26.10.2015 09:09
Vörður BA 142.TFZC.
Vörður BA 142 var smíði númer 555 hjá Deutsche Schiffs Und Maschinenbau A/G Seebeck Wesermunde (Bremerhaven) í Þýskalandi árið 1936 fyrir MacLine Ltd í London (Leverhulme Ltd) sem Northern Reward LO 168.625 brl.1000 ha.3 þjöppu gufuvél.Seldur í október 1937,Northern Trawlers Ltd í London.Tekinn í þjónustu breska sjóhersins í september 1939.Togarinn var m.a.í sömu skipalest og Goðafoss þegar Þýski kafbáturinn U-300 sökkti honum við Garðskaga,10 nóvember 1944.Í desember árið 1946 er togarinn skráður í Grimsby,sama nafn en GY 431.Seldur h/f Verði á Patreksfirði í mars 1947 og fær nafnið Vörður BA 142.Togarinn fórst í hafi á leið til Grimsby í söluferð,29 janúar 1950.5 skipverjar fórust en 14 skipverjar komust í björgunarbát og var bjargað þaðan um borð í togarann Bjarna Ólafsson AK 67 frá Akranesi.Vörður var af svonefndri "Sunlightgerð"en jafnan nefndur "Sáputogari"en þeir togarar voru alls 15 að tölu.