13.12.2015 16:50
Reykjavíkurhöfn 26 desember 2013.
Frystitogarar Brims h/f liggja hér við Miðbakka Reykjavíkurhafnar yfir jólahátíðina eins og þeir hafa löngum gert.




2850. Skálaberg RE 7. TFKV. Smíðaður í Kirkenes í Noregi 2003. 3.650 brl. 10.880 ha. Wartsila díesel vél. 8.000 Kw. Skipið var mestmegnis bundið við bryggju í Reykjavík meðan það var í eigu Brims h/f. Togarinn var seldur til Grænlands í maí 2014 og heitir þar Ilivileq GR-2-201. Hvort hann sé gerður þaðan út í dag,veit ég ekki.
2770. Brimnes RE 27. TFKD. Smíðaður í Tomrefjord í Noregi árið 2002. 1.503 brl. 8.160 ha. Wartsila díesel vél. 6.000 Kw.
2626. Guðmundur í Nesi RE 13. TFKG. Smíðaður í Tomrefjord í Noregi árið 2000. 1.315 brl. 7.507 ha. Wartsila díesel vél. 5.520 Kw. (C) myndir: Þórhallur S Gjöveraa.
Skrifað af Þórhalli S Gjöveraa.
Flettingar í dag: 1461
Gestir í dag: 94
Flettingar í gær: 4592
Gestir í gær: 93
Samtals flettingar: 1354161
Samtals gestir: 88576
Tölur uppfærðar: 2.7.2025 09:23:38