22.12.2015 23:15
Gamlar skipaskrár.
Þetta er nú eitthvað fyrir þá sem áhuga hafa á gömlum skipum og fróðleik þeim tengdum. Ísrael Daníel Hansen hjá Samgöngustofu að Ármúla 2 í Reykjavík er með mikið af gömlum skipaskrám,sú elsta er frá árinu 1928. Þeir sem þetta lesa og áhuga hafa á að eignast eintök,geta haft samband við hann á netfanginu: israeldh@samgongustofa.is eða hafa samband símleiðis. Það er um að gera að bregðast sem fyrst við,því það stendur til að henda þeim á næstunni. Held að þeir sendi ekki út á land,heldur verður að nálgast skrárnar hjá þeim. Ég fór í dag og fékk um 40 eintök,það elsta frá 1928 og til ársins 2003 þegar hætt var að gefa þær út.
Gamlar skipaskrár,sannkallaðar gersemar.
Skrifað af Þórhalli S Gjöveraa.
Flettingar í dag: 10657
Gestir í dag: 82
Flettingar í gær: 1066
Gestir í gær: 90
Samtals flettingar: 1271799
Samtals gestir: 86415
Tölur uppfærðar: 17.5.2025 11:31:42