11.12.2015 20:00

Strandferðaskipið Sterling á strandstað við Brimnes í Seyðisfirði í maí 1922.

Þessi ljósmynd af Strandferðaskipinu Sterling á strandstað verður að teljast til sögulegra heimilda. Veit ekki til þess að aðrar séu til af flaki skipsins. Það brotnaði niður í næsta brimi eftir strandið og hvarf að mestu. Upplýsingar um Sterling eru að finna í færslu frá 28 nóv síðast liðinn.


Mér er ekki kunnugt um hvaða fólk þetta er sem sést í forgrunni. Flak skipsins virðist tiltölulega heillegt að sjá fyrir utan formastrið sem hefur brotnað.                                                 Ljósmyndari óþekktur.
Flettingar í dag: 965
Gestir í dag: 30
Flettingar í gær: 1155
Gestir í gær: 85
Samtals flettingar: 1194740
Samtals gestir: 83790
Tölur uppfærðar: 2.4.2025 08:53:57