17.12.2015 08:48
Málverk af gömlum kolakynntum gufutogara.
Brimir NK 75. ex Ver GK 3. Smíði no 897 hjá
Cochrane & Sons Ltd í Selby á Englandi árið 1920. 314.brl.550 ha.3 þjöppu
gufuvél. Var fyrst í eigu Breska flotans,hét Simeon Moon. Seinna sama ár (1920)
kaupa Hellyers bræður í Hull togarann,fær nafnið General Rawlinson H 173. Fyrsti
eigandi á Íslandi var Fiskveiðahlutafélagið Víðir í Hafnarfirði frá sept
1924,hét Ver GK 3. Seldur h/f Ver í Hafnarfirði,4 sept 1931,hét Ver RE 32. Togarinn var seldur
Togarafélagi Neskaupstaðar,18 apríl 1936,hét Brimir NK 75. Seldur Skúla
Thorarensen kaupmanni í Reykjavík og Helgafelli h/f í Reykjavík,30 júlí
1939. Hét Helgafell RE 280. Seldur í júní 1945,h/f Hrímfaxa í Reykjavík og h/f
Sviða í Hafnarfirði,togarinn hét Skinfaxi GK 3. Seldur til Færeyja í ágúst
1947,hét þar Miðafell FD 69. Togarinn var seldur í brotajárn til Antwerpen í
Belgíu í október árið 1951.
Brimir NK 75. Málverk eftir Sigríði Lúðvíksdóttur. Eiginmaður Sigríðar,Jónas Guðmundsson var lengst af framkvæmdastjóri Togarafélags Neskaupstaðar. Þessi mynd var á kápu sjómannadagsblaðs Neskaupstaðar frá árinu 1981.
Togarinn Brimir NK 75 við bryggju í Neskaupstað,sumarið 1937. Ljósm: Björn Björnsson.
Síld landað úr togaranum Brimi NK 75 í Fóðurmjölsverksmiðju Norðfjarðar,sumarið 1937. Ljósm:óþekktur.
Verið að landa síld úr togaranum Brimi NK 75 í Fóðurmjölsverksmiðju Norðfjarðar,sumarið 1937. Það hefur aldeilis verið handleggur að landa heilum togarafarmi á handvögnum eins og sést á myndinni. Báturinn til vinstri er trúlega Stella NK 61 ex Stella EA 373,eftir að hann var lengdur í Neskaupstað árið 1934. Báturinn utan á Brimi er Magni NK 68. Hann fórst á Faxaflóa,9 febrúar 1946 með fjórum mönnum en einn bjargaðist. Ekki viss hvaða bátur liggur utan á honum. Ljósm: Björn Björnsson.