24.10.2015 17:04
Bragi RE 147.LBMP.
Bragi RE 147 var smíðaður hjá Cochrane & Sons Ltd í Selby á Englandi árið 1912 fyrir Hlutafélagið Bræðurnir Thorsteinsson í Reykjavík.291 brl.550 ha.3 þjöppu gufuvél.Togarinn var seldur Hlutafélaginu Braga í Reykjavík,17 febrúar 1913.Seldur til Frakklands í desember árið 1917.29 október árið 1916 þegar Bragi var á leið til Fleetwood á Englandi að selja afla sinn,var hann hertekinn af Þjóðverjum sem hótuðu að sökkva togaranum en í stað þess tóku þeir hann í sína þjónustu næstu tvo mánuðina.Togarinn kom ekki heim til Reykjavíkur fyrr en 22 desember.Skipstjóri á Braga þá var Guðmundur Jóhannsson,þekktur togaraskipstjóri.Hann var síðar skipstjóri m.a.á Ara RE 147 í Halaveðrinu mikla í febrúar 1925.Hremmingum skipverjanna á Braga eru gerð góð skil í bókinni,Í særótinu eftir Svein Sæmundsson rithöfund.