14.11.2015 13:17

Hvassafell EA 607.TFVD.

Hvassafell EA 607 var smíði númer 193 hjá Dundee Shipbuilding Co Ltd í Dundee í Skotlandi árið 1907 fyrir Pembrokeshire Steam Trawling Co,Docks í Milford Haven á Englandi,hét Urania M 217.226 br.400 ha.3 þjöppu gufuvél.Seldur 7 apríl 1914,William Milne Ltd í Glasgow,hét Urania AR 1.Í þjónustu breska sjóhersins 1914-1919.Seldur Trident Steam Fishing Co Ltd í Hull,hét Urania H 82.Seldur 1927,Stranne R.C.í Gautaborg í Svíþjóð,hét Urania GG 30.Seldur 16 september 1937,Útgerðarfélagi K.E.A á Akureyri,hét Hvassafell EA 607.Skipið strandaði við Gvendarsker í Fáskrúðsfirði,18 júní 1941 og eyðilagðist.Mannbjörg varð.
                                                                                                                     Ljósmyndari óþekktur.

Hvassafell var skráð sem Vélskip hér á landi en smíðað sem togari í Dundee árið 1907 eins og fyrr segir og þess vegna má telja það sem einn af togurum landsmanna.
Flettingar í dag: 965
Gestir í dag: 30
Flettingar í gær: 1155
Gestir í gær: 85
Samtals flettingar: 1194740
Samtals gestir: 83790
Tölur uppfærðar: 2.4.2025 08:53:57