28.10.2015 09:39

Eggert Ólafsson BA 127.LBMJ.

Eggert Ólafsson BA 127 var smíði númer 109 hjá Cook Welton & Gemmell Ltd í Beverley á Englandi árið 1906 fyrir Alick Black í Grimsby,hét Invicta GY 146.259 brl.gufuvél frá C.D.Holmes & Co í Hull,stærð ókunn.Seldur 11 júní 1909,The South Western Steam Fishing & Co Ltd í Fleetwood,sama nafn og númer.Seldur í desember 1911,Pétri A Ólafssyni Verslunar og Útgerðarmanni,Geirseyri á Patreksfirði,hét Eggert Ólafsson BA 127.Árið 1914 er skráðir eigendur auk Péturs,h/f Eggert Ólafsson í Reykjavík og Elías Stefánsson,togarinn hét þá Eggert Ólafsson RE 156.Seldur 15 desember 1917,Marine Nationale Francaise (Franska sjóhernum),hét Gorille hjá þeim.Seldur 1919,Maurice Bernhard í Boulogne í Frakklandi,hét Cyclone B 778.Seldur 1925,Victor Fourney & Others í Boulogne,sama nafn.Seldur 1931,Lachenal et Baule í Boulogne,hét Thérésa de Lisieux B 778.Seldur 1932,Commandant Baule í Boulogne,sama nafn og númer,Seldur í brotajárn og rifinn í Boulogne árið 1936.
                                                                                                      Ljósm: Pétur Andreas Ólafsson.

Pétur Andreas Ólafsson 1870-1949 (F.á Skagaströnd) var verslunarmaður í Flatey á Breiðafirði hjá frænda sínum,Birni Sigurðssyni Kaupmanni þar frá árinu 1893,þar til hann fluttist 1898 til Patreksfjarðar með fjölskyldu sína.Á Patreksfirði gerðist hann Verslunarstjóri hjá Islandsk Handels & Fiskeri Co.( I.H.F.) og keypti síðan verslunina þar árið 1906.Var þar svo kaupmaður og útgerðarmaður til ársins 1916 að hann fluttist til Reykjavíkur en rak verslun og útgerð vestra til ársins 1931.Pétur keypti fyrsta togara utan Reykjavíkur árið 1911.Það var togarinn Eggert Ólafsson BA 127,sá fjórði í röðinni af Íslenskum togurum.Á Patreksfirði var hann stórtvirkur framkvæmdamaður,lagði t.d.síma milli helstu húsa þar.Stofnaði einnig og rak í tvö ár fyrsta Selveiðafyrirtæki á Íslandi.Það var á Suðureyri í Tálknafirði 1916-18.Pétur var athafnasamur ljósmyndari.Fjöldi merkilegra mynda er til eftir hann.Hann bjó síðustu æviárin á Akureyri ásamt konu sinni,Marie Kristine Ísaksdóttur og lést þar 11 maí 1949.
Flettingar í dag: 371
Gestir í dag: 53
Flettingar í gær: 2446
Gestir í gær: 98
Samtals flettingar: 1074749
Samtals gestir: 77528
Tölur uppfærðar: 26.12.2024 22:30:22