22.10.2015 23:37
Snorri Sturluson RE 134.LCDB.
Snorri Sturluson RE 134 var smíðaður hjá Cook Welton & Gemmell Ltd í Beverley á Englandi árið 1900.228 brl.400 ha.Triple Expansion vél.Seldur P.J.Thorsteinsson & Co.h/f Reykjavík og Kaupmannahöfn,10 júní 1907.( Milljónafélagið ) Togarinn var seldur h/f Snorra Sturlusyni í Kaupmannahöfn í mars 1914.Keyptur aftur til landsins í apríl 1915,eigandi var Thor Jensen ( h/f Kveldúlfur ) Togarinn var seldur til Englands árið 1919.
Ljósmyndari óþekktur.
Togarinn Snorri Sturluson var fyrsta skipið sem Milljónafélagið keypti og áttu þau kaup sér stað 10 júní árið 1907.Skipið var mjög stórt miðað við önnur skip á þessum tíma.Togarinn stundaði fiskveiðar með 17 til 22 menn á áhöfn.Það voru tveir aðrir togarar sem Milljónafélagið kom síðar til með að eignast seinna meir.Fyrst ber að nefna togarann Frey(GK 340) smíðaður í Skotlandi 1891 og var 152 brl.Þann togara eignaðist félagið árið 1909.Þriðja togarann eignast svo Milljónafélagið um áramótin 1908-09,sem hét Valur RE 122,smíðaður í Englandi árið 1894,137 brl.Voru þetta einu togararnir sem Milljónafélagið eignaðist.Öll hin skipin voru kútterar,skonnortur,mótorbátar eða gufuskip.
Það er kannski ekki úr vegi að rifja aðeins upp upphaf útgerðar Péturs J Thorsteinssonar og Thors Jensen í Viðey;
Árið 1907 var Útgerðarfyrirtækið P.J.Thorsteinsson & Co stofnað og átti hlutafé þess að vera 1 milljón króna sem þá var gríðarleg upphæð.Kallaðist þá félagið Milljónafélagið. Helstu stofnendur þess voru Pétur J. Thorsteinsson og Thor Jensen. Miðstöð félagsins var á austurenda Viðeyjar og á skömmum tíma myndaðist þar reisulegt þorp með fjölda íbúðar- og fiskverkunarhúsa. Þar var einnig besta höfnin við Faxaflóa. Milljónafélagið varð gjaldþrota árið 1914 en fiskverkun var áfram á Sundabakka. Árið 1924 gerði Kárafélagið eyjuna að útgerðarstöð sinni. Þá fjölgaði þorpsbúum og urðu þeir flestir 138 talsins árið 1930. Ári síðar lagði félagið upp laupana. Eftir það tók íbúum þorpsins að fækka og árið 1943 fór það í eyði. Búskapur var stundaður í Viðey fram á sjötta áratuginn en þá lagðist búseta af í eyjunni. Árið 1968 var Þjóðminjasafninu falin umsjón með Viðeyjarstofu og kirkjunni, en þá voru húsin orðin illa farin. Íslenska ríkið gaf Reykjavíkurborg húsin árið 1986 og lauk endurbótum á þeim árið 1988.
Ljósmynd:Magnús Ólafsson.
Myndin hér að ofan sýnir útskipun á saltfiski í Viðey á vegum Milljónafélagsins árið 1910.Fiskinum er ekið á vögnum sem ganga á teinum á bryggjunni og svo hefur saltfiskinum sjálfsagt verið stúfað í lest flutningaskipsins.Það hefur verið mikið og blómlegt athafnalíf í Viðey í byrjun 20 aldar og mikið í allt lagt,kannski of mikið en það er önnur saga.
Skrifað af Þórhalli S Gjöveraa.
Flettingar í dag: 371
Gestir í dag: 53
Flettingar í gær: 2446
Gestir í gær: 98
Samtals flettingar: 1074749
Samtals gestir: 77528
Tölur uppfærðar: 26.12.2024 22:30:22