21.10.2015 19:45
Vínland RE 226.LCGM.
Vínland RE 226.Smíðaður í Hollandi árið 1917 ( Koopman í Dordrecht ? ) fyrir Th.Thorsteinsson í Reykjavík.Skipið kom ekki til landsins fyrr en 9 janúar 1919 vegna ófriðarins í Evrópu.305 brl.550 ha.3 þjöppu gufuvél.Seldur H.P.Duus í Reykjavík seinna sama ár,hét Ása RE 18.Togarinn strandaði á Dritvíkurtanga á Snæfellsnesi,20 desember 1925.Áhöfnin komst í björgunarbátanna og var bjargað um borð í Þýskan togara og fisktökuskipið La France sem flutti þá síðan alla til Hafnarfjarðar.Togarinn eyðilagðist á strandstað og brotnaði fljótt niður.
Ljósm:Óþekktur.(C) mynd:Þórhallur S Gjöveraa.
Skrifað af Þórhalli S Gjöveraa.
Flettingar í dag: 371
Gestir í dag: 53
Flettingar í gær: 2446
Gestir í gær: 98
Samtals flettingar: 1074749
Samtals gestir: 77528
Tölur uppfærðar: 26.12.2024 22:30:22