01.11.2015 09:46
Njörður RE 36.LCDK.
Njörður RE 36 var smíði númer 536 hjá Cochrane & Sons Ltd í Selby á Englandi árið 1912 fyrir J.Marr & Sons Ltd í Fleetwood,hét Velia FD 229.278 brl.500 ha.3 þjöppu gufuvél.Seldur í janúar 1914,Togarafélaginu Nirði í Reykjavík,hét Njörður RE 36.Togaranum var sökkt 18 október 1918 af Þýska kafbátnum U-122,um 25 sjómílur suðvestur af St.Kilda við Skotlandsstrendur.Áhöfnin,12 menn bjargaðist í björgunarbát og þaðan um borð í breska togarann Lord Lister H 484 frá Hull eftir tæplega 3 sólarhringa hrakninga.Fór togarinn með skipbrotsmennina til Londonderry á N-Írlandi. 
Ljósm: Magnús Ólafsson.
Skrifað af Þórhalli S Gjöveraa.
Flettingar í dag: 1514
Gestir í dag: 19
Flettingar í gær: 3444
Gestir í gær: 28
Samtals flettingar: 1201698
Samtals gestir: 83872
Tölur uppfærðar: 4.4.2025 12:29:45