03.12.2015 10:54

Líkön af Nýsköpunartogurunum. lll.

Ingólfur Arnarson RE 201. TFXD. Smíðaður hjá Cochrane & Sons Ltd í Selby á Englandi árið 1947 fyrir Bæjarútgerð Reykjavíkur. 654 br. 1000 ha. 3 þjöppu gufuvél. 26 júní 1972 urðu nafnaskipti á togaranum,hét Hjörleifur RE 211. Seldur í brotajárn til Spánar í desember 1974. Ingólfur var fyrsti Nýsköpunartogarinn sem kom til landsins,17 febrúar 1947. Jafnframt var hann fyrsta fiskiskip í heiminum með ratsjá svo vitað sé. Á þeim rúmlega 27 árum sem Ingólfur var í eigu Bæjarútgerðar Reykjavíkur aflaði hann um 94 þúsund tonna að andvirði 2.500 milljóna króna (1974). Togarinn kostaði 3 milljónir nýsmíðaður en seldur í brotajárn fyrir 9 milljónir.


121. Ingólfur Arnarson RE 201.                                                          (C) mynd: Þórhallur S Gjöveraa.


Afturskip togarans.                                                                           (C) mynd: Þórhallur S Gjöveraa.


Togarinn Ingólfur Arnarson RE 201 við komuna til Reykjavíkur,17 febrúar 1947. Mikill mannfjöldi hafði safnast saman á Miðbakka Reykjavíkurhafnar að bera þennan fyrsta boðbera nýsköpunar augum og einnig að fagna komu þessa glæsilega togara Bæjarútgerðar Reykjavíkur til landsins. Ljósm: Þórarinn Sigurðsson.                          
Flettingar í dag: 11927
Gestir í dag: 125
Flettingar í gær: 1066
Gestir í gær: 90
Samtals flettingar: 1273069
Samtals gestir: 86458
Tölur uppfærðar: 17.5.2025 16:52:34