09.12.2015 09:27
Líkan af Freyr RE 1. TFXO.
Freyr RE 1. TFXO. Smíðaður hjá A.G.Weser Werk Seebeck í Bremerhaven í Þýskalandi árið 1960 fyrir Ísbjörninn h/f í Reykjavík. 987 brl. 2.300 ha. Werkspoor díesel vél. Togarinn var seldur Ross Trawlers Ltd í Grimsby 4 september 1963,hét hjá þeim Ross Revenge GY 718,og gerður út þar til ársins 1979 er hann var seldur útvarpsstöðinni Radio Caroline. Skipið var rekið sem útvarpsstöð úti fyrir ströndum Bretlands frá 1983 til ársins 1991.Ross Revenge er nú safn í Englandi. Freyr RE 1 átti þrjú systurskip hér á landi,þau voru: Maí GK 346,Sigurður ÍS 33,seinna RE 4 og Víkingur AK 100,sem öll eru farin í brotajárn.






Freyr RE 1. (C) mynd: Þórhallur S Gjöveraa.
Stjórnpallur togarans. (C) mynd: Þórhallur S Gjöveraa.
Framskipið og hvalbakur. (C) mynd: Þórhallur S Gjöveraa.
Freyr RE 1 við Ingólfsgarð í Reykjavíkurhöfn. Ljósm: Jóhannes Haraldsson.
Ross Revenge GY 718. (C) mynd: Trawlers Photo.
Ross Revenge sem Radio Caroline. (C) mynd: Radio Caroline.
Skrifað af Þórhalli S Gjöveraa.
Flettingar í dag: 965
Gestir í dag: 30
Flettingar í gær: 1155
Gestir í gær: 85
Samtals flettingar: 1194740
Samtals gestir: 83790
Tölur uppfærðar: 2.4.2025 08:53:57