25.11.2015 22:31

Gannet GY 939.

Gannet GY 939 var smíði no: 275 hjá Earle's Shipbuilding & Engineering Co Ltd í Hull 1884 fyrir Great Grimsby Ice Co Ltd í Grimsby,hét Gannet GY 939.244 brl.68 ha.2 þjöppu gufuvél.Skipið var sjósett,7 maí sama ár.1896 er skipið selt til London,eigendur ókunnir,sama nafn en fær skráninguna LO.Árið 1913 er skráður eigandi H.Barden Jnr.& Co Ltd í London.Breitt í flutningaskip það ár og er skráð í Poole á Englandi.1932 er skipið skráð í London.Selt í brotajárn og rifið árið 1934.
   
Gannet GY 937.                                                                                          (C) mynd: Peter Green.

Skipið hér að ofan (Gannet) var í rauninni fyrsti gufutogari Grimsby. Ekki togari í raun, það var byggt í Hull í þeim eina tilgangi að safna fisk frá öðrum skipum og flytja í land hratt og örugglega til að ná fiskilestunum til London Billingsgate fiskmarkaðsins.Snæfell ex Albatross GY 937, sem Garðar h/f á Seyðisfirði gerði út um aldamótin 1900,var systurskip Gannets.Málverkið hér að neðan er af Gannet GY 939,málað af Hollendningnum Hans van Hage.

Gannet GY 939.Málverk. (C) mynd: Hans van Hage.
Flettingar í dag: 1257
Gestir í dag: 115
Flettingar í gær: 421
Gestir í gær: 22
Samtals flettingar: 1191659
Samtals gestir: 83671
Tölur uppfærðar: 31.3.2025 22:18:30