28.11.2015 21:25

Strandferðaskipið Sterling.LCFV.

E.s.Sterling,smíðað í Leith í Skotlandi 1890 fyrir Norskt útgerðarfélag.1.082 brl.820 ha.3 þjöppu gufuvél.Thorefélagið kaupir skipið frá Noregi stuttu eftir aldamótin 1900. Þeir selja skipið til Svíþjóðar í stríðsbyrjun 1914,hét þar Temis. Ríkissjóður ( Stjórnarráð Íslands ) kaupir skipið árið 1917 og fær sitt gamla nafn aftur sem það hét frá upphafi. Eimskipafélag Íslands sá um útgerð þess. Sterling strandaði við Brimnes í Seyðisfirði,1 maí 1922. Áhöfn og farþegar björguðust á land en skipið eyðilagðist á strandstað.


Sterling á Reykjavíkurhöfn.                                                         (C) mynd: Þórhallur S Gjöveraa.  

"Sterling". Hinn 1. maí strandaði hið góða gamla skip Sterling við Brimnes á Seyðisfirði. Var skipið á leið inn Seyðisfjörð, er svarta þoka skall á. Var það harður straumur, sem bar skipið út af réttri leið. Mannbjörg varð og gekk greiðlega þar eð veður var gott, en litið bjargaðist af vörum. Geir, björgunarskip, fór þegar er fregnin barst hingað að austan, til þess að reyna að bjarga skipinu, en það reyndist ókleyft. Skipshöfnin kom hingað með Gullfossi 19. maí og sjópróf var haldið í Reykjavík hinn 22. s. m.

                                                                                              Úr tímaritinu Ægi,15 árgang 1922.

Myndin hér að neðan er af Sterling í Reykjavíkurhöfn,frostaveturinn mikla 1918. Verið er að höggva rás í ísinn svo skipið komist út úr höfninni. 


                                                                                              (C) mynd: Þjóðminjasafn Íslands.                                       


Flettingar í dag: 326
Gestir í dag: 59
Flettingar í gær: 276
Gestir í gær: 42
Samtals flettingar: 1057972
Samtals gestir: 76542
Tölur uppfærðar: 3.12.2024 17:27:57