13.11.2015 06:06
Maí RE 155.LBMW.
Maí RE 155 var smíði númer 573 hjá Smith´s Dock Co Ltd,South Bank í Middlesbrough á Englandi árið 1914 fyrir Fiskiveiðahlutafélagið Ísland í Reykjavík,Björn Ólafsson í Mýrarhúsum og Jes Zimsen í Reykjavík.Hleypt af stokkunum,17 janúar sama ár og afhentur eigendum sínum í febrúar.259 brl.Triple Expansion gufuvél,stærð ókunn.Togarinn var seldur til Frakklands árið 1917,hét þar Sajou.Var einnig í eigu,Chalutiers de La Rochelle,í La Rochelle í Frakklandi,hét La Picorre LR 2424.Var enn í drift árið 1945.Engar upplýsingar til um afdrif hans eftir það ár.
Ljósmyndari óþekktur.
Myndin hér að neðan er af togaranum þegar hann var gerður út frá La Rochelle í Frakklandi sem La Picorre LR 2424.
Ljósm: J.Morillon.
Skrifað af Þórhalli S Gjöveraa.
Flettingar í dag: 965
Gestir í dag: 30
Flettingar í gær: 1155
Gestir í gær: 85
Samtals flettingar: 1194740
Samtals gestir: 83790
Tölur uppfærðar: 2.4.2025 08:53:57