10.12.2015 10:42

Reykjavíkurhöfn stuttu eftir 1920.

Þessi mynd er tekin 4 til 5 árum eftir að hafnargerð lauk að mestu í Reykjavík. Það sést líka hversu gríðarlegar hafnarbætur þessi framhvæmd var sem gerð var á árunum 1913-17. Togarinn Austri RE 238 liggur við gömlu steinbryggjuna. Gamlir uppskipunar prammar liggja þar einnig. Togarar og kaupskip liggja í röðum við gamla kolaportið,vestan Ingólfsgarðs. Kveldúlfstogarinn sem ber í skut Austra er sennileg Þórólfur RE 134. Úti við Örfiriseyjargranda liggja togararnir í bólum sínum. Lengst til hægri eru tveir menn að sjósetja bát við Knútsen bryggju að ég held. Togarinn Austri RE 238 var smíði númer 226 hjá Cook Welton &Gemmell Ltd í Beverley á Englandi árið 1911 fyrir Neptune Steam Fishing & Co í Hull,hét MacKenzie H 349. 314 brl.550 ha.3 þjöppu gufuvél. Tekinn í þjónustu breska sjóhersins árið 1914. Seldur árið 1919,Yarborough Steam Fishing & Co í Grimsby,hét MacKenzie GY 99. Seldur Fiskiveiðahlutafélaginu Kára í Reykjavík í mars árið 1920,hét Austri RE 238. Seldur í nóvember árið 1924,h/f Kára í Viðey,hét Austri GK 238. Togarinn strandaði á Illugagrunni rétt vestan við Vatnsnes á Húnaflóa,7 september árið 1927. Áhöfnin bjargaðist á land en togarinn eyðilagðist á strandstað.


Reykjavíkurhöfn í upphafi þriðja áratugarins.                                                Ljósm: Magnús Ólafsson.
Flettingar í dag: 787
Gestir í dag: 26
Flettingar í gær: 1155
Gestir í gær: 85
Samtals flettingar: 1194562
Samtals gestir: 83786
Tölur uppfærðar: 2.4.2025 08:32:45