20.11.2015 23:41
Thor.LCJK.
Thor var smíði no:606 hjá Edward Brothers í North Shields á Englandi árið 1899 fyrir Islands Handels & Fiskeri Akties í Kaupmannahöfn er hafði aðsetur á Patreksfirði.Seldur 1902,Dansk Damp Trawling Acties í Kaupmannahöfn,Hét Thor.205 brl.325 ha.3 þjöppu gufuvél.Seldur 1903.Danska landbúnaðarráðuneytinu sem gerði hann út til hafrannsókna.Var hann þá víða í förum,var hér við land 1903-1905 og 1908-1909,og því ekki óreyndur hér er hann var keyptur.Á tímum fyrri heimstyrjaldarinnar var hann notaður sem varðskip í Danmörku.Seldur haustið 1919,Björgunarfélagi Vestmannaeyja og nafni skipsins snúið á Íslensku,hét Þór.Kom til Vestmannaeyja,26 mars 1920.Fallbyssa var sett á skipið árið 1924.Ríkissjóður Íslands tók við rekstri Þórs,1 júlí 1926.Örlög hans urðu sú að hann strandaði á Sölvabakkaskerjum á Húnaflóa,21 desember 1929,mannbjörg en skipið eyðilagðist á strandstað.
(C) mynd: Þórhallur S Gjöveraa.
Skrifað af Þórhalli S Gjöveraa.
Flettingar í dag: 1257
Gestir í dag: 115
Flettingar í gær: 421
Gestir í gær: 22
Samtals flettingar: 1191659
Samtals gestir: 83671
Tölur uppfærðar: 31.3.2025 22:18:30