16.11.2015 22:29

Helgi magri EA 290.TFUE.

Helgi magri EA 290 var smíðaður hjá Johann C Tecklenborg í Geestemunde í Þýskalandi árið 1891.136 brl.260 ha.2 þjöppu gufuvél.Keyptur til landsins í febrúar árið 1913 af Ásgeiri Pjeturssyni og Stefáni Jónassyni.Í apríl 1928 er eigandi skipsins h/f Ásgeir Pjetursson á Akureyri.Í júní 1929 var nafni skipsins breytt,hét Nonni EA 290.Árið 1931 var talinn eigandi h/f Barðinn á Þingeyri.Árið 1933 var Ásgeir Pjetursson á Akureyri talinn eigandi.Skipið talið ónýtt og rifið í Reykjavík árið 1935.
                                                                                       Ljósmyndari óþekktur.Mynd úr Íslensk skip.

Fyrsti togari Akureyringa,Helgi magri EA 290 var lítill Þýskbyggður togari 136 tonn,smíðaður árið 1891.Keyptur hingað til lands árið 1913 af Ásgeiri Péturssyni og Stefáni Jónassyni,sem jafnframt var skipstjóri og átti sjötta hlut í skipinu.Þeir gerðu Helga lítið út á togveiðar,heldur á síld og línuveiðar og var Helgi magri af því síðar flokkaður undir línuveiðar,en togari var hann smíðaður.
Flettingar í dag: 1257
Gestir í dag: 115
Flettingar í gær: 421
Gestir í gær: 22
Samtals flettingar: 1191659
Samtals gestir: 83671
Tölur uppfærðar: 31.3.2025 22:18:30