31.10.2015 09:29

Þór RE 171.LBCG.

Þór RE 171 var smíðaður í Hollandi árið 1904 fyrir Stoomvisscherji Mercurius í Hollandi,hét Donald IJM 103.264 brl.375 ha.3 þjöppu gufuvél.Kom til landsins árið 1916.Eigandi var Defensor h/f í Reykjavík frá því ári.Togarinn var seldur til Frakklands árið 1917.

                                                                                      Ljósmyndari óþekktur.

Togarinn Þór var eign nokkurra manna,sem stóðu að félaginu Defensor,er stofnað var árið 1915 í Reykjavík.Matthías Þórðarson frá Móum var einn af stofnendum félagsins og segir hann frá því í endurminningum sínum.Félagið var þannig til komið,að Matthías og nokkrir menn með honum keyptu flak af skipi,sem rekið hafði á land við Rauðará í Reykjavík árið 1911.Létu þeir rífa skipið,en það hafði heitið Defensor,og notuðu fé,er þeir fengu fyrir málm og annað úr því,til þess að reisa fiskverkunarstöð við Rauðará.Nefndu þeir hana Defensor eftir skipinu.Eigendur Þórs voru þessir;
Matthías Þórðarson fiskifélagsráðunautur,Magnús Magnússon og Jón Ólafsson,báðir í Alliance,Jóel Jónsson skipstjóri og Geo Copland kaupmaður.Þeir áttu togarann aðeins í rúmt ár,eða til ársins 1917 er hann var seldur til Frakklands eins og áður segir.

Hér fyrir neðan eru tvær myndir af togaranum þegar hann hét Donald IJM 103 þegar hann var gerður út frá Hollandi.  




                                                            
Ekki veit ég hver tók þessar myndir af togaranum en þær hafa verið teknar fyrir árið 1917 því þá bar hann nafnið Þór RE 171 og gerður út frá Reykjavík.Svo vil ég þakka Óskari Franz Óskarssyni fyrir veittar upplýsingar.Betra er að hafa það sem sannara reynist.


Flettingar í dag: 309
Gestir í dag: 43
Flettingar í gær: 2446
Gestir í gær: 98
Samtals flettingar: 1074687
Samtals gestir: 77518
Tölur uppfærðar: 26.12.2024 21:46:59