26.12.2015 11:37

Harðbakur EA 3. TFDG.

85. Harðbakur EA 3. TFDG. Smíði no: 734 hjá Alexander Hall & Co Ltd í Aberdeen í Skotlandi árið 1950. Hét Víkingur á smíðatíma skipsins. 732 brl. 1000 ha. 3 þjöppu gufuvél. Eigandi hans var Útgerðarfélag Akureyringa og var hann sá fyrsti af svonefndum "Stefaníutogurum" sem komu til landsins,en hann kom í desember 1950. Togarinn var seldur West of Scotland Shipbreaking Co Ltd í Troon í Skotlandi og rifinn þar í september 1979. Ég tók þessa mynd af togaranum við Torfunefsbryggjuna á Akureyri í maí 1979,og nokkrum mánuðum síðar var hann farinn af landi brott í síðasta sinn. Þar með lauk 32 ára sögu Nýsköpunartogaranna hér á landi.
85. Harðbakur EA 3.                                                                          (C) Mynd: Þórhallur S Gjöveraa. 
Flettingar í dag: 10657
Gestir í dag: 82
Flettingar í gær: 1066
Gestir í gær: 90
Samtals flettingar: 1271799
Samtals gestir: 86415
Tölur uppfærðar: 17.5.2025 11:31:42