 144.LCHM.
Skúli fógeti RE 144 var smíði númer 368 hjá Cook Welton & Gemmell Ltd í Beverley á Englandi árið 1920 fyrir h/f Alliance í Reykjavík.348 brl.600 ha.3 þjöppu gufuvél.Togarinn strandaði rétt vestan Staðarhverfis við Grindavík,10 apríl 1933.13 menn fórust en Björgunarsveit S.V.F.Í í Grindavík bjargaði 24 mönnum á land.Skipið brotnaði fljótt niður og eyðilagðist á strandstað.Skúli fógeti var 10 eða 11 togarinn sem farist hefur síðan Leifur heppni RE 146 fórst í Halaveðrinu mikla í febrúar árið 1925.
Ljósm:Guðbjartur Ásgeirsson ? (C) mynd:Þórhallur S Gjöveraa.
Í maí hefti Ægis,26 árg,5 hefti,árið 1933 er fjallað um þetta átakanlega sjóslys.Þar eru allir skipverjarnir nafngreindir og ágætt að hafa það með.
Þessi grein er fengin af Tímarit.is
Skrifað af Þórhalli S Gjöveraa.
Flettingar í dag: 218
Gestir í dag: 31
Flettingar í gær: 434
Gestir í gær: 58
Samtals flettingar: 1075030
Samtals gestir: 77564
Tölur uppfærðar: 27.12.2024 13:27:07