30.11.2015 11:29
1345.Ingólfur Arnarson RE 201.TFXD.
Ingólfur Arnarson RE 201 var smíðaður hjá Astilleros Luzuriaga S.A. í Pasajes de San Juan á Spáni árið 1973 fyrir Bæjarútgerð Reykjavíkur. 969 brl. 2 x 1400 ha. Bazan MAN díesel vélar.Seldur í febrúar 1985,Ögurvík h/f í Reykjavík,fær nafnið Freri RE 73. Skipið var lengt og skipt um vél árið 2000 og breytt í frystitogara,mældist þá,1.065 brl. 5003 ha.Wartsila díesel vél,(3680 kw).Skipið var selt Síldarvinnslunni h/f í Neskaupstað,2 júlí 2015 og heitir í dag Blængur NK 125.


Ingólfur Arnarson RE 201 við bryggju á Akureyri. Ljósmyndari óþekktur.
Frystitogarinn Freri RE 73 í Reykjavíkurhöfn. (C) mynd: Þórhallur S Gjöveraa.
Frystitogarinn Blængur NK 125 í Akureyrarhöfn. (C) mynd: Haukur Sigtryggur Valdimarsson.
Skrifað af Þórhalli S Gjöveraa.
Flettingar í dag: 10657
Gestir í dag: 82
Flettingar í gær: 1066
Gestir í gær: 90
Samtals flettingar: 1271799
Samtals gestir: 86415
Tölur uppfærðar: 17.5.2025 11:31:42